ÞVINGANIR Á BANDARÍKJAÞINGI OG SKATTAR ÞAR OG HÉR
Hægri öfgarnar í Repúblikanaflokknum í Bandaríkjunum hafa náð undirtökum í flokknum og þar með á Bandaríkjaþingi. Í Fulltrúadeildinni hefur Repúblikanaflokkurinn meirihluta en Demokrataflokkurinn í Öldungadeildinni.
Því miður hefur Obama forseti verið of eftirgefanlegur við þessi öfl og leyft þeim að kúga sig annars vegar til að viðhalda skattastefnu Bush forvera síns sem létti sköttum af ríkasta hluta þjóðarinnar og hins vegar að hola innan almannaþjóðustuna. Út á þetta gengur slagurinn á Bandaríkjaþingi þessa dagana, þingið neitar að gefa ríkinu lánsheimildir til að reka almannaþjónustuna nema á þessum forsendum. Síðan er vítahringurinn sá að til að ná niður ríkisskuldum þurfa að vera eðlilegar skatttekjur.
Þetta er ljót pólitísk kúgun og varð hún helsta umræðuefni okkar Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Eiithvað ræddum við um skattastefnu hægri sinnaðra markaðssinna almennt og horfðum til Íslands.
sbr. hér:
http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=21612