Beint á leiđarkerfi vefsins

Frá lesendum

31. Júlí 2007

BITLINGASPILLINGIN Í LEIFSSTÖĐ

...Ţú virđist ekki átta ţig á ţví Ögmundur, ađ ţriđji Samfylkingarstjórnarmađurinn í Flugstöđ Leifs Eiríkssonar, sem nú var skipađur, Sigrún Jónsdóttir, var kosningastjóri Samfylkingarinnar og prófkjörstjóri eins ráđherra flokksins, Ţórunnar Sveinbjarnardóttur, samgönguráđherra fyrir síđustu kosningar. Er ţađ ţetta sem átt er viđ ţegar talađ er um gagnsćja og heiđarlega stjórnsýslu, umrćđustjórnmál og hvađ ţađ nú allt heitir.....? Er ţetta ekki bara gamaldags bitlingapólitík?
Sunna Sara

30. Júlí 2007

GENGUR EKKI AĐ VIRĐA LÝĐRĆĐIĐ Á EINUM STAĐN EN EKKI ÖĐRUM

...Auđvitađ er vonlaust ađ ná samningum viđ Palistínumenn nema ađ leita eftir samningum viđ Hamas sem fengu afgerandi stuđning í lýđrćđislegum kosningum. Ţađ gengur ekki ađ berjast fyrir lýđrćđi í einu ríki og virđa ţađ svo ekki öđru.
Kćr kveđja.
Tr.Ó.

25. Júlí 2007

AFŢAKKA KVENNAMĆRĐ

Sannast sagna varđ ég gáttuđ á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráđherra og yfirlýsingum hennar frá botni Miđjarđarhafsins. Ekki bara ţađ ađ hún hafi fylgt línu Bush hins bandaríska í yfirlýsingum heldur hinu hvernig hún misnotar kvennapólitíkina. Ţetta segi ég sem kona. Fyrir fáeinum dögum var sýndur sjónvarpsţáttur um píanósnillinginn og hljómsveitarstjórann Daniel Barenboim, sem ţú gerđir ađ umtalsefni hér á síđunni Ögmundur. Í ţćttinum var sýnt ţegar Barenboim fékk afhend verđlaun í Knesset, ísraelska ţinginu. Verđlaunahafinn Daniel Barenboim, hélt rćđu. Menntamálaráđherra Ísraels, bandbrjáluđ fasistakelling, reiddist rćđunni og hellti sér yfir Barenboim. Mér kom ţetta í hug ţegar Ingibjörg Sólrún fór ađ mćra utanríkisráđherra Ísraels sem er kona...
Guđrún Guđmundsdóttir

24. Júlí 2007

STRÍĐ ERU SPROTTIN AF ILLRI RÓT

...Hitt eru klassísk sannindi og aldrei of oft á ţau minnst ađ stríđum ber jafnan ađ hafna og andćfa. Ţau spretta fram af illri rót og orsakast af ranglćti og yfirgangi ţótt ţeir sem kynda undir ófriđareldana reyni ađ fegra ástćđur og réttlćta vopnaskak ekki síst vopnaframleiđendur. Öll sáttaviđleitni verđur ađ byggjast á söguţekkingu og  skilningi á ađstćđum og fela í sér samkennd gagnvart fórnarlömbunum, sem svívirt eru, limlest og líflátin. Ţetta á ekki síst viđ um átökin langvinnu fyrir botni Miđjarđarhafs. Ţví ađeins getur rödd Íslands hljómađ til ađ draga úr ţeim ófriđi og öđrum, ađ hún tali máli ţekkingar og samkenndar ...
Gunnţór   

21. Júlí 2007

UTANRÍKISSTEFNAN OG BITLINGAPÓLITIKIN Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI

...En reyndar var ţađ nú annađ sem ég ćtlađi ađ nefna og ţađ er nýja stjórnin sem hún skipađi í Flugstöđinni. Ekki var nú mikilli lýđrćđis- eđa valddreifingarhugsun fyrir ađ fara ţar. Hún skipar ţrjár Samfylkingarmanneskjur og tvo Sjálfstćđismenn svo ríkisstjórnarflokkarnir einoka stjórnina eins og ţeir séu einir til eđa hafi 100% fylgi. Auđvitađ er lágmark ađ einn eđa tveir stjórnarmenn komi frá stjórnarandstöđunni međan ţetta er algert ríkisfyrirtćki. Og ekki verđur nú séđ ađ Ingibjörg hafi valiđ einhverja sérfrćđinga í fyrirtćkjarekstri eđa flugmálum. ţetta er međhöndlađ eins og gamaldags flokksbitlingur til fyrrverandi eđa fallinna ţingmanna og bćjarfulltrúa. ţađ er rétt sem einhver benti á hér á síđunni ađ Samfylkingin líkist alltaf meir og meir ...
Jón Kaldi  

