STIGLITZ Í SILFRINU
06.09.2009
Í dag verður Joseph Stiglitz í Silfri Egils. Þetta þykir mér vera góð byrjun á vetrinum hjá Agli! Stiglitz fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2001. Hann er fyrrum aðalhagfræðingur Alþjóðabankans en nú prófessor við Columbiaháskóla í New York. Stiglitz var á sínum tíma einn helsti efnahagsráðgjafi Bills Clintons forseta Bandaríkjanna. Stiglitz er kunnur fyrir gagnrýna hugsun og hefur umfjöllun hans um stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Aljþóðabankans í málefnum skuldsettra ríkja vakið athygli - þó ekki alltaf hrifningu ráðandi afla. Eitt er óhætt að fullyrða: Á Joseph Stiglitz er hlustað. Það verður og gert í Sifrinu í dag. Einnig gefst kostur á að hlýða á Stiglitz á opnum fundi í Háskóla Íslands á morgun.
Sjá: http://eyjan.is/blog/2009/09/04/joseph-stiglitz-med-fyrirlestur-um-island-og-ags/ og
http://eyjan.is/blog/2009/08/30/silfur-egils-snyr-aftur-eftir-viku-hagfraedingur-joseph-stiglitz-medal-vidmaelenda/
og http://en.wikipedia.org/wiki/Joseph_Stiglitz