VERÐUR ORKUPAKKA 3 HAFNAÐ EÐA VERÐUR KROPIÐ?
Það hefur alltaf verið svoldið óþægilegt þegar mál sem tengjast Evrópusambandinu hafa komið inn fyrir dyr Alþingis þá gufar allt sjáfstraust Samfylkingarinnar upp og hún verður ófær um að hugsa sjálfstætt. Svo lengi sem ég man eftir hefur hún tekið á ESB málum sem trúflokkur fremur en sem stjórnmálaflokkur. Sama á við um stjórnmálaflokkinn Viðreisn sem ekki er aðeins dogmatískur hægri flokkur heldur Brussel-flokkur par exellence. Þess vegna gerðist það að Viðreisn og Samfylkingin buðu ríkisstjórninni að styðja hana við afgreiðslu Raforkupakka 3 ef einhver vandræði yrðu uppi í stjórnarflokkunum. Bæði Samfylkingin og Viðreisn sögðu að þetta væri sjálfsagt mál – gegn vægu gjaldi.
Í gær var okkur sagt í fréttum að einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins væru pakkanum andvígir og einhver gagnrýni væri í Framsókn en að frá VG heyrðist ekkert!
Ég er ekki enn farinn að trúa þögninni frá VG. Í mínum eyrum verður hún sífellt háværari.
Nú er spurt, verður a) pakkanum hafnað eins og eina vitið er að gera eða b) verður lagst á hnén og beðið um einhverja sérmeðhöndlum sem allir mega vita að heldur ekki eða c) verður bara kropið?
Sjáum hvað setur. Þetta verður fróðlegt.
En takiði frá laugardaginn 6. apríl klukkan 12. Þá förum við yfir Orkupakka 3 í Safnahúsinu með færustu sérfræðingum landsins í fundaröðinni, Til róttækrar skoðunar. Þá verður Orkupakki 3 tekinn til slíkrar skoðunar.