Fara í efni

VARNAÐARORÐ GUNNARS SKÚLA

Gunnar Smári Ármannsson
Gunnar Smári Ármannsson
Gunnar Skúli Ármannssson, læknir, er kröftugur þjóðfélagsrýnir. Hvet ég fólk til að lesa greinar hans og pistla þegar þeir birtast í blöðum og á netmiðlum því þar er á ferðinni maður sem brýtur málin til mergjar.

Gunnar Skúli hefur fylgst vel með fjölþjóðlegum viðskiptasamingaviðræðum á borð við TiSA - Trade in Services Agreement, sem fram fara nú um stundir og hefur iðulega verið vikið að hér á þessari síðu nú síðast í sambandi við lofstslagsráðstefnuna í París. Á sama tíma og hún var haldin sátu samningamenn ríkustu þjóða heims - þar á meðal Íslands -  á TiSA viðræðufundi í Genf til að ræða hvernig mætti þrengja að lýðræðinu þegar orkumálin væru annars vegar!

Um þetta skrifar Gunnar Skúli Ármannsson í nýlegum pistli.
Niðurlagsorð hans eru þessi:
„... Að samið sé í leyni án vitundar valdsins, þ.e. almennings, um að svifta almenning valdinu til að stjórna og ákvarða framtíð sína. Er það sérkennilegt að þeir sem vilja flytja lýðræðislegt vald almennings til örfárra séu kallaðir landráðamenn?
Þess vegna verðum við almenningur, valdið, að standa á fætur núna og segja stopp, ekki lengra...því við erum valdið en ekki þið."

Pistill Gunnars Skúla í heild sinni:

  http://blog.pressan.is/gunnarsa/2015/12/16/tisa-vs-cop21-i-paris/