VILJI TIL NÝSKÖPUNAR INNAN ALMANNAÞJÓNUSTUNNAR
Þessa dagana er haldin í Reykjavík ráðstefna á vegum norrænu verkalýðssamtakanna NTR (einkum bæjarstarfsmenn) en BSRB á þar aðild. Á ráðstefnunni er fjallað um nýsköpun og endurnýjun innan almannaþjónustunnar en NTR hefur beitt sér fyrir kröftugri umræðu um þetta efni. Í ávarpi Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarstjóra í Reykjavík, til ráðstefnugesta greindi hann frá könnun sem gerð hefur verið á vegum borgarinnar um viðhorf starfsmanna. Þar kom fram mjög mikill og víðtækur vilji starfsmanna að leggja sig fram um að
Þetta var gott innlegg í umræðu um leiðir til að bæta almannaþjónustuna og ber þess vott að starfsmenn almannaþjónustunnar eru tilbúnir að laga sig að breyttum aðstæðum megi það verða til þess að bæta þjónustuna.
Sjá nánar hér