19. Júlí 2007

GÓĐUR JÓN BJARNASON HJÁ MORGUNHANANUM

Sannast sagna finnst mér orđiđ einna bitastćđast fréttaefni ađ finna á Útvarpi Sögu og er ég ađ verđa fastur hlustandi Morgunhanans, Jóhanns Haukssonar. Hann er iđulega međ vitibornar vangaveltur og prýđileg viđtöl, naskur ađ finna vinkla sem ađrir fjölmiđlar koma ekki auga á eđa forsóma. Ţú gagnrýnir hér á síđunni Ögmundur, ađ fréttaflutningur um hlutafélagavćđingu sparisjóđanna hafi veriđ einhćfur og  var ég sammála ţér ţangađ til ég hlustađi á ţátt Jóhanns Haukssonar á Útvarpi Sögu í morgun. Ţar var mćttur Jón Bjarnason, ţingmađur VG. Viđtaliđ viđ JB var mjög gott enda ţekkir hann ţessi mál vel og ţorir ađ tala umbúđlaust. Fyrir ţađ á hann ...
Haffi

17. Júlí 2007

ÓNANÍ Á LJÓSVAKNUUM

Fyrir skemmstu skrifađi Jón Ţórarinsson ţér bréf. Ţar sagđi Jón ađ ekki hefđi gengiđ eftir sá spádómur “ađ Rúv myndi loga stafna á milli eftir ađ ţađ yrđi hlutafélagavćtt”. Ég held ađ ástandinu í RÚV megi í augnablikinu líkja viđ kraumandi eld í mosa sem er ađ verđa ađ skógareldi. Engar fréttir berast af ţví hvernig rekstrarsnillingurinn útvarpsstjórinn ćtlar ađ rétta af bullandi tap á fjölmiđlinum. Mér er sagt ađ uppsafnađ tap sé um 520 milljónir króna. Annađ sem dagskrársnillingurinn útvarpsstjórinn hefur boriđ inn í RÚV í dagskrá er sá leikur ađ eldi sem helst verđur líkt viđ “ónaní” dagskrárgerđarmannsins. Dagskrárgerđin felst í ađ  ...
Stefán

16. Júlí 2007

MOGGINN BRÁĐUM BÚINN MEĐ KRATARÚNTINN

...Ég verđ nú ađ segja ađ ţví er ég sammála ţér Ögmundur ađ erfitt var ađ horfa upp á félagsmálaráđherra í flennifyrirsögn á forsíđu og í opnuviđtali sl. sunnudag gagnrýna hávaxtastefnu í sama mund og hún herđir ađ okkur húsnćđiskaupendum. Ákvörđun félagsmálaráđherra ađ lćkka lánshlutfall frá Íbúđalánasjóđi ţýđir ađ ég fć ţađan 13 hundruđ ţúsund kr. lćgra lán en ég ella hefđi fengiđ. Ţađ ţýđir ađ ég ţarf ađ sćkja ţessa peninga annađ – á hćrri vöxtum! Er hćgt ađ taka ráđherrann alvarlega – eđa Moggann ef ţví er ađ skipta?
Grímur

14. Júlí 2007

ÓTRÚLEG BRÁĐABIRGĐALÖG!

