Fara í efni

VLADIMIR STOUPEL Í HEIMSÓKN


Góður vinur og frábær listamaður stingur niður fæti á klakanum um næstu máðamót og ætlar að ylja okkur með fallegri píanótónlist. Þar sem mér hafði borist njósn af þessari heimsókn vildi ég koma því á framfæri að hann verður með einleikstónleika föstudagskvöldið 1. febrúar, klukkan 19:30, í sal Menntaskóla í tónlist, Skipholti 33. 

Um dagskrána má fræðast á slóðunum hér fyrir neðan. Sjálfur er ég ekki heimsins mesti spesíalisti í klassískri píanótónlist en nógu mikið veit ég til að geta fullyrt að enginn verður svikinn af Vladimir Stoupel.

https://www.lhi.is/vidburdur/vladimir-stoupel-med-tonleika-og-masterklassa

 https://www.facebook.com/events/1056723367848490/