AÐ HRUNI KOMINN Desember 2008
Rakst á þetta: Velti því fyrir mér hve sterkt það væri ef við
Íslendingar allir sem einn. - Tækjum okkur til og .. Hættum að
skjóta upp flugeldum 5 mínútum fyrir 12 á miðnætti þann 31. des. og
byrjuðum ekki aftur fyrr en 5 mínútur yfir tólf, eða klukkan 24:05
þann 1. jan. 2009. Ef við hefðum algera þögn frá 23:55 - 24:05 á
gamlárskvöld, á meðan við kveðjum gamla árið og tökum á móti því
nýja. Og ef við ...
Kristján
Lesa meira
Atvikin á lífsleiðinni eru óútreiknanleg en eitt er víst - þau
verkast jafnan þannig að allir menn lenda í því einhvern tíma að
verða óbærilega fyndnir, jafnvel af grafalvarlegum málum. Þetta
henti Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra í haust, nánar
tiltekið 14. október þegar útbýtt var á Alþingi frumvarpi hans til
laga um breytingu á lögum um kirkjugarða...
Þjóðólfur
Lesa meira
Til langframa getur það aldrei gengið, að verðtrygging á
íbúðarlánum taki ekki mið af verðmætabreytingum á því húsnæði sem
lánið er bundið við. Ég veit að þetta getur verið nokkuð snúið
í úrvinnslu en ekki óyfirstiganlegt. Þetta verður einfaldlega að
vera það, ef það á að verðtryggja húsnæðislán. Annars eru
húsnæðislánin alltaf í bullandi eignaráni frá þeim sem eru með
húsnæðislán. Eignaupptaka heitir það í málfari hagfræðinga.
Jafnræði verður að ríkja milli bankans og þess sem tekur
lánið. Við erum með í gangi vísitölu sem við köllum
fasteignamat, með því að það mat yrði gert nákvæmara t.d. eftir
...
Kristbjörn Árnason
Lesa meira
Margir hafa farið illa út úr söfnun viðbótarlífeyrissparnaðar
hér á landi vegna óvarlegra fjárfestinga sumra sjóðsstjóra þeirra
og tapið stórt hjá sumum. Mér fannst vera í farvatninu fall á
þessum sjóðum í árslok 2007 og hvatti þá fólk til að setja þetta
allt saman yfir á 100% verðtryggða reikninga og í dag er þetta fólk
vel sett. Þess vegna hvet ég alla sem leggja þetta framlag sitt til
hliðar að koma því strax í öruggt skjól í 100% verðtryggða
reikninga og sýnist mér að sumir bankarnir ...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
...Ég skil ekki þá sem horfa nú til Evrópubandalagsins í ljósi
viðbragða ríkjanna til fjármálakreppunnar þar sem hvert ríki er með
sér lausnir fyrir sig. Hollendingar þjóðnýttu Rebobankann í
Hollandi þvert á vilja Belga og Lúxenborgara þar sem þessi banki
starfaði líka. Þjóðverjar slitu sig úr samstarfi við önnur ríki
innan bandalagsins við lausn sinna mála einnig Bretar. Bretar, sú
hernaðarþjóð, hræddist stjórn okkar og þjóð það mikið að þeir
settu á okkur hryðjuverkalög. Sýnir þetta okkur ekki að hver hugsar
um sig þegar á hólminn er komið? Nema Íslendingar sem ætla að gefa
fiskimiðin og orkuna fyrir evruna. Þetta er sveitamennska ekkert
annað, banvæn hugsun fyrir land og þjóð. Þessi tilhneiging
að...
Norðlendingur
Lesa meira
Ísland er land allsnægta þar sem svo til allir hafa þak yfir
höfuðið og raunverulegt hungur er enn afar fáheyrt. Flestir hafa
atvinnu og aðrir njóta styrkja til þess að sjá sér og sínum
farborða. Við verðum að leggjast á eitt að svo verði áfram og við
eigum enn tækifæri til þess að halda okkar góða samfélagi í
jafnvægi þrátt fyrir þá atburði sem hér hafa gerst undanfarið. Ég
geri ekki lítið úr fjárhagslegu tjóni þeirra sem misstu hlutabréf
eða bankabréf síðasta haust en hafið í huga að við komum án
veraldlegra auðæfa í þennan heim og förum yfir móðuna miklu án
þeirra. Þegar talað er um fátækt verður mér snögglega hugsað til
tveggja augnablika í mínu lífi. Ég var staddur í Bóliviu, Suður
Ameríku í október árið 1999 ásamt ...