Eina skynsamlega skýringin sem ég hef heyrt á ţví ađ ríkisstjórnin skuli hafa sett bráđabirgđalög um notkun raflagna og raffanga til ađ ţurfa ekki ađ breyta rafmagnskerfinu í herstöđinni fyrrverandi í Keflavík, er sú ađ enn blundi í brjósti ríkisstjórnarinnar sú von ađ Kaninn snúi aftur! Ţađ var međ ólíkindum ađ lesa um ţađ í fréttum ađ ríkistjórnin sjái tilefni til ađ setja bráđabirgđalög, svo Íslendingar geti búiđ í óíbúđarhćfu húsnćđi. Raflagnir standast ekki...
Rúnar rafvirki

6. Júlí 2007

ENGIR SÝNILEGIR ELDAR Í RÚV

Ţví var spáđ ađ Rúv myndi loga stafna í milli eftir ađ ţađ yrđi hlutafélagavćtt, ţađ hefur ekki ennţá gengiđ eftir... 
Jón Ţórarinsson

5. Júlí 2007

EKKI BARA STEFNA THATCHERS HELDUR LÍKA REAGANS!

... Ţarna kemur nefnilega fram ađ Samfylkingin ađhyllist brauđmolahagfrćđi Reagans. Hún gekk út á ađ skapa hinum burđugu í ţjóđfélaginu tćkifćri til athafna – til ađ baka sín stóru brauđ – međ skattalćkkunum og afnámi hvers kyns hindrana – ţá myndi mylsnan sem hryti af borđum hinna efnuđu skila sér til almennings! Um ţetta hefur ţú oft fjallađ hér á síđunni en ţetta virđist mér vera bođskapur Samfylkingarinnar samkvćmt fyrrnefndu viđtali. Og síđan er ţađ himinhár launamunur. Hátekjugrćđgin er ekki vandamáliđ ađ mati viđskiptaráđherra....
Sunna Sara

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

18. September 2017

UM KOSNINGAR OG RÍKISSTJÓRN

 Ef valdið heim nú viljið þið,
verður nýtt að prófa.
Kosningu ef klúðrum við,
kætist flokkur bófa.
...
Kári

15. September 2017

LANDINN FRJÁLS

Loksins verður landinn frjáls,
losnar við Íhaldið.
Ber þá enga hespu um háls
og alþýðan fær valdið.
Pétur Hraunfjörð

6. September 2017

HEIMSVIĐSKIPTIN ŢRÓUĐ Í FINNAFIRĐI

Efla hefur þróað Finnafjarðarverkefnið. Það er kallað viðskiptaþróun. Hugmyndin er að olíuhreinsunarstöðin risastóra verði í Finnafirði. Þá er hægt að nýta höfnina bæði fyrir olíuskip og fyrir siglingar yfir Norðurpólinn þegar ísinn verður bráðnaður.
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir

6. September 2017

ERUM Á LEĐINNI

Stærsta höfn á norðurhveli í Finnafirði og stærsti flugvöllur á norðurslóðum í Keflavik. Ætlum við að láta Björgólf hjá Icelandair, Skúla í Wow og bæjarstjórann í Langanesbyggð færa okkur inn í 21. öldina á sínum forsendum? Ég held við þurfum ekki fleiri stýrimenn til að komast fram af brúninni. Við virðumst vera á réttri leið til að komast þangað.
Haffi

6. September 2017

ENN UM MINNISVARĐA

Fróðelgt væri að fá fréttir af því hver urðu afdrif beiðni stríðsminjanefndar Bandaríkjanna um minnisvarða í Höfða um framlag BNA til freslsisbaráttu mannkyns á seinni hluta tuttugustu aldar, þar með talið Víetnam og Hiroshima. Sagt var að Reykjavíkurborg væri að skoða þessa málaleitan. Hver skyldi hafa orðið niðurstaðan?
Jóel A. 

30. Ágúst 2017

VERĐUR ŢETTA SVONA?

Pistill þin hér á heimasíðunni um fyrirhugaðan minnisvarða í Höfða er umhugsunarverður! Ég hafði svo sannarlega ekki hugsað þetta á þennan veg en er sammála því að það þurfi að gera. Það undarlega er hve lítil umfjöllun er um þetta! Verður þetta svona, hvernig væri að einhver fréttamiðill beindi þeirri spurningu til borgaryfirvalda?
Jóhannnes Gr. Jónsson

25. Ágúst 2017

GÓĐ KVEĐJA!

