AÐ HRUNI KOMINN Maí 2007

HEFÐIR ÞÚ SKRIFAÐ SVONA FRÉTT?

...Hefðir þú skrifað svona frétt á gamla RÚV? Þetta er reyndar dæmigert um gagnrýnislausa - eða kannski hlutdræga - fréttamennsku, sem nú tíðkast í alltof ríkum mæli. Í kvöld var sagt frá því í hinu opinbera hlutafélaqi RÚV, að SA og ASÍ tækju nýrri ríkisstjórn afar vel. Síðan var birtur viðtalsbútur við forseta ASÍ þar sem hann kvaðst "hóflega bjartsýnn" en reynslan yrði að kveða upp sinn dóm. Gefa þessi ummæli tilefni til fullyrðinga RÚV ohf.?
Gamall hippi eða ef til vill ungur, spurning um ljósár eða jafnvel ríkistjórn.

Lesa meira

FRÉTTASKÝRENDUR OG BJÖRN BJARNASON

...Ég vona að við séum mörg sem bíðum eftir því að fréttaskýrendur og leiðarahöfundar taki til alvarlegrar umræðu áhrif auðmanna á opinberar umræður með auglýsingum, og með því að hafa menn í vinnu. Kannske þurfum við að bíða jafn lengi eftir umræðum um það eins og viðbrögðum við því að tugur atkvæða Íslendinga í útlöndum voru ónýtt fyrir mistök. Er það ekki álíka alvarlegt fyrir lýðræðiselskandi þjóð og ef upp kæmu 102% atkvæða úr kjörkassa í Reykjavík norður? En spá mín er sem sé sú að Björn verði ekki í Baugsstjórninni.
Ólína

Lesa meira

ÞAÐ HVERFÐIST UNDIR BJARKAR BÖRK...

...Það er ekkert nýtt undir sólinni. Annað en kannski það, að þurfa 43 þingmenn til að búa til starfhæfan 32 þingmanna meirihluta. Þetta er eins og að vera svo hræddur um að missa niðrum sig, að menn setja á sig bæði axlabönd og belti, og spenna svo á sig fallhlíf og flotholt til að vera viss.

En af hverju er hin fölnaða rós svo hrædd? Er hún kannski hrædd við fólkið?

Fólkið sem man Viðeyjarstjórnina, og varð kannski fyrir barðinu á ákvörðununum sem þá voru teknar? Kannski óttast hún líka að hennar bíði sömu örlög og biðu eins glæsilegasta leiðtoga jafnaðarmanna, Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem ...Ég kaus Samfylkinguna Ögmundur og ekki VG og þess vegna þetta bréf. Ég taldi mér trú um að forysta hennar væri sér meðvituð um sögulegt hlutverk jafnaðarmanna...
Stefán

Lesa meira

HUGMYND FYRIR HELLE OG MONU

Það verður mikilvægt fyrir sögu jafnaðarmannahreyfingarinnar á Norðurlöndum ef  Ingibjörgu Sólrúnu tekst að mynda stjórn undir formann Sjálfstæðisflokksins. Tímamót. Aldrei hefði Monu Sahlin dottið í hug að mynda stjórn með Moderatarna, sænska íhaldsflokknum, sem sýnir bara hvað hún hefur lítið ...
Sigurður

Lesa meira

STÓRFRÉTT RÚV UM FYRSTU KONUNA

...Rúsínan í karlrembuenda Ríkisútvarpsins og prófessorsins, með hliðsjón af tilboðum VG og Framsóknar til Samfylkingarinnar, er svo að flagga því að þegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hefjist verði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrst kvenna til að fara fyrir slíkum viðræðum íslensks stjórnmálaflokks! Ég spyr: Er til of mikils mælst að Ríkisútvarpið reyni að gera örlítið betur við landsmenn í fréttaflutningi sínum?
Þjóðólfur

Lesa meira


PÆLT Í TÖLUM:

