Fara í efni

ÞORBJÖRG SIGRÍÐUR MEÐ GÓÐA GREIN

Í Fréttablaðinu í dag biritst í dag grein eftir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur um réttarhöld tengdum mannréttindabaráttu Kúrda.

Í umsögn um gein Þorbjargar sagði ég þetta:

 “Mig langar til að þakka kærlega fyrir þessa upplýsandi og prýðilegu grein! Nú verður athyglisvert að sjá hver niðurstaða dómsins verður. Eins og vænta mátti héldur tyrkneska málsvörnin því fram að ekki hafi öll úrræði verið reynd til þrautar innanlands áður en farið var með málið til Strassborgar. Þetta hafa íhaldssamar raddir alla tíð sagt og horfa þá framhjá því að ENGAR trúverðurgar réttarfarsleiðir eru fyrir hendi í Tyrklandi fyrir stjórnmálamenn úr röðum Kúrda sem sæta fangeslun fyrir skoðanir sínar og orð. Það vekur vonir að mannréttindatalsmaður Evrópuráðsinss skuli hafa lagt orð í belg við réttarhöldin eins og sagt er frá í geininni. Ég ítreka kærar þakkir Þorbjörg Sigríður fyrir að færa okkur þessa frásögn!”

Eg hvet lesendur síðunnar að kynna sér skrif Þorbjargar Sigríðar: https://www.frettabladid.is/skodun/leikhus-logfraedinnar/