... I represent a collective (@NirAadCollectiv) opposing Indias draconian biometric ID program, called Aadhaar. I read with great interest the article http://www.katoikos.eu/interview/icelandic-minister-who-refused-cooperation-with-the-fbi-ogmundur-jonasson-in-an-interview.html ... and I was quite taken in with your viewpoints expressed with such clarity and preciseness. There are so many sentences that can be quoted in this interview. Since I was extremely impressed with this interview and since your ideas and thoughts resonated with our, I wanted to drop you a message of gratitude. In solidarity towards a more socially just world. PS: I hope this small letter reaches you :)
Nir Aadhaar Collective

17. Ágúst 2017

ĆRULAUSIR MENN

Hafa löngum kerfið kreist,
kraflað út á jaðar.
Upp ei verður æra reist,
sem engin er til staðar.
Kári

30. Júlí 2017

DÝR VERĐUR SOPINN

Það er rétt hjá þér að þegar við höfum tapað frá okkur neysluvatninu og það komið á einkahendur verður dýr vatnssopinn, jafnvel þótt við böðum okkur ekki úr einkavæddu flöskuvatni! En það verður líka dýrt að ferðast um Ísland og dýrara með hverri vikunni sem líður því sífellt fleiri stökkva upp á rukkunarvagninn. Ríkisstjórnin er hin ánægðasta með einkavæðingu náttúrunnar og almenningur andvaralaus ef þá ekki ...
Jóel A.

30. Júlí 2017

ÚTI AĐ VINNA!

Nú fangarnir frá Kvíabryggju
frjálsir um sveitina vinna
Vanti þig aðstoð þá hafðu í hyggju
að óþrifa verkum sinna.
...
Pétur HraunfjörðBSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

27. Júní 2017

Sveinn Elías Hansson skrifar: RÍKIĐ SKERĐIR RÉTTINDI ALDRAĐRA OG ÖRYRKJA, MEĐ EIGNUM RÍKISSJÓĐS

Þegar launamenn greiða hlut af launum sínum inn í lífeyrissjóði, sem þeir eru skyldugir að gera, þá er EKKI greiddur tekjuskattur af þessum greiðslum, þannig að ríkið á hluta af þessum greiðslum þegar þær eru greiddar út og þær eignir SKERÐA réttindi lífeyrisþega. Ríkið skerðir semsagt greiðslur til lífeyrisþega, með eignum sínum. Við getum tekið einfalt dæmi til að sýna fram á þetta ...

14. Júní 2017

Sveinn Ađalsteinsson skrifar: ŢEGAR DANIR KOMU ÍSLENDINGUM TIL HJÁLPAR OG REFSKÁKIN Í STJÓRNMÁLUM

Undirritaður skrifaði neðanskráðar hugleiðingar, eftir lestur smápistils Jónasar Kristjánssonar á vef- miðli hans. Þjóð sem er illa að sér í eigin sögu er illa á vegi stödd. Við sem komin eru yfir miðjan aldur voru alin upp við að lesa mjög þjóðernislega, einsleita og að hluta til ranga Íslandssögu Jónasar frá Hriflu. Mjög fáir Íslendingar hafa heyrt um það sem ég tæpi á hér að neðan, þ.e. að einasta „byltingin" sem gerð hefur verið íslensku þjóðinni til hagsbótar, stóðu danskir borgarar Kaupmannahafnar að í mars- mánuði 1786 ...

16. Maí 2017

Sigríđur Stefánsdóttir skrifar: ÉG FER Í STURTU A.M.K. EINU SINNI Á DAG OG NOTA HÁHRAĐA-TENGINGU ALLAN SÓLARHRINGINN

Þannig hef ég hugsað mér að hafa það svo lengi sem hægt er - með eða án aðstoðar.  Hve lengi er hægt er að halda þessari stöðu fer að sjálfsögðu eftir því hve miklu fjármagni er veitt til velferðarmála svo sem félagslegrar heimaþjónustu.  Það eru einkum tvær hugmyndir sem ég hef lengi staldrað við í sambandi við aðstoð við einstaklinga sem hafa þörf fyrir hana, þ.e. markmiðið að fólk skuli geta búið sem lengst á eigin heimili og að þjónustan skuli m.a. vera félagsleg.  Hvort tveggja er afar teygjanlegt, háð persónulegu mati, mannafla, launum og auðvitað fjármunum. Þurfi ég aðstoð við að komast í sturtu og geti fengið hana heima einu sinni í viku lít ég svo á að ég geti ekki búið heima - eða ættu ...

Slóđin mín:

Frá lesendum

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta