Beint á leiðarkerfi vefsins

Frá lesendum

31. Janúar 2010

BETL?

Algjörlega ósammála þér um ferðina til Haag og framgöngu forsetans. Að ein ríkasta þjóð heims fari enn einu sinni að betla meiri afslátt á skuldum sínum er ekki stórmannlegt. Að forsetinn sé með ómálefnalegt væl á alþjóðavettvangi um einelti segir meir um málefnalega stöðu hans en eðlilega kröfu Hollendinga og Bretu um að við stöndum við margyfirlýstar skuldbindingar okkar. Sem okkur ber ....
Ólafur Guðmundsson

28. Janúar 2010

SAMMÁLA!

Að falla á prófi: Góð grein og hjartanlega sammála. Óþolandi að Seðlabankinn sé í pólitík og noti ekki tækifærið sem felst í sjálfstæðum gjaldmiðli betur ...
Jón Helgi Egilsson

28. Janúar 2010

UM FURÐUSKRIF

...Það er drepið á mörgu góðu á vefsíðunni þinni, en innámilli eru furðuleg skrif manna sem ráðast á þig af illsku, útúrsnúningi og málefnalausum persónuárásum, sem virðast oftar en ekki koma frá atvinnupennum forustu núverandi ríkisstjórnar. Ég er sammála Sigríði S. Einarsdóttur að framferði ríkisstjórnarinnar kallar á fall hennar og fólki gefið tækifæri til að velja sér fulltrúa á Alþingi á ný. Núverandi ríkisstjórn situr á alröngum forsendum, sem gerir forkosningarloforð þeirra sem sitja...
Helgi

28. Janúar 2010

EKKI LÁTA REKA UNDAN ERLENDUM ÞRÝSTINGI!

...Enda tel ég að nú sé rétti tíminn til að ganga á lagið og draga allan okkar málstað uppá yfirborðið meðan við höfum meðbyr erlendis frá og áður en málið sofnar og gleymist. Og sérstaklega nú þegar dómur hefur fallið í Bretlandi um ólögmæti þess að frysta eigur hryðjuverkamanna, þá væntanlega þámt okkar. Enda held ég, þegar grannt verður skoðað, að það eitt að setja hryðjuverkalög á heila þjóð samsvari stríðsyfirlýsingu og ættum við þá jafnvel rétt á stríðsskaðabótum af hendi Breta fyrir það tjón sem við urðum fyrir í kjölfarið. En, áfram Ögmundur, þú ert að standa þig !!
Aðalsteinn Stefánsson

28. Janúar 2010

ALVÖRUUMSKIPTI

 síðustu kosningum fengum við alvöruumskipti á Alþingi. Þjóðarhreyfingin vann stórsigur og fékk 4 þingmenn kjörna beint úr grasrótinni. Eftir að meirihluti Þjóðarhreyfingarinnar hafði snúið flestum kosningaloforðum sínum á haus tók hann að hreinsa til í eigin flokki. Minni hlutinn, sem hafði viljað standa við kosningaloforðin, var lagður í einelti og sendur á "geðveikrahæli", gerður að samviskufanga. Að þessu loknu bundust þessir fulltrúar búsáhaldabyltingarinnar höndum við hrunverja og Ögmundarklanið með það eina markmið að fella annars ágæta ríkisstjórn. Hrunverjar verða að komast í ríkisstjórn til að ...
Pétur

28. Janúar 2010

VINSTRI STJÓRN?

Fyrir nokkru birtist bréf á heimasíðunni þinni sem situr í mér og ég hef farið að hugsa um af meiri og meiri alvöru. Það var greinilega var frá einhverjum afturhaldskalli í VG sem vildi kosningar strax  til að fá tækifæri til að hreinsa þig og samherja þína út úr VG í prófkjöri. Hann var ómyrkur í máli og vandaði ykkur ekki kveðjurnar. Eftir því sem ég hugsa þetta meira finnst mér það vera fín hugmynd að fá kosningar og prófkjör. Ég er nú ekki alveg viss um að niðurstaðan yrði sú sem kallinn óskaði eftir. Satt best að segja  ...
Sigríður S. Einarsdóttir

27. Janúar 2010

BLÖSKRAR SKRIF ÞÍN

Mér var bent á grein sem þú skrifar hér þann 21. jan s.l. Mér blöskrar við að lesa þessi skrif þín. Auðvitað á að sækja fólk til saka sem brýtur af sér, burt séð frá "ástandinu" í þjóðfélaginu. Það var ráðist á fólk sem var að verja þig og samstarfsmenn þína á Alþingi. Mér þykir þú sýna þessu fólki vanvirðingu fyrir sín störf. Ef þessir ofbeldismenn kæmust upp með að vera ákærðir þá er þar með verið að gefa það út að það megi ráðast á öryggisverði, lögreglu og aðra þá sem standa vörð um þingið...
Agnar

24. Janúar 2010

EVRA ER ENGIN ALSÆLA

Enn ein frétt sem staðfestir að Evran er ekki einföld lausn til alsælu á sviði efnahagsmála....
Karl Johannsson

24. Janúar 2010

ÞARF AÐ STOKKA UPP Í HEILABÚINU!

