AÐ HRUNI KOMINN Maí 2007

HEFÐIR ÞÚ SKRIFAÐ SVONA FRÉTT?

...Hefðir þú skrifað svona frétt á gamla RÚV? Þetta er reyndar dæmigert um gagnrýnislausa - eða kannski hlutdræga - fréttamennsku, sem nú tíðkast í alltof ríkum mæli. Í kvöld var sagt frá því í hinu opinbera hlutafélaqi RÚV, að SA og ASÍ tækju nýrri ríkisstjórn afar vel. Síðan var birtur viðtalsbútur við forseta ASÍ þar sem hann kvaðst "hóflega bjartsýnn" en reynslan yrði að kveða upp sinn dóm. Gefa þessi ummæli tilefni til fullyrðinga RÚV ohf.?
Gamall hippi eða ef til vill ungur, spurning um ljósár eða jafnvel ríkistjórn.

Lesa meira

FRÉTTASKÝRENDUR OG BJÖRN BJARNASON

...Ég vona að við séum mörg sem bíðum eftir því að fréttaskýrendur og leiðarahöfundar taki til alvarlegrar umræðu áhrif auðmanna á opinberar umræður með auglýsingum, og með því að hafa menn í vinnu. Kannske þurfum við að bíða jafn lengi eftir umræðum um það eins og viðbrögðum við því að tugur atkvæða Íslendinga í útlöndum voru ónýtt fyrir mistök. Er það ekki álíka alvarlegt fyrir lýðræðiselskandi þjóð og ef upp kæmu 102% atkvæða úr kjörkassa í Reykjavík norður? En spá mín er sem sé sú að Björn verði ekki í Baugsstjórninni.
Ólína

Lesa meira

ÞAÐ HVERFÐIST UNDIR BJARKAR BÖRK...

...Það er ekkert nýtt undir sólinni. Annað en kannski það, að þurfa 43 þingmenn til að búa til starfhæfan 32 þingmanna meirihluta. Þetta er eins og að vera svo hræddur um að missa niðrum sig, að menn setja á sig bæði axlabönd og belti, og spenna svo á sig fallhlíf og flotholt til að vera viss.

En af hverju er hin fölnaða rós svo hrædd? Er hún kannski hrædd við fólkið?

Fólkið sem man Viðeyjarstjórnina, og varð kannski fyrir barðinu á ákvörðununum sem þá voru teknar? Kannski óttast hún líka að hennar bíði sömu örlög og biðu eins glæsilegasta leiðtoga jafnaðarmanna, Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem ...Ég kaus Samfylkinguna Ögmundur og ekki VG og þess vegna þetta bréf. Ég taldi mér trú um að forysta hennar væri sér meðvituð um sögulegt hlutverk jafnaðarmanna...
Stefán

Lesa meira

HUGMYND FYRIR HELLE OG MONU

Það verður mikilvægt fyrir sögu jafnaðarmannahreyfingarinnar á Norðurlöndum ef  Ingibjörgu Sólrúnu tekst að mynda stjórn undir formann Sjálfstæðisflokksins. Tímamót. Aldrei hefði Monu Sahlin dottið í hug að mynda stjórn með Moderatarna, sænska íhaldsflokknum, sem sýnir bara hvað hún hefur lítið ...
Sigurður

Lesa meira

STÓRFRÉTT RÚV UM FYRSTU KONUNA

...Rúsínan í karlrembuenda Ríkisútvarpsins og prófessorsins, með hliðsjón af tilboðum VG og Framsóknar til Samfylkingarinnar, er svo að flagga því að þegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hefjist verði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrst kvenna til að fara fyrir slíkum viðræðum íslensks stjórnmálaflokks! Ég spyr: Er til of mikils mælst að Ríkisútvarpið reyni að gera örlítið betur við landsmenn í fréttaflutningi sínum?
Þjóðólfur

Lesa meira


PÆLT Í TÖLUM:

