Fara í efni

ÞING EVRÓPURÁÐSINS KVATT

ÖJ - og annar til
ÖJ - og annar til

Ég var viðstaddur janúarþing Evrópuráðsins en ég lét þarmeð formlega af þingmennsku þar. Hlotnaðist mér sá heiður að vera gerður að heiðursfélaga þingsins, Honorary associate of the Parliamentary Assembly of the Council of Europe, fyrir framlag til starfa Evrópuráðsins á undanförnum rúmum þremur árum og tók ég við þeirri viðurkenningu úr hendi Pedro Agramunt, sem nú gegnir stöðu forseta þingsins.

Á þinginu var samþykkt skýrsla sem unnin var undir minni verkstjórn um stöðu evrópskrar verkalýðshreyfingar og leiðir til að efla áhrif hennar. Í skýrslunni er fjallað um samhengið á milli vaxandi ójafnaðar í ríkjum Evrópu annars vegar og dvínandi áhrifa verkalýðshreyfingar hins vegar.

Hér er frétt um þessa skýrslu og síðan slóð á skýrsluna sjálfa

Ef kosningar hefðu farið fram á tilsettum tíma á Íslandi hefði einnig tekist að ljúka skýrslu sem ég hef unnið að um stöðu mannréttindamála í Moldóvu en þar hef ég verið tíður gestur á undanförnum misserum sem annar tveggja sérlegra erindreka Evrópuráðsins.

 Á vefsíðu Vinstri flokkanna á þingi Evrópuráðsins skrifaði ég nokkur kveðjuorð og fjallaði jafnframt um hættuna á þöggun. Tók ég dæmi af samskiptum mínum við fulltrúa Evrópusambandsins og Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) en þeir kvörtuðu formlega yfir framgöngu minni á fundum sem ég sat í umboði þings Evrópuráðsins í Genf í júní síðastliðnum.
Þing Evrópuráðsins tók hins vegar upp hanskann fyrir mig og hnykkti síðan á þeirri afstöðu með því að gera mig að nýju að fulltrúa sínum á næsta fundi sömu aðila.

Í kveðjubréfi mínu læt ég þessi bréfaskipti öll fylgja og má sjá öll þessi skrif hér:ÖJ og skjal 2