UGGVÆNLEGAR UPPLÝSINGAR FRÁ FORSTJÓRA PERSÓNUVERNDAR
Á þingi BSRB komu fram athyglisverðar en jafnframt uggvænlegar upplýsingar í erindi Sigrúnar Jóhannesdóttur, forstjóra Persónuv
Það er mjög mikilvægt að hyggjum að því sem hér kemur fram hjá forstjóra Persónuverndar. Í fyrsta lagi má um það deila hversu langt eigi að ganga í eftirliti með starfsfólki. Ég tel fyrir mitt leyti að þar gangi mörg fyrirtæki og stofnanir alltof langt. Þegar það síðan kemur í ljós að þetta er gert án vitundar starfsfólksins hljótum við að mótmæla slíku harðlega. Um allt eftirlit eiga að gilda skýrar reglur og það er grundvallaratriði að starfsfólki sé kunnugt um þær. Krafa BSRB hefur verið sú að slíkar reglur séu settar í samráði og samvinnu við samtök launafólks og hefur sem betur fer komið fram vilji til slíks af hálfu margra atvinnurekenda.
Færum út mannhelgina !
Í setningarræðu minni við byrjun þingsins vék ég m.a. að þessum málum á eftirfarandi hátt: "Öll samskipti einstaklinga og stofnana eru nú auðveldari og greiðfærari. En þessu hafa einnig fylgt erfiðleikar og vandkvæði. Hvernig á að fara með rétt einstaklinganna á vinnustaðnum sem fá til sín prívatpóstinn á tölvunni sem heyrir atvinnurekandanum til. Hvað skal vera hvers? Hvar á að draga markalínur – hversu langt nær landhelgi vinnustaðarins og hvar tekur mannhelgi starfsmannsins við. Hjá BSRB höfum við varið miklum tíma til að efna til umræðu um álitamál sem þessu tengjast. Hér verða lausnirnar ekki fundnar í svarthvítum litum heldur í samkomulagi og sátt sem skapast smám saman. "
Í ljósi þess sem nú hefur komið fram frá forstjóra Persónuverndar er ástæða til að hefja á loft kröfuna um útfærslu mannhelginnar.
Sjá ræðu forstjóra Persónuverndar HÉR