...Í og með skrifa ég þetta bréf mitt með vísan til myndar Gunnars Sigurðssonar, "Maybe I should have". Mér hefur lengi verið hugleikin frábær grein, sem Guðbergur Bergsson, rithöfundur, skrifaði fyrir um 30 árum "Mörg er treyjan" og mig minnir að hafi birst í Þjóðviljanum. Þar varaði hann mjög við evrópu-kratismanum, sem þá var í fæðingu. Margir hlustuðu, en flestir þeirra vildu alls ekki heyra. Í greininni fjallar Guðbergur um innantóma froðu evrópu-kratismans, glansmyndina, sem væri uppdiktuð af valdagírugum mönnum til þess eins að fela og þar með forðast allar valda-afstæður. Við sjáum hvað hann hafði rétt fyrir sér, nú 30 árum seinna. Enn er ...
Pétur Örn Björnsson

23. Janúar 2010

UM "RÓLEGA" OG "ÓRÓLEGA" STJÓRNMÁLAMENN

Ég kaus VG í síðustu kosningum og kosningunum þar á undan einnig. Nú er ég með efasemdir um framhaldið. Það er svoldið skondið að þið sem mér finnst vera mest yfirveguð og jarðbundin í þingflokknum, í bestum tengslum við grasrótina og ástundið lýðræðisleg og gagnsæ vinnubrögð, skuluð vera kölluð "órólega deildin" í VG! Ég er rólegastur gagnvart ykkur og vildi helst sjá ykkur í flokki án þeirra sem sögð eru svo róleg. Slíkan flokk myndi ég kjósa og veit að svo er um marga - ekki bara í ...
Jóhannes Jónsson

22. Janúar 2010

DÝRKEYPT STJÓRNAR-SAMSTARF?

...Mér virðist það vera einbeittur vilji Steingríms að kljúfa frekar flokkinn, en leita sátta. Kannski hann dreymi um að verða formaður Samfylkingarinnar? Samfylkingin er sérhagsmuna-tengdur ný-frjálshyggjuflokkur í anda evrópu-kratisma Blairs og co. Meðan ýmsir forustumenn VG dansa með þeim trylltan dans og drekka stöðugt úr kaleik þeirra með kink á kolli, þá verður okkur mörgum það að spurn, hvort Steingrímur sé ekki orðinn svo blindur og drukkinn af kinki sínu með Samfylkingunni að hann ætti frekar heima þar innanbúðar í koju?
Pétur Örn Björnsson

22. Janúar 2010

ÓÁBYRGT VINDHANATAL?

Þér ætti að vera kunnugt um það að embættið sem þú tókst þátt í að setja á koppinn hefur yfirheyrt bankamenn í tugavís auk fleiri aðila og á eftir að yfirheyra fjöldann allann í viðbót. Ákærur í einföldustu málunum eru í undirbúningi. Þetta veit háttvirtur þingmaður. Flækjustigið í máli þessa fólks sem réðist með ofbeldi á vinnustað þinn, er nú talsvert minna en í hrunsmálum þeim sem eru til rannsóknar. Endurskoðendur og lögfræðingar á snærum bankamannanna sjálfra höfðu nægan tíma til þess að ...
 Runólfur

21. Janúar 2010

HVAR ER RÉTTLÆTIÐ?

Hvar er byltingin ? Að sparka í liggjandi mann þykir ekki manni sæmandi. Ekki nægir að gera skuldugar fjölskyldur gjaldþrota, heldur virðist skylda þeirra sem valdið hefur að fylgja eftir kjaftshögginu með sparki. Hvernig í veröldinni datt skrifstofustjóra Alþingis í hug að kæra mótmælendur sem réðust inn í Alþingishúsið. Liggja þeir ef til vill vel við höggi ? Hefur maðurinn enga dómgreind ? Hvar eru málsvarar skuldara ? Hvar eru kærurnar á hendur þeim sem lögðu landið í rúst ? Sýnum vígtennurnar og látum valdhafa vita af okkur en notum ekki ofbeldi til þess. Treysti þér ...
Skarphéðinn

