Fara í efni

ÞÉR ER BOÐIÐ

Eftirfarandi fréttatilkynning var send á fjölmiðl í dag:

GUANTANAMÓ FANGINN FRÁ MÁRETANÍU Í SAFNAHÚSINU OG BÍÓ PARADÍS.

Laugardaginn 9. mars klukkan 12 verður opinn fundur í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík þar sem fyrrum fangi í bandaríska herfangelsinu í Guantanamó, Mohamedou Ould Slahi að nafni, segir frá reynslu sinni.

Mohamedou var fangi án ákæru og dóms í fimmtán ár, þar af fjórtán ár í Guantanamó og sætti hann illri meðferð, þar á meðal grimmilegum pyntingum.

Um fangasvist Mohamedous hefur verið gerð verðlaunakvikmyndin, Máretaníumaðurinn, sem sýnd verður samdægurs klukkan 15 í Bíó Paradís og eru miðar á sýninguna þegar til sölu, sbr., https://bioparadis.is/mynd/306_the-mauritanian.

Dr. Deepa Govindarajan Driver mun á fundinum í Safnahúsinu rekja hvað komið hefur fram í gögnum sem Wikileaks hefur birt um Guantanamó herfangelsið og útskýra lagalega og pólitíska umgjörð þess, en það er enn starfrækt.
Dr. Deepa Govindarajan Driver hefur fylgst með réttarhöldunum í London undanfarin fimm ár þar sem tekist hefur verið á um framsal Julian Assange stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna til að svara til saka þar vegna birtingar á leynilegum plöggum sem sýna meðal annars fram á stríðsglæpi og ólögleg inngrip í innri málefni ríkja.
Dr. Deepa Govindarajan Driver hefur fylgst með þessum réttarhöldum í London af hálfu Haldane-samtaka sósíaliskra lögfræðinga og Sambands vinstri flokkanna á þingi Evrópuráðsins (UEL),

Fundurinn er í fundaröð Ögmundar Jónassonar, Til róttækrar skoðunar í samvinnu við Bíó Paradís og Samstöðina.

Allir eru velkomnir á fundinn.


Ég vek athygli á að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.