Fara í efni

UM FIDJI-EYJAR OG ALÞJÓÐA-GJALDEYRIS-SJÓÐINN

Kæri Ögmundur....
Það eru margir góðir pistlar lesenda á vefsíðunni þinni í dag og það kemur fyllilega í ljós að fólk virðir þig af persónulegum verðleikum þínum sem íslensks stjórnmálamanns sem hefur hagsmuni íslensku þjóðarinnar og föðurlandsins ofar öllu!  Þetta verður að skilja og virða og gleyma aldrei. Ég hef sagt áður að Íslenska þjóðin er svo lánsöm að eignast merkilega dætur og syni ( sem ég hef nefnt áður ) þegar mest liggur við, þú er sá sem ert útvalinn nú og ég og allir góðir Íslendingar styðja þig og eru þér þakklátir!
Ég nefni sérstaklega pistil Jóns Lárussonar með fyrirsögninni DÆMISAGA FRÁ FÍDJI!
Jón segir í svo mörgum orðum í pistli sínum "að fólki sé orðið ljóst að það skipti minnstu máli hvaða stjórnmálaflokki maðurinn er í, það sem skiptir ÖLLU máli er hvort stefna og gjörðir mannsins sé íslensku þjóðinni til farsældar!" Ég er fullkomlega sammála Jóni Lárussyni.  Ég vil ganga það langt að segja að allur hugsunarháttur heilbrigðs Íslendings, hvað þá fulltrúa þjóðarinnar á háttvirtu Alþingi, eigi að grundvallast á hagsmunum lands og þjóðar! Heilagastir eru tilveruhagsmunir Íslensku þjóðarinnar!
Meðfylgjandi greinin eftir Leo Tolstoy þýdd af Agli Helga Lárussyni, er ágætt dæmi þess sem bíður íslensku þjóðarinnar ef núverandi stjórnvöld og Alþingi leikur af sér!
Það sem vantar í greinina er að Englendingar gáfust að mestu upp á að þræla Fídji búum á ökrunum því seinni kynslóðir Fídji búa risu upp gegn því, en þá tóku Englendingar upp á því að flytja inn öreiga frá Indlandi til þrælkunarinnar. Indverjunum fjölgaði svo mikið á Fíjieyjunum að þeir tóku yfir stjórn landsins seint á öldinni sem leið.  Þeir höfðu gerst fjölmennari en sjálfir Fídjibúar sem töpuðu fyrir þeim í "lýðræðislegum" kosningum!  Fídji búar gerðu þá blóðuga uppreisn og tóku völdin og samþykktu lög sem eiga að koma í veg fyrir að Indverjar geti komist til valda aftur!  Enn bankarnir ráða enn lögum og lögum, sama hverjir stjórna, og ráðamenn þeirra sitja enn í Englandi og Bandaríkjunum.
Höfum í huga hvað breski Gyðingurinn Amschel Mayer Rothschild (1773-1855) sagði um alvöru stjórnvald! "Give me control over a nation´s economy-money, and I care not who writes its laws!"  Þetta er sannleikur og staðreynd sem er nú að þróast í alþjóða auðvalds hnattvæðinguna. 
Ef við ætlum ekki að gerast þrælar alþjóða auðvaldsins, þá verðum við skilja að bankar verða að vera í eign þjóðarinnar og starfa í þágu þjóðarinnar. Banka má aldrei einkavæða og gerast verkfæri bankaræningja og auðvaldskúgara, enda ættum við að hafa lært lexíuna á undanförnum árum.  Við megum ekki leyfa bönkum vorum að starfa erlendis fyrir útlendinga, og við megum alls ekki leyfa erlendum bönkum að starfa á Íslandi. Við eigum að hætta öllu fjármálafyrirtækjabraski, það er stórhættulegt og óhagkvæmt!  Ef fólk ætlar að þéna, verður það að skapa verðmæti til þess, annað er óheilbrigt og óeðlilegt! 
Við verðum að vinna fyrir gjaldeirsforða þjóðarinnar með útflutningi og þjónustu. Það er glæpsamlegt að taka stórlán á okurvöxtum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að skapa gervi gjaldeyrissjóð. Við eigum að hætta að snapa eftir lánum um alla heimsbyggðina til að borga lán af lánum og gróða blóðsuga!   Við eigum að reka Alþjóðagjaldeyrissjóðinn úr landi, strax!
Eins og komið er eftir hræðilega óstjórn, eyðslu, sukk og svínarí undanfarin 20 ár sem hefur ekki lynt með núverandi stjórnvöldum, þá er þjóðin orðin fátæk, sárafátæk og verður svo á næstu árum!
Þá er spurningin sem Ágúst Valves Jóhannesson svaraði á vefsíðu Ögmundar 17. ágúst 2009:  FREKAR VIL ÉG VERA FRJÁLS ÖREIGI, EN SKULDUM VAFINN ÞRÆLL!  Hvað finnst þér góður lesandi, sá er þetta ritar sér ekki aðra kosti næstkomandi ár!
Kveðja,
Helgi