Fara í efni

UM LÝÐRÆÐI OG FORGANGSRÖÐUN Í STJÓRNMÁLUM


Silfur Egils var fjölbreytt einsog oft áður og bauð upp á margt ákaflega umhugsunarvert og fréttnæmt. Fram kom að Lilja Mósesdóttir, formaður Viðskiptanefndar Alþingis, ætlar að kalla Fjármálaeftirlitið fyrir nefndina í vikunni til að ganga eftir því hvernig aðhaldi er beitt af þess hálfu gagnvart mismunun í fjármálaheiminum. Ekki veitir af. En gott er að vita af sívökulli Lilju Mósesdóttur á sínum pósti á Alþingi.
Annars vil ég sérstaklega vekja athygli á ítarlegu viðtali við Einar Guðmundsson, lækni, í Silfri Egils í dag. Einar talaði með lýðræðinu, gegn forræðishyggjunni, með virðingu fyrir samferðarfólki, gegn foringjadýrkun, með málefnalegri umræðu gegn klisjutali. Hann var sannast sagna kyngimagnaður. Hann sagði að á Íslandi hefðum við farið illa með lýðræðið. Við þyrftum að vanda okkur betur. Stjórnmálamönnum hætti til  að forgangsraða í eigin þágu en ekki alamnnahags. Fyrst kæmu þeir sjálfir, síðan fokkurinn, síðast kæmi þjóðin. Þetta ætti að vera öfugt. Einar sagði margt fleira sem vert er að gefa gaum að. Það gerðu einnig ýmsir aðrir í þættinum. Hér er slóðin á Silfur dagsins: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4472548/2010/01/17/2/