VIÐ ERUM FÓLKIÐ SEM VIÐ HÖFUM VERIÐ AÐ BÍÐA EFTIR!
Vinur minn einn sem segir að róttækustu og jafnframt bjartsýnustu raddir í heiminum um þessar mundir séu raddir afrískra kvenna.
Sjálfur er ég pólitískt sjóndapur þegar kemur að því að kyngreina róttækni. Í mínum huga er margsannað að slíkt er meira en lítið varasamt.
Undirokað fólk sem rís upp er hins vegar fólkið sem breytir heiminum. Og vissulega eru konur víða undirokaðri en karlar. Þannig að vinur minn gæti haft rétt fyrir sér að nokkru leyti þegar allt kemur til alls.
Dr. Robtel Neajai Pailey, menntakona frá Líberíu í Afríku, hélt nýlega ræðu við athöfn til að minnast þess að 177 ár væru liðin frá því að Líberíumenn samþykktu stjórnarskrá og lýstu yfir sjálfstæði árið 1847.
Og hvílík ræða, hvílík eldmessa; róttæk, huguð, hvetjandi – allt þetta í senn. Já, og bjartsýn, stundin er runnin upp til að breyta heiminum. Öxlum ábyrgð: Við erum fólkið sem við höfum verið að bíða eftir!!!
Ekki leikur nokkur vafi á því í mínum huga að Afríka er að rísa upp gegn ræningjum evrópska og bandaríska kapítalismans, ekki bara í Líberíu er vakning, sama er að gerast víðar, í Burkina Faso, Niger, Mali...
Hér er ræðan á youtube:
https://www.youtube.com/watch?v=TMX-Jzphh_w&t=50s
-----------------------------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.