Fara í efni

ÞJÓÐIN AÐ VAKNA?


Í mínum huga leikur enginn vafi á því að almeningur á Íslandi  - yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar - er andvígur því að selja auðlindirnar í hendur fjármálamanna og veita þeim yfirráð yfir þeim hvort sem í formi beins eignarhalds eða ráðstöfunarréttar til mjög langs tíma. Nákvæmlega það mun þó gerast með orkuauðlindir Reykjanesskagans ef ríkisstjórnin grípur ekki í taumana strax. Um aðgerðarleysi í þessu máli mun aldrei verða sátt. Til marks um að þjóðin sé að vakna til vitundar um hve brýnt það er að stöðva einkavæðingu orkuiðnaðarins er undirskriftasöfnun sem hrundið hefur verið af stað á netinu: http://orkuaudlindir.is/
Hér er krafist aðgerða og þjóðaratkvæðagreisðlu um framtíð auðlindanna. Hvort tveggja styð ég.