ÞAKKA VINSEMD OG HEIÐUR
Nú þegar ég læt af formennsku í BSRB og óska nýjum formanni og öðru forsvarsfólki samtakanna velfarnaðar inn í framtíðina vil ég þakka fyrir mig og þá ekki síst fyrir þann heiður og þá vinsemd sem BSRB sýndi mér á þessum tímamótum. Vil ég þar sérstaklega nefna hátíðadagskrá sem efnt var til í Hákólabíói þar sem fram komu margir okkar bestu listamenn fyrir nánast fullu húsi af fólki sem vildi sýna baráttu BSRB á liðinni tíð velvild sína.
Framlag listamannanna gladdi mig, hlý ávarpsorð félaga míns Árna Stefáns Jónssonar, varaformanns BSRB, og þá einnig hitt hve margir lögðu leið sína í Háskólabíó þessa eftirmiðdagsstund.
Hér er slóð á frásögn af fundinum á vef BSRB þar sem er að finna ræður sem fluttar voru en þess má geta að dagskráin hefur verið sett á geisladisk og má vel vera að tæknin bjóði upp á að ég geti veitt aðgang að honum hér á síðunni. Ef unnt er að gera það mun það verða gert.
Sjá: http://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/nr/1568/