Fara í efni

ÞVÍ MIÐUR TELST ÉG EKKI ENN TIL MANNVINA

Samkvæmt skilgreiningu Rauða krossins telst ég varla til mannvina. Hins vegar gæti Rauði krossinn hjálpað mér að gerast mannvinur.

Hvernig?

Ég skil auglýsingar Rauða krossins nú um hátíðirnar þannig að til þess að geta kallast mannvinur hljóti maður að styðja ÖLL verkefni Rauða krossins. Á meðal þessara verkefna er að afla fjár til margvíslegs hjálparstarfs. Þar vega fjárhættuspil þungt. Fjárhættuspil Rauða krossins hafa lagt líf fjölda einstaklinga og fjöskyldna þeirra í rúst. Þetta get ég ekki hugsað mér að styðja.


Ef Rauði krossinn legði þessa fjáröflun af er aldrei að vita mema ég stæðist mannvinaprófið.

Mikið yrði ég þakklátur Rauða krossinum ef hann gerði mig verðugan þess að geta kallast mannvinur. Slysavarnafélagið Landsbjörg mætti fara eins að svo og Háskóli Íslands og nú síðast íþróttahreyfingin, ÖBÍ  og UMFÍ sem eru farin að næra sig á óhamingju spilafíkla og ala æsku landsins upp í spilafíkn: Settu spennu í leikinn!

Sjá m.a.:

https://www.frettanetid.is/ithrottahreyfingin-a-haskalegri-braut/

https://www.ogmundur.is/is/greinar/allt-er-i-heiminum-hverfult