20. Janúar 2010

UTANRÍKIS-RÁÐHERRA OG ERLENDIR FJÖLMIÐLAR

Eitt skal ég viðurkenna, oft hef ég ekki verið sammála Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, en verð þó að viðurkenna, að síðasta útspil hans, með að senda björgunarsveit´, frá Íslandi, fyrstir allra þjóða, til Haiti, hefur aukið álit mitt á honum mikið. Auðvitað hefur hann ekki tekið þessa ákvörðun einn, ríkisstjórn Íslands, sem heild, hlýtur að hafa þurft að samþykkja þessa aðstoð. Eitt er víst, að þetta hefur orðið þess valdandi, að hróður Íslands vex, heimasíða norska ríkisútvarpsins og fleiri...
Friðjón Steinarsson

20. Janúar 2010

BEINT FRÁ MÍNU HJARTA

Þú talar alltaf beint frá mínu hjarta en orðar hlutina svo miklu betur. Það er nauðsynlegt að Íslendingar eigi sér málsvara. Það er hinum "stóru" þjóðum hollt að fá sannleikann beint í andlitið.
Skarphéðinn P. Óskarsson

20. Janúar 2010

MAÐURINN?

Okkur vantar forustuman á Íslandi ert þú ekki maðurinn ???
Haukur Njálsson

20. Janúar 2010

SAMSTAÐA MEÐ ÍSLENDINGUM

Mikill fjöldi fólks út í heimi stendur með íslenskri alþýðu gegn fjármála krimmunum! Við fólkið, skuldum ekki Icesave þjófnaðinn! Lesið um hvað fólk erlendis skrifar...
Birgir Rúnar Sæmundsson

20. Janúar 2010

ÉG LEYFI MÉR AÐ...

...Ég leyfi mér að benda þér á pistil minn með hugleiðingum um icesave og siðferði...
Hjörtur Hjartarson

18. Janúar 2010

UM "KAPITAL-SÓSÍAL-FASISMA"

...Fyrst af öllu þá vil ég þakka þér Ögmundur fyrir að standa í fæturna fyrir þínum skoðunum. Sömuleiðis vildi ég senda inn athugasemd um atriði sem þú líklega veist nú þegar af. Orðið af götunni var það á sínum tíma að Geir H Haarde hafi notfært sér tengsl sín í Noregi til að fá þeirra aðstoð til að fjármagna enduruppbyggingu íslenska fjármálakerfisins. Norðmenn tóku víst vel í þá beiðni hans og allt virtist ætla að ganga upp þar til að skyndilega var klippt á viðræðurnar. Svíar komust að þessum viðræðum og þögguðu niður í Norðmönnunum. Af hverju? Sagan segir náttúrulega að sænsku bankarnir eigi mikinn pening undir í austantjaldslöndunum Eistlandi, Lettlandi og Litháen og að ef/þegar allt fer á...
Óskar

18. Janúar 2010

FJÁRMÁLAKERFI ESB SKELFUR

...Ég vil fyrst byrja á að þakka þér fyrir svör við ummælum Reinfeld forsætisráðherra Svía um að þeir hafi tekið að sér handrukkun því ummæli hans voru nákvæmlega þannig og ekki batnar að sjá á Bloomberg fréttaveitunni að við mætum kulda við að hrófla við samningunum frá Hollendingum og Bretum. Gott og vel látum þjóðina hafa síðasta orðið og hættum öllu þjarki við þá og þeir geta þá fengið Landsbankann eins og hann leggur sig eða farið í mál. Efta dómstóllinn telur Neyðarlögin standa svo að við þurfum ekki að kvíða því. Lífeyrissjóðirnir okkar eiga ...
Þór Gunnlaugsson

18. Janúar 2010

SKILABOÐ TIL NORÐURLANDA

Frábært hjá þér að taka Fredrik Reinfeldt í nefið, þetta eru ekki vinir okkar. Ískendingar þurfa að koma þeim skilaboðum til Norðurlandaþjóðanna...
Ágúst Kr.

18. Janúar 2010

SVÖRIN Í FJÖLMIÐLUM

..Í grein í Fr.bl.14.jan.2010 skrifar Sigurður Líndal um Icesave málið. Hann undrast eins og flestir Íslendingar hvað valdi síendurtekinni yfirlýsingagleði "Norðurlandahöfðingja" um að "Íslendingar eigi að standa við skuldbindingar sínar" án þess þó að þeir útskýri af hverju. Og yfirlýsingagleði þeirra heldur enn áfram eftir að heimsókn SJS í herbúðir þeirra lauk. Í niðurlagsorðum greinarinnar óskar Sigurður því eftir útskýringum SJS: "Nú birtast á hverjum degi greinar og viðtöl við valinkunna menn sem halda því fram að engar eða í mesta lagi takmarkaðar skuldbindingar hvíli á Íslendingum til að...
Pétur Örn Björnsson

