VARNAÐARORÐ Í OPNU BRÉFI
08.03.2014
Már Egilsson er ungur læknir nýkominn til starfa á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hann birti í vikunni opið bréf til heilbrigðisráðherra þar sem hann spyr hvernig boðaður niðurskurður í heilsugæslunni samræmist kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins en Már segir þetta líklega ganga í berhögg við yfirlýsta stefnu allra flokka á Alþingi.
Í bréfi sem Már Egilsson hefur sent þingmönnum þar sem hann vekur athygli okkar á opnu bréfi sínu, segir m.a. að fyrirhugaður niðurskurður gæti gengið að „heilsugæslunni dauðri líkt og tókst næstum því að gera með Landspítalann. Þetta mun þar að auki stórauka kostnað við rekstur heilbrigðiskerfisins."
Það er ástæða til að þakka Má Egilssyni og talsmönnum heilsugæslunnar sem hafa látið frá sér heyra að undanförnu um þá grafalvarlegu stöðu sem blasir við í heilsgæslunni vegna niðurskurðar. Af þeirra hálfu hefur meðal annars komið fram að álgaið á bráðamóttöku Landspítalans, svo dæmi sé tekið, aukist í réttu hlutfalli við niðurskurðinn í heilsugæslunni.
Í bréfi sem Már Egilsson hefur sent þingmönnum þar sem hann vekur athygli okkar á opnu bréfi sínu, segir m.a. að fyrirhugaður niðurskurður gæti gengið að „heilsugæslunni dauðri líkt og tókst næstum því að gera með Landspítalann. Þetta mun þar að auki stórauka kostnað við rekstur heilbrigðiskerfisins."
Það er ástæða til að þakka Má Egilssyni og talsmönnum heilsugæslunnar sem hafa látið frá sér heyra að undanförnu um þá grafalvarlegu stöðu sem blasir við í heilsgæslunni vegna niðurskurðar. Af þeirra hálfu hefur meðal annars komið fram að álgaið á bráðamóttöku Landspítalans, svo dæmi sé tekið, aukist í réttu hlutfalli við niðurskurðinn í heilsugæslunni.
Stjórnvöldum ber að hlusta á þessi varnaðarorð og taka þau alvarlega.
Sjá opið bréf Más Egilssonar í Vísi.