Fara í efni

VILJUM VIÐ AÐ ÞAU VÍSI VEGINN INN Í FRAMTÍÐINA?

Á sama tíma og Hafnfirðingar greiddu atkvæði um hvort heimila eigi stækkun álversins í Straumsvík flugu þau Valgerður Sverrisdóttir (Framsóknarflokki) og Geir H. Haarde (Sjálfstæðisflokki),  sem sérstakir heiðursgestir Alcoa til Reyðarfjarðar að skála fyrir opnun álversins þar. Spurning er hvers vegna Valgerður, sem nú gegnir stöðu utanríkisráðherra sem kunnugt er, fer þessara erindagjörða fremur en núverandi iðnaðarráðherra, Jón Sigurðsson. Valgerður þykir án efa vel að því komin að fagna opnun þessarar verksmiðju enda framganga hennar í þágu Alcoa og stóriðju almennt, eflaust talin mikils virði. Félögum mínum í VG í Skagafirði þóttu borðaklippingar þeirra Geirs og Valgerðar táknræn um ásetning þeirra að gera þá öld sem nú er gengin í garð að sannkallaðri álöld, sbr.: http://www.skagafjordur.com/vg/index.php?pid=1060&cid=8052
En eftir stendur sú spurning hvort við viljum að þau Valgerður Sverrisdóttir og Geir H. Haarde vísi Íslendingum leiðina inn í framtíðina?