Skýr skilaboð frá BSRB
Birtist í Fréttablaðinu 29.10.2003
Á meðal þeirra málaflokka sem fjallað var um á nýafstöðnu þingi BSRB voru húsnæðismál. Á því sviði hefur bandalagið markað skýra stefnu þar sem gert er ráð fyrir samvinnu ríkis, sveitarfélaga og lífeyrissjóðanna í landinu en eignir þeirra munu innan fjögurra ára nema um eitt þúsund milljörðum króna. Fráleitt er annað en að þessi sparnaður, sem samfélagið hefur komið sér saman um, verði nýttur í uppbyggileg verkefni. Þar er húsnæðiskerfið ofarlega á blaði. Reyndar hafa lífeyrissjóðirnir staðið sig sæmilega í seinni tíð að fjárfesta í húsbréfum. Slíkt forðar okkur frá kjararýrandi afföllum auk þess sem þetta er einhver öruggasta fjárfesting sem lífeyrissjóðirnir geta ráðist í. En lífeyrissjóðirnir þurfa að ganga lengra. BSRB vill að þeir leggi fram fé á mjög lágum vöxtum, gegn ríkistryggingu á lánsfé, til uppbyggingar félagslegs leiguhúsnæðis. Þegar síðan byggingasamvinnufélög hafa náð að dafna og eru komin vel á legg gætu sjóðirnir hugsanlega orðið beinir eignaraðilar, en það fyrirkomulag tíðkast víða á meginlandi Evrópu.
Áfram í Íbúðalánasjóði
Ekki eru allir á eitt sáttir um hvert stefna beri í húsnæðismálum. Forsvarsmenn bankanna mega ekki hugsa til þess að lánastarfsemi til húsnæðiskaupa fari fram án þess að þeir komi þar fingrunum í. Krafan úr peningakerfinu er: “Út úr Íbúðalánasjóði með húsnæðislánin.” Þetta er skiljanleg krafa frá þeim sem vilja hafa atvinnu – og hagnað – af því að sýsla með þessi mál. Á þingi BSRB var það hins vegar samdóma álit manna að horfa einvörðungu á málið með hagsmuni húsnæðiskaupenda í huga. Menn spurðu hvað myndi gerast ef ríkisábyrgðin á lánunum yrði afnumin. Vextir myndu nær óhjákvæmilega hækka. Það yrði fylgifiskur þess að taka umsýsluna út úr Íbúðalánasjóði eins og bankarnir og sterk öfl í Sjálfstæðisflokknum helst vilja. Ríkisábyrgðin hefur nefnilega þann ótvíræða kost að halda vaxtakostnaði niðri.
Bankarnir í slagsmálaham
Vitanlega þarf að gaumgæfa tillögur félagsmálaráðherra í húsnæðismálum vel og þá meðal annars að skoða samhengið á milli lánskjara og húsnæðisverðs. Ég ætla hins vegar að leyfa mér að vara við hræðsluáróðri bankanna sem Seðlabankinn hefur nú tekið undir. Bankarnir mega ekki fyrir sitt litla líf hugsa til þess að lánskjörin hjá Íbúðalánasjóði verði bætt af þeirri augljósu ástæðu að það gæti leitt til þess að þeir misstu spón úr aski sínum. En ef marka má skoðanakönnun sem
Eðlilegir vextir fyrr og nú
Það kom mér á óvart í fyrrnefndri