AÐ HRUNI KOMINN 2017
Þá eru þeir mættir, Gylfi frá ASÍ og Halldór Benjamin frá SA,
yfir sig hrifnir af stöðugleikanum sem nú er boðaður á forsendum
SALEK. Það þýðir að enginn má hækka í launum nema þeir
félagar samþykki. Sigurður Ingi, framsóknarmaður, sagði að það
hafi verið "klókt" að fá þá á fund flokksformannanna sem nú eru að
ganga frá stjórnarsáttmála sínum. Allt þetta er nú ekki klókara en
svo að þessi málatilbúnaður hefur hrakið framkvæmdastjóra
Starfsgeinasambandisns, Drífu Snædal, frá borði. Hef
ég þó grun um að hún hafi ekki sagt sitt síðasta orð. Er það
vel.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Ýmsir geta nú hrósað happi yfir að fátt er um illa-smalanlega
ketti í VG. En hverjir skyldu það vera sem hrósa happi yfir því?
Almenningur eða Sjálfstæðisflokkurinn?
Jóel A.
Lesa meira
Vinstri
Grænir velja brátt
viljandi týna tölu.
Við Íhaldið þeir semja sátt
og enda á útsölu.
Nú er allt
farið sem farið getur
fjandans Íhaldið áfram situr
Og mikið grætur nú gamli Pétur
gott er að vera eftir á vitur.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Vinstri-Grænum fer nú frá
Þeir fóru yfir strikið.
Með Íhaldinu margir sjá
útför fyrir vikið.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Hvað er eiginlega að gerast í íslenskum stjórnmálum? Þarf fleiri
Borgunarmál, áframhaldandi aðgang einkavæðingarsinna að
stjórnsýslunni, meiri misskiptingu, meiri stóriðju, með öðrum
orðum, meira af Sjálfstæðisflokknum - og allt þetta, HÆGRI
STEFNA í boði VG?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Vinstri-Grænir vilja nú
vera hægramegin.
Á þeim hafði trölla trú
töluvert er nú sleginn.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að kosningum komið er
kannski velurðu rétt.
En sitt sýnist hverjum hér
svo það verður ekki létt.
...
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Í Panama
hafa pokann geymt,
peningar og valdastétt.
Mörgu logið, margt er gleymt,
munið þó að kjósa rétt.
Kári
Lesa meira
Nú bíður oss bláahöndin
betri sultarkjör
krjúpum og kysum vöndinn
ei verðum á lofið spör.
...
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Lögbannið er lyginni næst,
enn lengist á gosa nefið.
Og Bjarna Ben súperchrist,
verður brátt fyrirgefið.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Eignunum stela oft frá þér,
endar þýfi í sölu.
Mafíustarfsemi mest er hér,
miðað við höfðatölu.
...
Kári
Lesa meira
Stjórnin líður undir lok
er lýkur þessu ári
Saddur er ég uppí kok
á Samherja fári.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér yfirstéttin er ávalt hyllt
og hafin upp til skýja
Landið er orðið lúið og spillt
líklega best að flýja.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Spilltir leika landann illa
mútuveröld lifum í
Tortóla banka-bækur fylla
og Bjarni er líka í því.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Það sinnir ekki þjóðarvakt,
það við skulum muna.
Alþingi gengur alveg í takt,
við íslensku mafíuna.
...
Kári
Lesa meira
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa.
Jóel A.
Lesa meira
Andrés stóð þar utangátta
allir höfuðið hrista.
Lengi við krata leitaði sátta
lítur nú til Sósíalista.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Já alveg er ég orðinn bit
Því ekkert Kötu gengur
Stefnir því í stjórnarslit
ekki starfhæf lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Björgólfur með barnslegt hjarta
blygðunarleysi vill aumu skarta
Þorstein vill verja
mútur burt sverja
og spillingu búa framtíð bjarta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þvætti kemst á þurrt í Sviss,
þangað svo flytur í pokum.
Ákærir sjálfan þig sigurviss,
sækir og dæmir að lokum.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum