VANTRAUST RÆTT Á ALÞINGI Á MORGUN
23.11.2008
Samkomulag náðist um það í dag að á morgun fari fram umræða á Alþingi um vantraust á ríkisstjórnina. Ég sé á netinu að sá misskilningur er uppi að umræðan fari fram á þriðjudagskvöld og að deilt sé um tímasetningu. Svo er ekki. Sá valkostur var vissulega ræddur að hafa umræðuna á þriðjudagskvöld en niðurstaðan varð sú eftir viðræður þingflokksformanna og forseta í dag að hún skyldi fara fram á morgun enda eðlilegast að líta á vantraustið sem dagskrártillögu sem taka beri fyrir þegar í stað. Um endanlegar tillögur forseta Alþingis um fyrirkomulag umræðnanna náðist ágætt samkomulag .
Fróðlegt verður að heyra hvernig stjórnarmeirihlutinn kemur til með að réttlæta þá afstöðu að hunsa beri kröfur um kosningar í landinu.