SKYLDULESNING UM VATNIÐ !
Erindi sem David Hall, prófessor við háskólann í Greenwich i Englandi, flutti hér á landi í nóvember sl. um reynslu af einkavæðingu á vatni hefur nú verið gefið út í bæklingi undir heitinu, Vatnsveitur í opinberri eigu og einkaeigu - hver er munurinn? David Hall býr yfir mjög yfirgripsmikilli þekkingu á málefninu en hann veitir forstöðu rannsóknardeild við háskólann sem kölluð er Public Services International Research Unit. Sú stofnun sérhæfir sig í rannsóknum á ýmsum þáttum almannaþjónustunnar. Sérsvið Davids er vatnið og reyndar rafmagnið einnig. Þá hefur hann rannsakað ýmislegt sem lýtur að heilbrigðiskerfinu, sorpeyðingu og öðrum grunnþáttum almannaþjónustunnar. Það er óhætt að mæla mjög eindregið með þessum bæklingi og fyrir alla þá sem láta sig vatnsveitur og rekstrarform þeirra varða, hlýtur þessi bæklingur að vera skyldulesning.
David Hall kom hingað til lands á vegum BSRB og er hægt að nálgast bæklingin samkvæmt upplýsingum, sem er að finna HÉR.
Bæklingurinn er einnig á rafrænu formi og er hann HÉR.