TEKIÐ UNDIR MEÐ SJÚKRALIÐAFÉLAGI ÍSLANDS Á ALÞINGI
Tilefni þess að ég kvaddi mér hljóðs voru varnaðarorð Birnu Ólafsfóttur, starfsmannas SLFÍ, í fjömiðlum um hversu alvarlegt ástandið væri orðið á sjúkrahúsum, einkum á Landspítalanum þar sem álagið væri löngu orðið óbærilegt vegna mannfækkunar, minna legurýmis, sem þýddi að jafnaði veikara fólk í legurýmum, nokkuð sem gefur auga leið að gerist þegar veikasta fólkinu er forgangsraðað inn í sífellt takmarkaðra rými. Þetta aukna álag væri þess síðan valdandi að starfsfólkið væri veikara fyrir í orðsins fyllstu merkingu.
Birna Ólafsdóttir á að baki þrjátíu ára reynslu úr kjarabaráttu. Hún segir að í þeim verkfallsátökum sem nú standa yfir, hafi birst sér nýr og ógnvænlegur veruleiki. Í verkföllum fyrr á tíð hafi verið gefnar undanþágur til vinnu til að tryggja lágmarksöryggi. Nú væri hins vegar unnið við lágmarksöryggiskröfur á degi hverjum án þess að til verkfalls kæmi!
Þannig væri það á ýmsum deildum Landspítalans að þegar einn starfsmann vantaði á vakt þá væri heilsu og líðan sjúklinga ógnað.
Þessi reynslumikla starfskona sjúkraliða segir að stjórnvöld verði að horfast í augu við þennan veruleika.
Ég sagði í niðurlagi míns máls í dag að ég tæki undir orð Birnu Ólafsdóttur enda yrði að taka varnaðarorð Sjúkraliðafélagsins alvarlega á Alþingi bæði til lausnar yfirstandandi deilu en jafnframt yrði að horfa til komandi fjárlagagerðar til að forða okkur út úr því ófremdarástandi sem hefði skapast í heibrigðiskerfinu.
Sjá nánar: http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20151021T152954
+