Fara í efni

VIÐ ÞURFUM Á VINSTRI PÓLITÍK AÐ HALDA

Ég settist við Rauða borðið hjá Gunnari Smára Egilssyni á Samstöðinni í vikunni til að ræða um vinstri pólitík og þörfina á að endurreisa hana. Varla seinna vænna í ljósi þess hvernig markaðshyggjuöflin eru að fara með samfélag okkar og reyndar heiminn allan. 
Hér eru samræður okkar Gunnars Smára á youtube: https://www.youtube.com/watch?v=snyfWNxP4N8 

Þátturinn hafði upp á meira að bjóða en samtal okkar Gunnars Smára. Í öðrum hluta þáttarins var rætt við Sögu Kjaratansdóttur hjá ASÍ um stöðu erlends launafólks á Íslandi og kom þar mjög margt áhugavert fram. Í síðasta þriðjunginn af þættinum var síðan mættur stjórnmálaprófessorinn Valur Ingimundarson en áhugavert var að hlýða á útskýringar hans og vangaveltur um BRICS, eins konar bandalag um efnahags- og peningamál sem er að líta dagsins ljós og gæti ógnað efnahagslegum heimsyfirráðum Bandaríkjanna og gömlu nýlenduveldanna í Evrópu. https://www.youtube.com/watch?v=xLiO38h2K0c