"Sigur"  Samfylkingarinnar var sérstaklega athyglisverður því hann var tap um 2 þingmenn og á fimmta prósent. Jón Baldvin á sök á því tapi að einhverju leyti; hann hlýtur að hafa dregið amk. 0, 2 % eða kannski meira. En talan er ekki glæsileg eða sú sama og Margrét Frímannsdóttir dró að landi 1999 og Samfylkingarfólk talaði sérstaklega illa um þá útkomu Margrétar. Og úr því að hún er nefnd á nafn: Þingmönnum Samfylkingarinnar í kjördæmi Margrétar fækkar um helming; voru 4 en eru 2 - kallar. Mest er tap  Samfylkingarinnar í atkvæðum í Reykjavík norður; tapið er 7,1 %. Minnst í Norðvestur  - kjördæmi, 2  % slétt og reyndar tapar Samfylkingin  tvisvar til þrisvar sinnum meira í þéttbýli en dreifbýli. - Sá maður sem átti að taka við formennsku af Ingibjörgu Sólrúnu ...
Sigurður

Lesa meira

TEKIÐ UNDIR MEÐ BIRNI BJARNASYNI

...Hvernig bar að skilja þessi orð? Er það árangurinn í störfum forráðamanna Baugs sem eiga að ráða því hvort þeir eru dæmdir, eða ekki? Nei, lögmaðurinn getur ekki verið þeirrar skoðunar. Á að taka sérstakt tillit til landvinninga Íslendinga á Bretlandseyjum, frægð þeirra og frama, þegar þar til bærir menn taka ákvörðun um rannsókn meintra sakamála, eða þegar dómar eru kveðnir upp? Er það af þessum sökum sem Jóhannes Jónsson telur sig geta keypt sér samblástur gegn Birni Bjarnasyni? Ef skilningur manna er þessi þá eru menn í raun að tala um tvenns konar réttarfar. Kannske er hugmyndin sú, að réttast væri að setja líka sérstök refsilög sem gilda um auð- og valdamenn? Ekki bara sérstök ...
Ólína

Lesa meira

FRAMSÓKN HEFUR ENGU TAPAÐ Í HÖFUÐSTAÐNUM

Sú della flýgur nú fjöllunum hærra að Framsóknarflokkurinn hafi beðið afhroð í kosningunum og í framhaldinu er fullyrt að flokkurinn eigi ekkert upp á dekk í Stjórnarráðinu. Einkum hafa menn talað digurbarkalega um háðulega útreið flokksins í höfuðstaðarnefnunni Reykjavík. En hvað segir sagan okkur um atkvæðamagn Framsóknarflokksins þar í gegnum tíðina? Í þeim efnum ætti að vera treystandi á tölur Hagstofu Íslands annars vegar og Ríkisútvarpsins ohf. hins vegar og við þær er stuðst hér. Af handahófi tek ég árið 1959 sem dæmi til samanburðar við nýafstaðnar kosningar. Í alþingiskosningum í október 1959 fékk Framsóknarflokkurinn 4.100 atkvæði í höfuðstaðnum. Samanlögð atkvæði í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur nú á dögunum voru hins vegar 4.266. Og Þetta kalla menn stórtap!! Flokkurinn hefur ...
Þjóðólfur

Lesa meira


Frá lesendum

TEKIÐ UNDIR MEÐ GRÍMI UM BAKKA-RANGHERMI OG ÞÖGGUN

Þú pælir sem aðrir Ögmundur í pestaróféti, m.a hvernig það virkar á stjórnmál. Eitt gróft dæmi um misnotkun er verksmiðjan á Bakka sem okkur er sagt án athugasemda fjjölmiðlafólks að hafi lent í ógöngum vegna Covid. Þetta eru helber ósannindi. Þess vegna fagna ég skrifum Gríms hér á síðunni um staðreyndir þessa máls. Svo vill til að ég þekki þetta nokkuð og tek ég heilshugar undir með Grími: Sleitulausar ófarir i rekstri kísilvers á Bakka hófust um mitt ár 2018, frá byrjun. Ekki batnaði rekstur 2019, tapið þá 7.3 milljarðar. Ömurlegur var gangurinn, 2020 byrjaði mjög illa. Líklega var tap á tveggja ára rekstri orðinn 14 ma þegar glóruleysið leiddi til stöðvunar á rekstri við lok júlí sl. Engin búbót er sýnd í kortum. Krísan algjör. Vegna þessa tekur yfirklór við en mest þöggun um málavexti. Grófasta ranghermið til yfirklórs er ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

FER MIKINN

Bítur oft í annars bök
eða ber út þvaður
Þorsteinn hefur á því tök
enda auðmaður. 