17. Janúar 2010

ÖMURLEG SKRIF

Þau eru ömurleg bréfin Péturs og Kristjóns á vefsíðu þinni.  Báðir aðskilja þeir ekki þjóð og ríkisstjórn þegar um er að ræða Svía og hvorugir virðast skilja að það er djúp gjá á milli íslensku þjóðarinnar og íslenskra einstaklinga sem athafna sig í útlöndum og hafa stórskaðað íslensku þjóðina með lygum, þjófnaði og undirferlum. Jú, það má sannarlega kenna alþjóðasinnum, fjárglæfarmönnum, einkavinavæðingarsinnum og auðvaldsþjónum um óhamingju Íslendinga, en það má ekkert síður kenna núverandi stjórnvöldum um hryggileg afglöp í Iceslave málinu og endur-einkavæðingu bankanna og fjármálafyrirtækjanna ásamt sölu orkufyrirtækja ...
Helgi

17. Janúar 2010

ALÞJÓÐLEG FJÁREIGENDA-KLÍKA

Sæll, Þakka þér einarða afstöðu í Ísbjargarmálinu. Skyldi sænskur almenningur vita að sænsk stjórnvöld eru handrukkarar alþjóðlegrar fjáreigendaklíku? Fáir ef nokkur hefur komið oftar á Bildeberg-samkundur en Carl Bildt...
Ólafur Jónsson

17. Janúar 2010

Í HNOTSKURN

Til að skilja til fullnustu,hvers vegna Bretar og Hollendingar eru svo grimmir gagnvart Íslendingum, er áhugavert að skoða þetta Webcast....Það sýnir í hnotskurn við hvað er verið að eiga fyrir Ísland í dag....
Birgir Rúnar Sæmundsson

16. Janúar 2010

HANDRUKKARAR

Er það ekki nokkuð langt gengið að saka sænsk yfirvöld um að vera handrukkara og að það komi frá stjórnarþingmanni. Ég veit ekki annað en að þessi þjóð hafi komið fram við Íslendinga af rausn og háttsemi. Mér er minnisstæð aðstoð Svía í Vestmannaeyjagosinu sem var einstæð. ...
Pétur

16. Janúar 2010

AÐ ÞEKKJA EKKI SINN VITJUNARTÍMA

Er ekki komin tími til að láta af þessum einstrengingshætti og viðurkenna að sök okkar Íslendinga felst í því að hafa látið líðast það ábyrgðarleysi sem stjórnvöld hafa viðhaft árum og áratugum saman. Fyrir það á þjóðin skilið ærlega flengingu. Ég sé enga skynsemi í hegðun þinni varðandi Icesave og finnst sorglegt að engin skuli leggja þér lið út úr þeim ógöngum. Það er dapurlegt þegar stjórnmálamenn skynja ekki ...
Kristjón Sigurðsson

15. Janúar 2010

NIÐURSTAÐA ÞJÓÐAR ER ALLTAF RÉTT!

...Lýðræði, eða sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar, þurfum við að ræða samhliða Icesave málinu, hvernig við byggjum hér upp réttlátara þjóðfélag sem er bæði opnara og lýðræðislegra en varð til undir forystu þeirra sem nú nálgast eftirlaunaaldur. Liður í þessu er sparkið sem forsetinn gaf okkur ...Fyrst fengum við ekki að kjósa af því við áttum ekkert, og af því við áttum ekkert höfðum við ekki vitið til að bera ábyrgð á atkvæði okkar. Þannig skilgreindi hin nýja stétt borgaranna lýðræðið á sinni tíð. Svo fengu karlar atkvæðisrétt, en ekki ...Ferskt dæmi er þegar forystumenn ríkisstjórnar krefjast þess að allir ráðherrar styðji skilyrðislaust öll mál sem fulltrúar framkvæmdavaldsins bera fram þótt ríkisstjórn sé fjölskipað stjórnvald, jafnvel þótt ...
Ólína

14. Janúar 2010

HVAÐ GERIR ÞÚ ÖGMUNDUR?

...Mig langar til þess að vita hvort að þú munir í aðdraganda þessara kosninga beita þér gegn lögunum og fara þá um leið í herbúðir stjórnarandstöðunar. Ég held að það hafi komið Íhaldsflokkunum á óvart það sem Ólafur gerði. Þeir hafi vonast til þess að hann myndi skrifa undir og þá gætu þeir haldið áfram að reyna að fella ríkisstjórnina og nítt niður forsetann. Ég var og er ósammála Ólafi en þetta er hans ákvörðun og mér dettur ekki í hug að...
Viðar Magnússon

14. Janúar 2010

ÞJÓÐIN VERÐUR AÐ FÁ UPPLÝSINGAR

Hlustaði á samtal þitt í útvarpinu í morgun - Útvarpi Sögu. Það er margt í því sem þú segir sem þjóðin þarf að vita.
Jóhann

