Fara í efni

TEKIÐ UNDIR MEÐ BSRB OG FORSTJÓRA LANDSPÍTALNS

BSRB - LSH
BSRB - LSH

Í morgun sendi BSRB frá sér yfirlýsingu vegna frétta um að heilbrigðisráðherra íhugi að veita Klínikkinni, spítala, sem er einkarekinn í hagnaðarskyni, starfsleyfi. Ég tek undir hvert orð í yfirlýsingu BSRB og fegna henni sérstaklega.

Að sama skapi ber að fagna yfirlýsingum forstjóra Landspítalans sem fært hefur fyrir því sannfærandi rök að einkarekið sjúkrahús á borð við Klínikina myndi grafa undan starfsemi Landspítalans.

Landlæknir hefur sagt faglegar forsendur fyrir leyfisveitingu en tekur skýrt og afdráttarlaust fram að ákvöðrunin sé hins vegar pólitísk og það sé ráðherra heilbrigðismála að taka hana.

Seint verður því trúað að flokkur heilbrigðisráðherra, Björt framtíð, snúi flokksheitinu upp í andhverfu sína með því að stíga afdrifaríkasta skref í átt til einkavæðingar heilbrigðiskerfisins sem tekið hefur verið hér á landi.

  
http://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/frett/2017/01/27/Stjornvold-standist-thrysting-um-ad-einkavaeda/

http://www.visir.is/segir-radherra-bera-politiska-abyrgd-a-einkasjukrahusi/article/2017170128992