Við lygina ´ann laginn er
ef leitar til varna
Maðurinn þar mikið fer
ég meina Bjarna.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

PÓLITÍSK LINDÝR

Mosi spyr hvað eigi að kalla stjórnmálafólk sem brýtur reglur sem það setur öðrum, lætur hagsmunaaðila bjóða sér í dekurferðir og síðan þyrlu Landhelgisgæslunnar snatta með sig fram og til baka á ráðherrafundi. Þau sem ekki eru í þyrlunum eða í dekurferðunum kóa með í þögn. Mosi klykkir út með því að spyrja hvort vanti beinin í þetta fólk. Þar með hefur hann svarað spurningu sinni. Að sjálfsögðu eru þetta pólitísk lindýr. 
Sunna Sara

Lesa meira

ALLIR TILBÚINIR AÐ SEGJA ÓSATT?

Þyrla Landhelgisgæslunnar flytur dómsmálaráðherra, sem er í hestaferð á Suðurlandi, til Reykjavíkur og aftur tilbaka. Landhelgisgæslan segir þetta hafi verið í leiðinni og þá væntanlega bæði fram og til baka. Þetta eru augljós ósannindi og er óneitanlega óþægilegt þegar kerfið er tilbúið að segja ósatt beint upp í opið geðið á okkur. Stutt er síðan ferðamálaráðherrann fór í dekurferð á vegum hótelkeðju, sem er siðlaust, og braut auk þess reglur sem hún var nýbúin að setja öðrum af því að það var svo gaman að hitta vinkonurnar og dómsmálaráðherrann segir okkur hve verðmætt það sé fyrir sig að komast á hestbak og í sól. Ríkisstjórnin kóar síðan með. Hvað á að kalla þetta? Vantar beinin í ...
Mosi

Lesa meira

UM PRINSIPP OG PRINSIPPLEYSI

Sammála er ég Jóel A. hér á síðunni hjá þér Ögmundur minn um það hvernig fréttamiðlar okkar virðist líta á það sem hlutverk sitt að sefa þjóðina og svæfa og drepa öllu á dreif sem máli skiptir. Í samanburði við stóru pólitísku málin þá sé kossaflangs ferðamálaráðherra með vinkvennum smávægilegt þótt brjóti gegn því sem predikað er. En eftir því sem ég hugsa málið þá finnst mér þetta þó ekki vera eins smátt mál og í fyrstu. Það varðar nefnilega prinsipp eða öllu heldur prinsippleysi. Þá er ég ekki bara að hugsa um fjarlægðartakmörk sem stjórnvöld ráðleggja heldur að vinkonurnar hafi verið í boði hótelkeðju! Semsagt ferðmálaráðherra fer ...
Mosi  

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Baldur Andrésson skrifar: BALLERI-BRELLAN

Vopnasali til “heppilegra” herstjóra i Afríku að undirlagi CIA og stoltur útgerðarstjóri eigin” öryggissveita” til heppilegra manndrápa m.a. í Sómalíu, gerðist Íslandsvinur 2019. Michele Ballarín er hörkukvendið, sú sem keypti flugfreyjubúninga WOW 2019 ( þó án innihalds) og hélt að flugfélag fylgdi með í tombóluverði. Boðaði þvi ný flugtök WOW um jól en graut skorti i skálina, vængi á fuglinn. Nýkveikt ást ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: ÁRÁSIR Á FLÓTTABÖRN