13. Janúar 2010

ÖGMUNDUR OG OFRÍKI

Pétur ritar hér pistil undir fyrirsögninni "Ögmundur og Andríki." Hann virðist vera fulltrúi vaxandi stuðnings við þröngsýn öfl innan VG sem nú krefjast þess að innan flokksins rúmist aðeins ein rödd. Pétur telur þig "hugrakkan og valdfælinn héra", bersýnilega vegna skoðana þinna í Icesave-málinu og gerir þig að auki að taglhnýtingi Andríkis frjálshyggjumanna. Í þessum ummælum og málatilbúnaði birtast í allri sinni nekt síð-sovéskar aðferðir þar sem ráðist er á þá sem telja sig sjá fleiri en einn lit í regnboganum. En það er hrætt fólk og aumt sem óttast ...
Helga Þorsteinsdóttir

13. Janúar 2010

ÍSLENSKU LAGARÖKIN UPP Á BORÐIÐ!

Ég hef verið frekar hlynnt að gera samkomulag um innlánsreikninga Björgólfs-feðganna í Hollandi og Bretlandi, en í morgun runnu á mig tvær grímur. Ég las merkilega grein eftir tvo lögmenn í Morgunblaðinu. Greinin er mjög skýr og mennirnir rökfastir...Það er nauðsynlegt til að við almennir kjósendur getum gert upp hug okkar. Við erum mörg sem erum orðin svolítið þreytt á þeim belgingi sem einkennir umræðuna...
Jóna Guðrún

12. Janúar 2010

ÖGMUNDUR OG ANDRÍKI

Nú gefst tækifæri fyrir hugrakka og valdfælna héra að taka þátt í auglýsingaherferð Andríkis til að hafa áhrif á þjóðina. Þannig geta þeir deilt kostnaðinum með frjálshyggjumönnunum og útrásarvíkingunum í Andríki. Ekki veitir af að spara því það stefnir í bæði lengri og dýpri kreppu...
Pétur

12. Janúar 2010

VG HÆGRI SNÚ?

Hvernig er það með alþýðubandalagsarminn í vinstri hreyfingunni - hægri snú? Hverra hagsmuna er hann að gæta? Sverrir Jakobsson fer mikinn í Fréttablaðinu í dag og finnst Icesave málið svo ómerkilegt að vöxtum að það nái varla nokkurri átt að vera tala um það. Einungis 11% af skuldum landsins! Hann fagnar hins vegar einkavæðingu Kaupþings (ég meina Arion með bónusgreiðslunum) og Íslandsbanka og þar með ríkjandi skipulagi í efnahagsmálum heimsins. Stöndum vörð um fjármagnseigendur segir Sverrir Jakobsson og minnist enn og aftur á að Ísland þarfnast umheimsins en umheimurinn ekki Íslands. Sverrir Jakobsson er nefnilega ...
Óháður kjósandi VG

12. Janúar 2010

EKKERT HÆGT AÐ GERA?

...Einn ráðherrann sagði í viðtali að þó það væri hægt að ná fram betra hlutskipti þá væri það ákaflega erfitt. Annar ráðherra skrifaði grein og sagði að við værum nú þegar með besta hlutskipti af öllum mögulegum því önnur væru verri. Svo var haft eftir þingmanni á vefmiðli að öll umræða sem beindist að öðru en núverandi samningi væri á villigötum. Mér finnst morgunljóst að þetta er hægt að draga saman í eina rödd sem segir: Ég get ekki, vil ekki og ætla ekki að ræða það. Það er kannski ekki við hæfi en þessi afstaða minnir mig helst á ...
Árni V.

11. Janúar 2010

NOKKRIR HRÆDDIR HÉRAR AÐ VERJA VALDIÐ...

Sú gíruga þoka sem hefur lengi umlukið margar valdastofnanir þessa lands hefur -meðvitað eða af hugsanaleti- leitt marga á villigötur. Grein þín um "Lýðræði eða forræði?" er mjög góð lýsing á annarlegum sjónarmiðum nokkurra vörslumanna valdsins í "akademíunni". Þeir mættu rifja upp að Akademían var upphaflega sett á laggirnar af Plató á helgistað Aþenu, já Aþenu, gyðju viskunnar. Þeir mættu líka minnast þess að allir menn, nema þá kannski siðblindingjar, vita hvað réttlætið er. Skuggi gilda okkar mannanna, hvort sem er í ...
Pétur Örn Björnsson

10. Janúar 2010

HEFÐI ÞJÓÐIN SAMÞYKKT GULLFOSS-VIRKJUN?