"Sigur"  Samfylkingarinnar var sérstaklega athyglisverður því hann var tap um 2 þingmenn og á fimmta prósent. Jón Baldvin á sök á því tapi að einhverju leyti; hann hlýtur að hafa dregið amk. 0, 2 % eða kannski meira. En talan er ekki glæsileg eða sú sama og Margrét Frímannsdóttir dró að landi 1999 og Samfylkingarfólk talaði sérstaklega illa um þá útkomu Margrétar. Og úr því að hún er nefnd á nafn: Þingmönnum Samfylkingarinnar í kjördæmi Margrétar fækkar um helming; voru 4 en eru 2 - kallar. Mest er tap  Samfylkingarinnar í atkvæðum í Reykjavík norður; tapið er 7,1 %. Minnst í Norðvestur  - kjördæmi, 2  % slétt og reyndar tapar Samfylkingin  tvisvar til þrisvar sinnum meira í þéttbýli en dreifbýli. - Sá maður sem átti að taka við formennsku af Ingibjörgu Sólrúnu ...
Sigurður

Lesa meira

TEKIÐ UNDIR MEÐ BIRNI BJARNASYNI

...Hvernig bar að skilja þessi orð? Er það árangurinn í störfum forráðamanna Baugs sem eiga að ráða því hvort þeir eru dæmdir, eða ekki? Nei, lögmaðurinn getur ekki verið þeirrar skoðunar. Á að taka sérstakt tillit til landvinninga Íslendinga á Bretlandseyjum, frægð þeirra og frama, þegar þar til bærir menn taka ákvörðun um rannsókn meintra sakamála, eða þegar dómar eru kveðnir upp? Er það af þessum sökum sem Jóhannes Jónsson telur sig geta keypt sér samblástur gegn Birni Bjarnasyni? Ef skilningur manna er þessi þá eru menn í raun að tala um tvenns konar réttarfar. Kannske er hugmyndin sú, að réttast væri að setja líka sérstök refsilög sem gilda um auð- og valdamenn? Ekki bara sérstök ...
Ólína

Lesa meira

FRAMSÓKN HEFUR ENGU TAPAÐ Í HÖFUÐSTAÐNUM

Sú della flýgur nú fjöllunum hærra að Framsóknarflokkurinn hafi beðið afhroð í kosningunum og í framhaldinu er fullyrt að flokkurinn eigi ekkert upp á dekk í Stjórnarráðinu. Einkum hafa menn talað digurbarkalega um háðulega útreið flokksins í höfuðstaðarnefnunni Reykjavík. En hvað segir sagan okkur um atkvæðamagn Framsóknarflokksins þar í gegnum tíðina? Í þeim efnum ætti að vera treystandi á tölur Hagstofu Íslands annars vegar og Ríkisútvarpsins ohf. hins vegar og við þær er stuðst hér. Af handahófi tek ég árið 1959 sem dæmi til samanburðar við nýafstaðnar kosningar. Í alþingiskosningum í október 1959 fékk Framsóknarflokkurinn 4.100 atkvæði í höfuðstaðnum. Samanlögð atkvæði í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur nú á dögunum voru hins vegar 4.266. Og Þetta kalla menn stórtap!! Flokkurinn hefur ...
Þjóðólfur

Lesa meira


Frá lesendum

Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Þórarinn Hjartarson skrifar: TYRKNESKUR ÞJÓÐRÉTTARGLÆPUR OG KÚRDÍSKAR VILLIGÖTUR

... Margir þeir aðilar sem fordæma innrásina „harma“ samtímis „brottköllun“ Trumps á bandarískum hersveitum við norðurlandamæri Sýrlands og boðað frekara brotthvarf herja þaðan. Margir þeir aðilar sem mótmæla nú, m.a. stjórnvöld Íslands, studdu loftskeytaárásirnar á Damaskus í fyrra og hafa aldrei mótmælt neinu í hernaðinum gegn Sýrlandi öðru en árásunum á Kúrda. Staðan í Norður-Sýrlandi er ekkert einföld. Fréttablaðið slær upp dag eftir dag: „Sýrlenski stjórnarherinn berst með Tyrkjum gegn Kúrdum.“ Það er mikill misskilningur. Ekki er um að ræða Sýrlandsher heldur leifar af hryðjuverkaher á snærum Tyrkja ...

