Fara í efni

TIL STUÐNINGS HJÚKRUNARFRÆÐINGI

Héraðsdómur Reykjavíkur lógó
Héraðsdómur Reykjavíkur lógó
Sakamál á hendur hjúkrunarfræðingi þar sem krafist er fangelsis fyrir að valda dauða sjúklings á sjúkrahúsi er með því dapurlegra sem upp hefur komið í okkar þjóðfélagi í langan tíma.

Fram hefur komið að aðstandendur þess einstaklings sem lést voru eindregið andvíg málssókninni og féllu frá hvers kyns kröfum.

Tvennt er óskandi að gerist í þessu máli: Í fyrsta lagi, úr því sem komið er, að hjúkrunarfræðingurinn verði sýknaður. Í öðru lagi að málið verði ekki fordæmisgefandi að því leyti að íslenska réttarkerfið haldi innreið sína í heilbrigðiskerfið með þessum hætti.

Þegar eitthvað fer alvarlega úrskeiðis á sjúkrahúsi er það yfirleitt vegna samverkandi þátta sem sjúkraúsinu ber að taka á en ekki réttarkerfinu með fangelsunum eða hótunum um fangelsi og sektir.
 
Það er ranglátt og líka óskynsamlegt því það getur haft afleitar afleiðingar.

Þessum viðhorfum gerði ég grein fyrir opinberlega þegar þessi málssókn hófst:
https://www.ogmundur.is/is/greinar/akaera-um-manndrap-felagslegt-og-sidferdilegt-glapraedi

https://www.ogmundur.is/is/greinar/i-kviku-tilfinninganna