Þórarinn Ívarsson
Lesa meira
...Að undanförnu hafa borist fréttir af ofurgróða Finns
Ingólfssonar. Finnur verður seint vændur fyrir óheiðarleika af
sínum vinum. En hvenær er komið nóg? Græðgin gleypir sálina og
spillir henni. Þegar þorri þjóðarinnar tapar, raka stóreignamenn
gróða, gríðarlegum gróða. Hvað þessi dauðlegi maður hyggst gera við
sinn mikla gróða er á huldu. Gunnar Dal heimsekingur kennir að
þegar fjáraflamenn hafa sankað að sér 100 milljónum þá verði það
auðurinn sem stýri lífi þeirra en ekki þeir sjálfir. Einu sinni
fyrir langt löngu veðjuðu tveir landeigendur í gömlu ensku
nýlendunum í Norður Ameríku um það hvort þræll sem gefið væri
frelsi, kæmi aftur. Þeir sögðu við þann ófrjálsa...
Guðjón Jensson, Mosfellsbæ
Lesa meira
...Þeir stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar sem treysta sér ekki
til að aflétta ánauð fólks á Íslandi en hyggjast áfram styðja
lénsherra kvótaauðsins eiga að stíga til hliðar fyrir næstu
alþingiskosningar og viðurkenna í auðmýkt fyrir þjóðinni ótta sinn
við fésýslumenn. Þetta á ekki síst við ykkur Vinstri græna sem ég
hef þrátt fyrir allt vonast til að væruð boðberar nýrra gilda í
íslensku samfélagi. Nú er sem aldrei fyrr tækifæri og ástæða til að
reisa við gróandi mannlíf allt um kring landið með því að gefa
fólkinu leyfi til að nýta þá auðlind sem rænt var af því með
atbeina fulltrúa þess á Alþingi. Ekki tæki nema fáa mánuði að
breyta sjávarplássunum í eftirsótt byggðarlög með vaxandi atvinnu,
bjartsýni og hækkandi fasteignaverð. Þegar upp er staðið Ögmundur
þá er gott og heibrigt ...
Árni Gunnarsson frá Reykjum
Lesa meira
Var að lesa heimasíðuna þína eins og ég geri á hverjum degi og
gladdist yfir því að sjá þú skyldir taka frá einn dag til þess að
næra sjálfan þig. Ég upplifði það nú í fyrsta sinn að sjá
skýra stefnu VG sem birt var eftir flokksfund hjá ykkur nú
nýverið...Ég er hissa á því að enginn fjölmiðill skyldi gera sér
mat úr umælum Bjarna Harðasonar fyrrverandi framsóknarþingmanns sem
hann viðhafði í sjónvarpsviðtali en þar sagði hann að menn innan
Framsóknarflokkins úr viðskiptalífinu hefðu fyrirskipað að
flokkurinn skyldi halda áfram stjórnarsamstarfinu eftir síðustu
kosningar hvað sem það kostaði. Í ljósi þessara ummæla
fyndist mér að allir flokkar kæmu ...
Sigurbjörn Halldórsson
Lesa meira
...Bankarnir voru reyndar svo almennilegir að hlaupa undir bagga
með ævisöguritara forsetans þegar greiðslurnar úr launasjóði
rithöfunda voru á þrotum. Það varð nefnilega að koma þessum
"stórmerkilega" súpermannbæklingi út. En hvað gerði ævipenni
forsetans þegar hann var spurður um greiðslurnar frá bönkunum,
hversu háar þær hefðu verið. Hann bar við bankaleynd! Ég spyr: er
það forsetanum sæmandi að sætta sig við svona vinnubrögð og almennt
að láta einkafyrirtæki fjármagna ævisögu sína? Einhvern tíma hefði
það þótt saga til næsta bæjar á Íslandi en í spillingarbæli
kapítalismans virðist ekkert heilagt nema hjónaband
valdastéttarinnar og auðstéttarinnar. Hverju hafa
Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn að
...
Þjóðólfur
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Hér veröld ríkra virða má
víst er ágætt djobbið
En upp fyrir enni nefin ná
og ekki vantar snobbið.
Allir virðast vera með skrekk
viðvörunar bjöllur klingja
Að selja bankana trekk í trek
til útvaldra uppvakninga.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum