Fara í efni

VERSLUNARHAGSMUNIR GEGN ALMANNAHAGSMUNUM

Árni Guðmundsson, uppeldisfræðingur og kennari við Háskóla Íslands, sem fer fyrir Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum hefur sýnt ótrúlegt úthald á undaförnum árum og aldrei gefist upp en nú er eins og samfélagið sé að vakna enda yfirgangur áfengissala með ólíkindum. Hann á nokkur vel valin orð í þessari fréttaskýringu á RÚV https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir/30762/ag9n4e/ahrifavaldar-auglysa-afengi

Í síðustu viku skýrðu forsvarsmenn Hagkaupa frá því að þeir myndu ekki bíða lengur eftir því að Alþingi gerði þeim löglegt að selja áfengi í verslunum sínum og komast þannig yfir ábatasöm viðskipti með áfengi.

Talsmaður verslunarkeðjunnar sagði að lengi hefði verið gert ráð fyrir því í skipulagi verslunarinnar að áfengi kæmi þar í hillurnar en nú yrði ekki lengur beðið: Hagkaup opna netverslun með áfengi (mbl.is)

Þetta var rætt í síðdegisútvarpi Bylgjunnar í lok síðustu viku:

https://www.visir.is/k/73492e57-2686-4422-af92-2cb1dc69e454-1716486387967/reykjavik-siddegis-medan-ramminn-er-ekki-skyr-litum-vid-a-ad-netafengissala-se-leyfd

https://www.visir.is/k/73492e57-2686-4422-af92-2cb1dc69e454-1716486478129/reykjavik-siddegis-verd-sennilega-ekki-vidskiptavinur-hagkaups-ef-thessu-vindur-svona-fram-skyrt-logbrot

https://www.visir.is/k/73492e57-2686-4422-af92-2cb1dc69e454-1716486835631/reykjavik-siddegis-aetlar-ad-lata-skoda-stod: https://www.foreldrasamtok.is/una-a-netsolu-afengis

Fyrrnefnd Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hafa verið starfandi um árabil og barist gegn ágengum áfengisbransanum. Þau brugðust við þessum fréttum með því að hvetja til sniðgöngu á Hagkaup.

Ég hvet lesendur til að kynna sér heimasíðu Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Þar kemur fram að netssölumenn eru farnir að nýta sér «áhrifavalda» til að örva áhuga ungs fólks á áfengisdrykkju og einnig er vakin athygli á heimasíðnni á vaxandi áfengisneyslu ungmenna. Þá er að finna umfjöllun um ágengni netsölumanna sumra gagnvart ungu fólki: https://www.foreldrasamtok.is/

Ekki eru allir sáttir við málflutning okkar sem viljum viðhalda ÁTVR og ekki sleppa vínsölunni í hendur almennrar verslunar. Vísa ég þar í bréf Arnars Sigurðssonar til heimasiðunnar en hann vill fá svör sem hann að sjálfsögðu fær, SJÁ:  https://www.ogmundur.is/is/fra-lesendum/arnar-s-spyr-ogmundur-j-svarar 

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.