Fara í efni

Stefnubreyting hjá Framsókn eða aumkunnarvert hlutskipti?

Margan manninn rak í rogastans við ummæli Árna Magnússonar, félagsmálaráðherra á Iðnþingi á föstudag þegar hann hélt uppi málflutningi sem var nánast orðréttur úr ræðum þingmanna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs nú um árabil. Þinngmenn VG vöruðu við því að einkavæðing ríkisbanaknna myndi einmitt hafa í för með sér þær breytingar sem reyndin hefur orðið; í stað þess að gegna þjónustuhlutverki við fjölskyldur og atvinnulíf myndu þröng gróða- og valdasjónarmið ráða för en slíkt væri sérlega varhugavert í okkar smáa atvinnulífi. Það kynni ekki góðri lukku að stýra ef sömu aðilar og hefðu náð undirtökum í atvinnulífinu fengju einnig í hendur eignarhald á helstu fjármálastofnunum landsins.
Og viti menn, Árni Magnússon, félgsmálaráðherra sagði eftirfarandi samkvæmt frásögn Ríkissjónvarpsins í gærkvöld: " …félagsmálaráðherra fór hörðum orðum um bankana og stór verslunarfyrirtæki á Iðnþingi í gær. Hann sagði umhugsunarefni með hvaða hætti starfshættir bankanna hefðu breyst. Þeir hefðu áður verið þjónustustofnanir við heimilin og atvinnulífið en nú væru þeir virkir gerendur á fyrirtækjamarkaði. Og hann spurði: Er það raunverulega svo að eðlilegt sé að einstaklir viðskiptabankar verji mestum kröftum sínum og fjármunum, jafnvel með stórkostlegum erlendum lántökum, í að brytja niður fyrirtæki í íslensku viðskiptalífi til hagnaðar fyrir sjálfa sig? Árni sagði verslunar- og þjónustufyrirtæki hafa stækkað gífurlega og að þræðirnir liggi svo víða að helst minnti á vef risavaxinnar köngulóar. Slík stórfyrirtæki gætu ráðið hverjir fengju að lifa og hverjir skyldu deyja. Og þá eru merki um hringamyndun í viðskiptalífinu og umsvif einstakra aðila í atvinnulífinu eru að mínu mati að minnsta kosti á mörkum þess að standast siðferðilega mælikvarða."
Hvað skyldu þeir eiginlega ræða um á fundum Frmasóknarflokksins? Er virkilega engin vitund um eigin gjörðir og ábyrgð? Er þeim ágæta manni Árna Magnússyni ekki kunnugt um að það einmitt samflokksráðherra hans, bankamálaráherrann, sem harðast hefur gengið fram í einakvæðingunni og ekki átt orð til að lýsa fyrirlitningu sinni á málflutningi VG varðandi banakana.  
Í fréttatíma Svónvarpsins í gær hafði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG eftirfarandi um ræðuhöld félagsmálaráðherra að segja :" Árni Magnússon er hér að bregðast við því þjóðfélagi sem að Framsóknarflokkurinn hefur í tæp 9 ár verið að hjálpa Sjálfstæðisflokknum að skapa á Íslandi með markaðs- og einkavæðingu á nánast öllum sviðum og með því að meira og minna löggilda græðgina sem viðurkennd siðalögmál í landinu. Það er auðvitað gott að menn sjái hvað er að gerast í kringum sig og segi A en það skiptir miklu meira máli hvort menn gera eitthvað, hvort menn segja B og C, til dæmis núna að hætta við einkavæðingu Landssímans. Til dæmis að samþykkja frumvarp okkar Ögmundar Jónassonar um aðskilnað viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingabankastarfsemi. Þá eru menn farnir að tala um eitthvað sem máli skiptir. En að lýsa almennum áhyggjum gagnvart ástandi sem að þjóðin er búin að fá sig fullsadda af en gera ekki neitt, það er aumkunarverð framsóknarmennska".
Ef
Árni Magnússon er reiðubúinn að veita málefnabaráttu okkar stuðning og ef málflutningur hans nú boðar stefnubreytingu hjá Framsókn, þá væri það fagnaðarefni. Ef þetta er hins vegar sami blekkingarleikurinn og Framasókn hefur haft í frammi á undanförnum árum, þykjast áhyggjufull þegar þjóðinni ofbýður en halda sig síðan við sama heygarðshornið þá er rétt að taka undir með formanni VG: Slíkt væri aukunnarvert hlutskipti.