Fara í efni

VAR FLUGFÉLAG ÍSLANDS EKKI Í SA?

Flugfel -aIC - nota
Flugfel -aIC - nota


Var, segi ég því nú heitir þetta félag Air Iceland Connect.
Stjórnendiur Flugfélags Íslands eru annað hvort latir eða eitthvað þaðan af verra.

Latir, ef þeir telja það vera of mikla fyrirhöfn að heita íslensku nafni og eitthvað þaðan af verra ef þeir telja sig vera að smella inn í tískuna með því að kalla sig útlendu nafni sem er sagt tilkomið vegna þess að það tengi m.a. svo vel við íslenska náttúru! Kannski líka íslenska menningu?

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor, telur reyndar að þetta sé öfugt, hafi ekkert með tengingar að gera, Iceland Air Connect finnist einfaldlega hallærislegt að heita íslensku nafni. http://eyjan.pressan.is/frettir/2017/05/24/eirikur-segir-flugfelagid-hafa-gefist-upp-islenskan-er-hallaerisleg/ 

En það er af gefnu tilefni sem ég spyr hvort Flugfélag Íslands hafi ekki verið í Samtökum atvinnurekenda. Það var nefnilega SA sem í vetur leið hreif okkur svo mjög með baráttu sinni fyrir íslenskri tungu. Á ráðstefnu þeirra SA manna í Hörpu í vetur var stigið á stokk og hver á fætur öðrum lýstu forystumenn úr atvinnulífinu því yfir að til mikils væri að vinna að efla tungu okkar. Menn ætluðu að berjast og jafnvel svitna fyrir íslenskuna. Menn vita sem er að það er enginn vandi að leggja íslenskuna niður. Þarf bara smá hirðuleysi og leti. https://www.ogmundur.is/is/greinar/a-hlaupabretti-islenskunnar

Kannski fannst þeim hjá Air Iceland Connect þetta hallærislegt hjá Halldóri Benjamín, hinum unga og kröftuga framkvæmdastjóra SA,  eða þau hafa hreinlega ekki nennt að hlusta.

Þetta breytir því ekki að ég óska innanlandsfluginu okkar alls góðs, hvort sem það eru Ernir, Mýflug eða Air Iceland Connect eða önnur félög hvaða nafni sem þau kunna að nefnast.
 
En hálf þykir mér þessi nafnabreyting á Flugfélagi Íslands vera dapurelg. Hún connectar alla vega ekki við mig.