Staðreyndum verður ekki breytt með frösum eins og "síð-sovésk viðhorf" sem ég veit ekki hvað þýðir eða "lýðræði í skömmtum". Þetta eru ekki frasar frá mér heldur þér Ögmundur og e.h. Ólínu. Það sem ég bendi á er að það er ekki samasemmerki milli fjölgunar á þjóðaratkvæðagreiðslum um lagasmíð Alþingis og réttlátara samfélags. Ástæðan er sú að almenningur kýs með "buddunni". Þú virðist trúa því að Kárahnjúkavirkjun hefði ekki verið reist ef málið hefði farið fyrir þjóðina. Ég er ekki sammála þér og ég er nokkuð viss um að ...
Pétur

9. Janúar 2010

HIN SÍÐ-SOVÉSKU VIÐHORF

...Síðan þetta var skrifað hefur stolt mitt vaxið, geng ég nú með þanið brjóst, svo ánægð er ég. Bæði vegna frábærrar frammistöðu forseta í samtölum við erlenda fréttamiðla, en fyrst og fremst vegna samtals hans við fjölmiðla og þjóð sína á Bessastöðum. Þar útskýrði hann ...Forseti missti sig um tíma, lét berast með þungum straumi kapitalísmans og peninganna, og varð uppvís að mörgum axarsköftum, en rakarasonurinn að vestan komst heim aftur og stillir sé upp með þjóð sinni gegnt stofnanaveldinu - gegn hinum upplýstu - gegn hinum síð-sovésku viðhorfum til sjálfrar þjóðarinnar...
Ólína

9. Janúar 2010

VIRÐING FORSETA FYRIR LÝÐRÆÐINU

Ég er afar sáttur við þessa umdeildu ákvörðun forseta, að leggja Icesafe fyrir þjóðina og sýna, að virðing sé borin fyrir lýðræðinu. Það verður bara að koma í ljós, hver niðurstaðan verður og hver verða viðbrögð Breta, Hollendinga og jafnvel Evrópubandalagsins og Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins, Bregðist AGS illa við, hefur sjóðurinn viðurkennt, að ...
Friðjón Steinarsson,
Danmörku

9. Janúar 2010

SVISSNESKT LÝÐRÆÐI?

Til hamingju Ögmundur. Þinn tími er kominn og ég vona að þú takir við flokknum. Þú verður fljótur að vinna okkur upp úr ruslflokknum og vinna bug á samsærisþjóðunum. Hins vegar er kannski ágætt fyrir þjóðina að vera í ruslflokki við byggjum hvorki stóriðju eða aðra vitleysu á meðan. Þá ber að fagna að fyrir baráttu þína höfum við...
Lapan

9. Janúar 2010

ÞJÓÐARATKVÆÐA-GREIÐLSA TIL ILLS?

Ákvörðun forsetans var hvorki rökrétt né líkleg til að verða farsæl fyrir íslenska ríkið til lengri tíma litið. Með snöggum viðbrögðum ráðamanna getur verið að mesta skaðanum hafi verið bjargað fyrir horn í bili en það á eftir að koma í ljós. Viðtalið sem forsetinn átti við breskan blaðamann var ómerkileg uppákoma ...Það er langt frá því að aukin þátttaka almennings í stjórnun landsins með þjóðaratkvæðagreiðslum sé samasammerki með réttlátara samfélagi. Dæmin tala sínu máli. Í Bandaríkjunum eru til ríki sem ganga afar langt í þessum efnum og almenningur fær að kjósa um flest mál. Þessi ríki eiga það sammerkt að vera skuldugusu ríki Bandaríkjanna, opinber þjónusta er engin og félagslegt óréttlæti mest. Þá virðast lög í anda rasisma eiga greiða leið í slíku fyrirkomulagi eins og ...
Pétur

9. Janúar 2010

FRÁ SJÓNARHÓLI SANNGIRNINNAR

... Mér fannst málflutningur Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur sannfærandi þegar hún færði rök fyrir því að nú væru forsendur til að færa Icesave inn í nýjan farveg í ljósi þess að málstaður Íslands nyti nú betri skilnings en áður á erlendri grundu. Kristján Þór Júlíusson heyrðist mér einnig vera á þessu máli. Aðalsteinn Leifsson taldi hins vegar að staða Íslands væri þrengri nú en áður. Mér fannst umhugsunarvert að heyra þá Kristján og Aðalstein ræða annars vegar hvort Bretar og Hollendingar væru líklegir til að gefa eftir (einsog Aðalasteinn spurði) og hins vegar hvort Bretar og Hollendingar myndu sætta sig við samninginn ef þeir væru í stöðu Íslands (einsog Kristján spurði). Þetta er nálgun deiluaðila. Nálgun Guðfríðar Lilju var hins vegar ...
Sunna Sara