Samblanda af kynþátta-, trúarfordómum og fávisku er rót að illgjörnum árásum á fjögur egypsk flóttabörn og foreldra þeirra, sem hér hafa leyft sér að guða á glugga. Mannorðsníðingar dylgja um föður barnanna, stimpla hann sem líklegan “hryðjuverkamann” ! Fyrir það ámæli eiga ekki síst börn hans að líða. Maðurinn varð aktívisti þegar “ arabíska vorið” kom 2011 til Egyptalands, andóf gegn harðræði. Ekki fer allt að óskum og frá 2014 tók við ný harðstjórn, fræg fyrir ofsóknir gegn fyrri “ ólátabelgjum” Launmorð, pyntingar, aftökur, ólögmætar fangelsanir hafa snúið að þúsundum í Egyptalandi og gera það enn. Þá eru stimplar ekki sparaðir af ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA NÍU - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ESB - ORKUPAKKI 4

 ... Efist einhver um að þetta sé raunverulega svona í pottinn búið, þá ætti sá hinn sami/sú hin sama að spyrja sig: hefur einhvern tíma verið kosið um þetta fyrirkomulag [að Ísland yrði hluti að innri orkumarkaði Evrópu]? Hefur verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um fyrirkomulagið? Kallar þjóðin sjálf eftir þessu fyrirkomulagi? Er hugtakið „lýðræði“ það fyrsta sem fólki kemur til hugar í þessu ferli öllu saman, eða frá því að fyrsti orkupakkinn var innleiddur? Eru stjórnmálamenn tilbúnir að leggja spilin á borðið í þessu máli fyrir næstu kosningar? [Þvert á flokka] ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: PCC SE. - ÚTRÁSIN TIL ÍSLANDS.  ( Um eiganda og skuldabera hans)

Þýski hringurinn PCC SE, sérhannað útrásarfyrirtæki, gumar af yfirráðum og eign á 82 leppfyrirtækjum sínum í 18 ríkjum víðsvegar um heim, einu á Íslandi. Öll bera þau sjálfstæða ábyrgð, en eiga að skila eiganda arði. Íslenska “ útibú” PCC SE hlaut nafn, BakkiSilicon hf. Eigandinn hefur ráðskast með öll umsvif þess á Íslandi og erl.viðskipti þess. En sett alla ábyrgð á herðar BakkiSilcon hf, m.a. gífurlega skuldabyrði, sem nú er að sliga útibúið á Íslandi. Við bætast ...

Lesa meira

Kári skrifar: STUTT YFIRLIT UM ALÞJÓÐLEGA DÓMSTÓLA OG GERÐARDÓMA

Í umræðu samtímans gætir eðlilega nokkurs misskilnings hvað snertir alþjóðlega dómstóla og lögsögu þeirra. Misskilningurinn er fullkomlega eðlilegur sökum þess að dómstólarnir eru margir, þeir eru langt frá fólki í daglegum veruleika lífsins og fjalla um mál sem mörgum eru fjarlæg. Í fyrsta lagi þarf að gera greinarmun á alþjóðlegum dómstólum annars vegar og svæðisbundnum (regional courts) dómstólum hins vegar [sbr. Mannréttindadómstól Evrópu]. Í öðru lagi þarf að hafa í huga hvaða ...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson og Þórarinn Hjartarson skrifa: MERKILEG BÓK UM ATBURÐINA 11. SEPTEMBER 2001 Í SAMHENGI

Í dag er árásin á Tvíburaturnana 19 ára. Nýlega kom út (á ensku, af íslensku forlagi) ný bók um atburðina sem áttu sér stað þann 11. september 2001. Þetta er gríðarlega vel unnin og beinskeytt bók sem nær að fanga marga mikilvægustu þættina um þetta málefni. Bókin America´s Betrayal Confirmed. 9/11: Purpose, Cover-up and Impunity, er sterk bók um stórmál. Elías Davíðsson er baráttumaður mannréttinda, hefur einnig mjög fjallað um náttúruverndarmál og lýðræði en öðru fremur hefur hann sem sérsvið málefni hryðjuverka (undir fölsku flaggi sérstaklega) ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar