ÞARF AÐ HAFA VIT FYRIR "GÓÐGERÐARSAMTÖKUM"?
16.03.2020
Fyrir helgina birtist áskorun til Háskóla Íslands og Íslandsspila sem reka spilakassa fyrir Rauða krosssinn, Slysavarnarfélagið Landsbjörg og SÁÁ um að loka tímabundið spilasölum og kössum á þeirra vegum vegna smithættu af völdum kórónaveirunnar.
Undir áskoruninni eru nöfn formanna Áhugafólks um spilafíkn, ASÍ, VR svo og Neytendasamtakanna. Á vefsíðu Rauða krossins kemur fram að skrifstofunni hafi verið lokað og Neyðarsjóðnum. Kassarnir eru hins vegar reknir áfram til þess að hafa peninga af veiku fólki.
Þarf ekki sóttvarnarlæknir að skerast í málið; eða þá lögreglan? Hvað segir Siðfræðistofnun Háskóla Íslands?