9. Janúar 2010

KOMUMST EKKI UNDAN SKULDINNI

Ég var ósammála forsetanum í dag og ég held að mikið af því fólki sem hann vitnaði í og þú hefur einnig gert Ögmundur hafi skrifað undir mótmælin vegna þess að það taldi að við gætum komist undan því að borga þessa skuld, en nú keppast hinir nýju viðhlæjendur forsetans við að fullvissa þjóðinna um það að við munum að sjálfsögðu borga þetta bara eftir okkar höfði. Vonandi ertu ánægður með nýju vinina þína og vonandi tekst að forða landinu frá frekari skaða en orðinn er,en finnst þér ekki rétt að þeir þríburar Bjarni,Sigmundur og Þór fái umboð til þess að fara til London og ganga frá þessu lítilræði. Finnst þér það ekki skjóta skökku við að ...
Viðar Magnússon

8. Janúar 2010

ÁKALL TIL ALÞINGIS

...En, þá getum við horft til manns eins og Þorgeirs Ljósvetningagoða, þess vitra manns, í von um að íslenskir stjórnmálamenn hætti á nýju ári að ástunda 4-flokka keppni í skítkasti, eða migu-keppni, heldur einbeiti sér að því EINU að leita leiða til að finna sameiginlega sáttargjörð fyrir hönd lands og þjóðar, að sameina en ekki sundra þjóðinni. Finni þeir þær leiðir og vinni eftir þeim, þá mun þjóðin fylkja sér tvíefldari en fyrr. En...þeirra leiða hafa íslenskir atvinnu-pólitíkusar, því miður, ekki enn borið gæfu til að leita í sameiningu að. Þangað til...spyrjum við um gildi friðarins á nýju ári...
Pétur Örn Björnsson

7. Janúar 2010

ENDURSKOÐUM NORRÆNT SAMSTARF

Samfara slökkvistarfi utanríkisráðherra á vegum brunaliðs stjórnarráðsins ætti sá ágæti maður að leyfa sér að hugsa stórt. Hugsa stórt og endurmeta nokkrar af þeim helstu undirstöðum sem utanríkisstefna Íslendinga hvíldi á, hvíldi á segi ég, enda hljóta bæði háskólasamfélagið og sumir reyndustu starfsmenn utanríkissráðuneytisins að átta sig á, að undanfarið hefur komið í ljós að utanríksstefna landsins er ein rjúkandi rúst eftir það skipbrot sem orðið er í samskiptum við svokallaðar vinaþjóðir Íslendinga. Bretar og Hollendingar, vinir úr NATO fara fyrir hjörðinni, en í humátt á eftir þeim feta sig, varlega, Norðurlandaþjóðir, aðrar en eyþjóðirnar í vestri. Þetta eru þjóðirnar sem hafa gert Eystrasaltslöndin að Afríku norðursins, hlaðið þar upp fé og mergsogið alþýðu manna í ...
Hafsteinn

7. Janúar 2010

MATSFYRIRTÆKI Í ÞÁGU HVERRA?

...Ef við samþykkjum ríkisábyrgð á Icesave möglunarlaust og skuldir þjóðarinnar aukast sem því nemur, virðist sem við fáum betra mat á greiðsluhæfni ríkisjóðs, en ef áframhaldandi vafi leikur á því hvort við þurfum að borga, sem leitt gæti til minni skulda ríkissjóðs. Þetta þýðir einfaldlega að ef við skuldum sannanlega meira fáum við betra mat, en ef við skuldum hugsanlega minna. Fyrir hvaða bankastjóra getum við borðið þetta á borð, ef þetta snertir ...
Kristján Auðunsson

7. Janúar 2010

JÁKVÆÐARI EN RÍKISSTJÓRNIN?

Mikið er skrifað í bresk blöð (sjá tengla í Guardian og Telegraph hér að neðan). Hér eru menn jákvæðari í garð Íslands en íslenska ríkisstjórnin. Eins eru íslenskir bloggarar á fullu út um allan heim að tala máli okkar og skýra út málstaðinn. Sorglegt að ríkisstjórnin skuli ekki vera í því liði...
Hreinn K

7. Janúar 2010

FORSETINN GERÐI RÉTT

...Forsetin gerði akkúrat það sem honum bar að gera samkvæmt stjórnarskránni og hagsmunum þjóðarinnar gagnvart Icesave, en það er að láta þjóðina taka endanlega ákvörðun í málinu eins og það stendur í dag. Þegar fjárkúgararnir hafa afneitað lífsnauðsynlegum fyrirvörunum sem mikið var haft fyrir að samþykkja á Alþingi. Málið er að enginn Íslendingur neitar að standa í skilum réttmætra og sanngjarnra skulda, en það sem liggur fyrir er banvæn fjárkúgun sem ...
Helgi

6. Janúar 2010

MIKILVÆGUR ÖRYGGISVENTILL

...Það er að sjálfsögðu hjóm eitt að halda fram að nú sé kerfið allt ónýtt vegna þess að forseti hafi vísað máli til þjóðarinnar. Það þýðir miklu frekar að nú vitum við að kerfið virkar. Baki forseti sér persónulegar óvinsældir hjá gömlum vinum sínum þurfa þeir bara að ræða það í sínum hópi en það er óþolandi að heyra alla stjórnmálaskýrendur landsins taka upp umræður um félagslega einangrun Ólafs Ragnars.
Árni V.