Lesa meira

Kári: VALDHEIMILDIR ESB OG ORKUMÁL

... Þegar Evrópusambandið, og aðildarríki þess, „deila valdheimildum“ (shared comptetence) þá missa aðildarríkin jafnframt valdheimildir sínar [competence] til þess að setja lög og taka ávarðanir á viðkomandi sviði, þegar Evrópusambandið ákveður að setja reglur (reglugerðir, tilskipanir). Af þessu er strax ljóst að ríki heldur ekki áfram fullu valdi á sviði sem fellur undir „shared competence“ [eins og orka gerir eftir Lissabon-sáttmálann]. Í stuttu máli merkir það að tveir aðilar [ESB vs. aðildarríki] deila rétti til þess að setja lög og taka ákvarðanir á ákveðnum sviðum, en Evrópurétturinn er þó ríkjandi [kjósi Evrópusambandið að aðhafast ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson: STRÍÐSÖFLUNUM MIÐAR BETUR Í NORÐRI EN SUÐRI

Átökin um hnattræn yfirráð nú um stundir einkennast annars vegar af mikilli alhliða drottnunarstöðu Bandaríkjanna og NATO-blokkarinnar – sem í krafti stöðu sinnar kalla sig „alþjóðasamfélagið“ – og hins vegar af hnignandi stöðu sömu blokkar. Efnahagsleg hnignun hennar (undanhald í keppninni um heimsmarkaðinn) samfara miklum hernaðaryfirburðum leiðir af sér þá miklu árásahneigð sem hún sýnir (sérstaklega Bandaríkin). Helstu stríð og stríðsógnir nútímans eru frá þessari blokk komnar, undir bandarískri forustu. Á 21. öldinni hafa ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÍSLENSKT ÞJÓÐFÉLAG Í HELGREIP MAFÍUSTARFSEMI? - BANKAKERFI OG AUÐLINDIR - ORKUPAKKI 4

Þegar rætt er um orkumál þjóðarinnar er nauðsynlegt að gera það í alþjóðlegu samhengi – sem hluta af alþjóðlegri hagsmunabaráttu. Einn af verstu göllum Evrópusambandsins er mikill „frjálshyggjuhalli“ á ákveðnum sviðum. Hann birtist m.a. í afstöðu sambandsins til markaðsvæðingar og einkavæðingar.
Í stuttu máli felur markaðsvæðing í sér að ákveðin starfsemi er opnuð upp á gátt fyrir bröskurum og fjárglæframönnum, enda eru það þeir hópar sem helst hafa pólitísk sambönd, aðgang að fjármagni og geta nýtt sér tækifærin sem ...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson skrifar: BANDARÍKIN FÆRA HEIMINN NÆR KJARNORKUVETRI, OG ÍSLAND HJÁLPAR TIL?

Þann 20. október 2018 tilkynnti forseti Bandaríkjanna að Bandaríkin myndu hverfa frá samningi um banni við skamm- og meðaldrægum kjarnorkuvopnum, eða INF samningnum svokallaða, sem Bandaríkin og Sovétríkin höfðu skrifað undir árið 1987. Bandaríkin riftu samningnum þann 1. febrúar s.l. og strax daginn eftir fylgdi Rússland á eftir. Bandaríkin véku formlega frá samningnum 2. ágúst s.l. Vopnauppbyggingin er þegar hafin ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÓSJÁLFSTÆÐIR ALÞINGISMENN

... Það er ætíð fyrirhafnarmeira að setja sig inn í mál, og beita eigin dómgreind, en að falla í gryfju meðvirkninnar með valdinu og hjarðmennskunni. Tvíhyggja er hugtak sem fyrst kemur í hugann þegar rýnt er í „rök“ stuðningsmanna orkupakkans. Sama fólk telur að það sé hægt að innleiða reglugerðir og tilskipanir evrópsks réttar, sem hafa fullt lagagildi á Íslandi, en jafnframt hafa áfram fullt vald á sama sviði samkvæmt íslenskum lögum. Þetta er óleysanleg mótsögn ... 

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar