Fara í efni

UM KOSNINGARNAR Á SAMSTÖÐINNI OG BYLGJUNNI

Í nýliðinni viku var mér boðið í viðtal á tveimur fjölmiðlum, Samstöðinni hjá Gunnari Smára að hans Rauða borði og síðan í morgunútvarp Bylgjunnar - Í Bítið -hjá þeim Heimi og Lilju Katrínu. 

Á báðum stöðvunum var að sjálfsögðu rætt um nýafstaðnar kosningar bæði í þröngu og víðu samhengi. Einnig var rætt um skattlagningu lífeyris, hvenær ætti að skattleggja hann, við inngreiðslu í lífeyirssjóð eða við útborgun úr sjóðnum. Ég hef verið fylgjandi fyrri kostinum.

Auðvitað voru það heilmikil tíðindi og slæm hver kosningaúrslitin voru. Því það voru þau. Nú á eftir rýna í þetta í þaula.

Í þessum fyrstu viðbrögðum mínum hef ég haldið mig við það sem ég hef áður sagt að fyrir löngu var orðið fyrirsjáanlegt að Vinstrihreyfingin grænt framboð hefði fjarlægst uppruna sinn og að upphaflegir stuðningsmenn hefðu margir sagt skilið við flokkinn. Að niðurstaðan yrði þessi var þó nokkuð sem kom á óvart því þótt margir hefðu yfirgefið flokkinn höfðu án efa margt nýtt fólk komið til liðs við hann á nýjum forsendum.

Þetta er verðugt umhugsunarefni en ég læt frekari vangaveltur bíða að sinni og læt nægja að vísa í framangreind viðtöl. Hér slóð á spjall okkar Gunnars Smára við Rauða borðið á Samstöðinni mánudginn 2. desember: https://www.youtube.com/watch?v=o6Tj-cjKQP8

 

Hér að neðan eru slóðir á annars vegar Bítið, þriðjudaginn 3. desember og hins vegar umfjöllun á vísi.is:

https://www.visir.is/k/e9892376-48c2-4db2-9197-7d5ccbc92fa5-1733212161894/bitid-vg-mun-lifa-sammala-ingu-um-lifeyrissjodina

https://www.visir.is/g/20242658886d/ad-starfa-med-sjalfstaedisflokknum-eins-og-ad-saenga-hja-isbirni

 

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.