Staðnæmst á síðu þrjú í Mogga
03.05.2003
Nú er haldin mikil veisla í heimi auglýsinganna. Ólína veltir vöngum í dag í lesendabréfi yfir öllum þeim möguleikum sem tæknin hefur upp á að bjóða. Hún staðnæmist sérstaklega við síðu þrjú í Morgunblaðinu í dag. Ólafur S. Andrésson líffræðingur skrifar athyglisverðan pistil í Frjálsum pennum hér á síðunni og vitnar í ummæli umhverfisráðherra Íslands í breska blaðinu Guardian. Ólafur S. Andrésson furðar sig á því að þessi frétt í breska stórblaðinu þar sem Siv Friðleifsdóttir falbýður íslensaka orku á erlendum mörkuðum skuli ekki hafa fengð meiri umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum en raun ber vitni.