STEFNA - FÉLAG VINSTRI MANNA MEÐ VANDAÐA DAGSKRÁ 1. MAÍ Á AKUREYRI
30.04.2023
Guðmundur Ævar Oddsson, dósent í félagsvísindum verður ræðumaður hjá Stefnu - félagi vinstri manna á Akureyri 1. maí.
Fundurinn er haldinn á Múlabergi, Hótel KEA og hefst hann klukkan 11 með setningarávarpi Ólafs Þ. Jónssonar.
Dagskráin er vönduð eins og jafnan áður á 1. maí fundum Stefnu - félags vinstri manna á Akureyri.
Aðalheiður Steingrímsdóttir sagnfræðingur ræðir um Elísabetu Eiríksdóttur verkalýðsforingja og Sigurður Ormur Aðalsteinsson, Guðmundur Már Beck og Þórarinn Hjartarson munu syngja og lesa ljóð.
Fundarstjóri er: Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur.
Væri ég ekki staddur í útlöndum myndi ég mæta á þennan fund Stefnu - félags vinstri manna, tvímælalaust míns uppáhaldsfélags í landinu.