Vinátta eða hlýðni?
27.03.2004
Í bréfi frá Þrándi hér á síðunni í dag eru athyglisverðar vangavletur um siðferðið í Hvíta húsinu í Washington,um hefnigirni og fyrirgefningu syndann og síðast en ekki síst um vináttuna. Þrándi þykir íslenskir ráðamenn rugla saman vináttu annars vegar og hlýðni hins vegar. Vináttan eins og þeir túlka hana, segir hann " krefst hlýðni, leyfir engar efasemdir og kallar fram kostulegan hroka hjá forsætisráðherra á förum, eða sagði hann ekki eitthvað í þessa veru: Spánverjar eru skítseyði að kjósa yfir sig stjórn sem er á móti því sem vinir okkar vestra telja skynsamlegt – vona að það komi aldrei fyrir vora þjóð. Er ekki til annað orð yfir svona ,,vináttu”? " Sjá bréf Þrándar.