Fara í efni

ÞINGMÁL Í BEINNI...


Eflaust finnast meirra spennandi útsendingar á veraldarvefnum en af fundi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis sem fram fór í dag. Engu að síður voru umræðurnar áhugaverðar á köflum en Innaríkisráðuneytið sat fyrir svörum og kynnti þingmál komandi vetrar sem undir þessa þingnefnd heyra. Má nefna að umræður spunnust um frumvarp til barnalaga, framtíð dómstóla, skipan lögreglumála og áfengisauglýsingar. Kínverjinn Nubo kom við sögu, jafnræði lífsskoðunarfélaga og trúfélaga, spilakassar og sitthvað annað sem snertir mannréttindi, dómsmál og trúmál.
Með beinum útsendingum sem þessum er Alþingi að opna störf sín enn frekar fyrir almenningi og þannig að rækja lýðræðislega skyldu sína.
Hér má nálagast upptöku af fundinum: http://www.althingi.is/vefur/am.html?lthing=.&nefnd=am