Fara í efni

UPPÁKLÆDDUR KAPÍTALISMI


Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 30/31.01.21.
Al­heimskrepp­ur kenna margt. Meðal ann­ars það að þótt við get­um kom­ist af án þess að fara í bíó eða til út­landa, án þess að gera margt sem okk­ur finnst skemmti­legt, þá eru engu að síður þeir þætt­ir í til­ver­unni sem við get­um illa verið án.

Við get­um ekki verið án heil­brigðisþjón­ustu, í síðustu lög vilj­um við loka skól­um barn­anna okk­ar; klóak, vatn, heitt og kalt, og að sjálf­sögðu raf­magn þurf­um við að hafa og slökkvilið.

Með öðrum orðum, grunnþjón­usta þarf að vera fyr­ir hendi, líka í krepp­um. Hún er kjöl­fest­an í nú­tíma­sam­fé­lagi.

Þetta vita fjár­fest­arn­ir, hand­haf­ar fjár­magns­ins. Und­an­farna þrjá ára­tugi hafa skipu­lögð sam­tök þeirra á heimsvísu kapp­kostað að kom­ast yfir þessa ör­ugg­ustu fjár­fest­ingu sem til er. Mark­miðið hef­ur verið að ná innviðum sam­fé­lags­ins und­an hand­ar­jaðri þess og í sín­ar hend­ur. Við þetta hafa menn baukað í sín­um horn­um en með vax­andi þunga í alþjóðlegu sam­starfi.

Á tí­unda ára­tugn­um reyndi auðríkja­klúbbur­inn OECD ár­ang­urs­laust fyr­ir sér með MAI-samn­ing­ana (Mul­tila­ter­al Agreement on In­vest­ment); um miðjan tí­unda ára­tug­inn var Alþjóðaviðskipta­stofn­un­in (WTO) sett á lagg­irn­ar og svo­kölluð GATS-samn­ingalota (Gener­al Agreement on Tra­de in Services) hófst. Hún gekk ein­mitt út á að markaðsvæða innviði sam­fé­lag­anna, en mætti and­spyrnu og var bremsuð af – í bili.

Stór­kapítalið var nefni­lega ekki af baki dottið og hófst nú handa um að end­ur­ræsa viðræðurn­ar á bak við tjöld­in.

Rikis­stjórn­ir vest­an hafs og aust­an voru held­ur bet­ur til í tuskið. Viðskiptaráðherra Obam­as sagði í umboði for­seta síns að nú væri um að gera fyr­ir „þróuðu“ rík­in að semja á grund­velli markaðsvæðing­ar, önn­ur ríki sæju sig knú­in til að koma á eft­ir. Í Brus­sel var þessu fagnað og uppi á Íslandi var þess­um boðskap einnig vel tekið. Komið var árið 2014.

En svo kom árið 2016 með Don­ald nokk­urn Trump und­ir stýri. Hann vildi enga slíka alþjóðavæðingu og stöðvaði því hraðsigl­ingu Obama-stjórn­ar­inn­ar með milli­ríkjaviðskipta- og fjár­fest­inga­samn­inga byggða á TiSA-samn­ing­un­um svo­kölluðu (Tra­de in Services Agreement).

Það óhugn­an­lega við þessa samn­inga eru að sjálf­sögðu skuld­bind­ing­arn­ar um markaðsvæðingu innviða sam­fé­lag­anna en einnig hitt að deilu­mál verði leyst fyr­ir gerðardóm­um með aðkomu auðhring­anna. Þar með yrði grafið und­an rétt­ar­rík­inu á heimsvísu – hvorki meira né minna.

Og út á það geng­ur leik­ur­inn: Að skáka þjóðrík­inu til hliðar og greiða götu auðvalds­ins sem nú er á góðri leið með að ná und­ir sig öll­um helstu stofn­un­um Sam­einuðu þjóðanna með því að pumpa í þær fjár­mun­um.

Sam­koma auðhringa heims­ins og handlang­ara þeirra í Dav­os í Sviss kall­ar sig World Economic For­um og þyk­ist sú sam­koma nú vera rödd heims­ins í um­hverf­is- og sam­fé­lags­mál­um. Hrok­inn verður skilj­an­leg­ur þegar haft er í huga að World Economic For­um hef­ur gert sam­komu­lag við Sam­einuðu þjóðirn­ar um að leiða heim­inn inn á far­sæl­ar braut­ir und­ir slag­orðinu „Stra­tegic partners­hip“ og sjálft skil­grein­ir World Economic For­um sig sem „the in­ternati­onal org­an­izati­on for pu­blic-pri­vate partners­hip“, PPP, sam­starf einkafram­taks og hins op­in­bera.

En þegar hér er komið sögu fer að fara um marg­an mann­inn sem bar­ist hef­ur gegn ásælni markaðsafl­anna inn í grunnþjón­ustu sam­fé­lag­anna. Fyrst var bar­ist gegn einka­væðingu. Hún hét bara því heiðarlega nafni, en svo þegar óorð var komið á hana var hún kölluð einkafram­kvæmd (á ensku Pri­vate Fin­ance Initiati­ve, PFI) og þegar óorð var komið á PFI var end­ur­skírt og kallað, ja viti menn, PPP, Pri­vate Pu­blic Partners­hip. Inni­haldið það sama, en nú var kapí­tal­ism­inn orðinn uppá­klædd­ur sem aldrei fyrr.

Og nú seg­ist auðvaldið í Dav­os ætla að „end­ur­ræsa“ kapí­tal­ismann eft­ir Covid, „the Great Re­set“. All­ir verði um­hverf­i­s­væn­ir og sam­fé­lags­leg ábyrgð í há­veg­um, læknað og líknað og börn­un­um kennt að lesa en kannski búin til stöku sprengju­vél til að halda uppi nauðsyn­leg­um aga.

Hvað bíður okk­ar? Biden er sest­ur við stjórn­völ­inn vestra og skoðana­systkini hans stýra aust­an Atlantsál­anna.

Auðhring­ar heims­ins hugsa því gott til glóðar­inn­ar. Þeir tala mjúk­lega, segj­ast ætla að passa bet­ur upp á aðþrengda jörð, og mis­skipt­an heim en, og takið nú eft­ir, með þessu móti megi stækka kök­una! Það er þeirra von­ar­stjarna sem alltaf fyrr.

En hvað ætl­um við, al­menn­ing­ur, að gera, láta stela heim­in­um frá okk­ur á þenn­an hátt?

Er hætta á því að lýðræði verið látið víkja fyr­ir auðræði?

Já, það er hætta á því.