Vara við einkavæðingu og vilja læra af Íslendingum!
Í laugardagsútgáfu Morgunblaðsins er stórfróðlegt viðtal við tvo bandaríska þingmenn frá Kaliforníu um hin "herfilegu mistök" við einkavæðingu raforkunnar. Annar þingmaðurinn er demokrati, hinn repúblikani.
Eftirfarandi kemur fram í grein Morgunblaðsins: " " Ég er demokrati," segir (Dede) Alpert "og frá mínum sjónarhóli er þessi reynsla okkar röksemd gegn einkavæðingunni. Við þurfum nú orðið öll á raforku að halda eins og vatni, þetta er náttúruauðlind sem mér finnst að eigi að vera sameign allra. Og menn eiga að velta meira fyrir sér hve mikilvægt sé að treysta því að orkan sé ávallt til staðar og þessi mál skipulögð með hagsmuni allra íbúanna að leiðarljósi. Ég tel því að við höfum gert mistök en kannski hefur Beuce (McPherson) aðra sýn á þessi mál." En hann segist ekki halda að hægt verði að taka aftur upp hugmyndirnar um einkavæðingu. "Þetta mistókst svo herfilega... Þetta er meðal annars ástæðan fyrir því að við komum hingað, við viljum sjá hvernig þið takið á þessum málum..."
Það er nefnilega það. Skyldu þau hafa fengið forskrift hjá Valgerði Sverrisdóttur iðnaðarráðherra um hvernig eigi að standa vörð um sameignir þjóðarinnar með sérstakri hliðsjón af áformum ríkisstjórnarinar að einkavæða raforkugeirann og vatnið? Það er ekki laust við að tilhugsunin valdi depurð.