6. Janúar 2010

VILL NÝTT VG ÁN "ÞÍN"

Skemmdarverk sem jafnast á skemmdarverk útrásarvíkinganna. Hinn mjög svo vanstillti forseti Íslands hefur nú gert tilraun til að fremja eitthvert mesta skemmdarverk á íslenskri þjóð sem unnið hefur verið. Sem örlagavaldur getur þú Ögmundur eignað þér all nokkuð af "heiðrinum". Það sem gæti bjargað þjóðinni væri að við fengjum Alþingiskosningar sem fyrst og þá verður þjóðin að fá tækifæri til að kjósa stjórntæka hluta VG, þ.e. án þín...
Natan

5. Janúar 2010

KOMINN HEIM!

...Hryggilegt er að sjá og heyra ýmis þau ummæli sem fallið hafa eftir ákvörðun forseta Íslands og æsingurinn eða uppnámið sem ákvörðun hans hefur kallað fram á bestu bæjum, er staðfesting á að lítið þarf til að koma alls kyns opinberum talsmönnum úr jafnvægi. Þeir ættu að róa sig niður. Hér varð efnahagslegt og menningarlegt hrun og við vinnum ekki bug á afleiðingum þess sem einstaklingar heldur sem þjóð. Þennan kost færir forseti okkur nú. Mér finnst ég geta verið stolt af forseta mínum. Kjarni ákvörðunar hans hefur að sumu leyti farið fyrir ofan garð og neðan í dag. Kjarninn er að mínum dómi þessi...
Ólína 

5. Janúar 2010

BRETAR ÆTLA AÐ HJÁLPA TIL!

Það er athyglisvert að heyra Paul Myners, breska bankamálaráðherrann, segja að ríkisstjórn hans muni aðstoða ríkisstjórn Íslands í þjóðaratkvæðisgreiðslunni til að tryggja rétta niðurstöðu. Ríkisstjórnin á því von á stuðningi erlendis frá við að kúga Íslendinga. Þetta kemur fram í ...
Hreinn K

5. Janúar 2010

FORSETINN VIRKJAR LÝÐRÆÐIÐ

Sundrungin í þjóðfélaginu hefur því miður orðið til þess að okkur Íslendingum hefur ekki tekist að sameinast um neina víglínu gagnvart kröfum Breta og Hollendinga. Þess vegna þurfum við nú að geta reitt okkur á forseta þjóðarinnar. Hann er sá eini sem getur hafið þetta mál upp úr skotgröfum pólitíkurinnar og þjappað þjóðinni saman til að verja hagsmuni sína. Þetta getur hann gert með því að bera Icesavemálið fyrir þjóðina. Flestir Íslendingar telja nú að draga eigi þessa víglínu um fyrirvara Alþingis sem settir voru á Icesave-ríkisábyrgðina í sumar þrátt fyrir að núverandi frumvarp hafi komist í gegnum þingið. Með Icesave lögunum í sumar sagði þjóðin við alþjóðasamfélagið að ...
Ólafur Elíasson

5. Janúar 2010

VILL RÍKISSTJÓRNIN EKKI ÞESSA ÞJÓÐ?

Sammála mati þínu á Icesave, þjóðaratkvæðagreiðslu og lífi ríkisstjórnarinnar. Það er ekki alþingiskosningar eða ný stjórnaróvissa sem þjóðin vill. Þjóðin kaus sér þessa ríkisstjórn í vor, þjóðin vill sennilega ekki Icesave-II, ef ríkisstjórnin vill ekki þessa þjóð er okkur vandi á höndum.
Gunnar Skúli Ármannsson

5. Janúar 2010

VAR HISSA EN VIRÐI RÖKIN

Ögmundur, ég var hissa þegar þú felldir tillögu Péturs Blöndal daginn svarta 30. desember vitandi það að Icesave gæti komist í gegn sem lög. Samt virði ég rökin þín í ræðu þinni þann kolsvarta og niðurlægjandi dag um að þú héldir að forsetinn myndi virða lýðræðið og þjóðarviljann. Öll mín trú á VG í heild hefur fokið út í veður og vind, þó ég trúi enn á ...
ElleE

5. Janúar 2010

RÍKISSTJÓRNIN MÁ EKKI FARA FRÁ!

Nú er svo komið, að forseti Íslands verður að leyfa þjóðinni að kjósa um Icsafe. Ég hef lesið töluvert af þeim erlendu blöðum, sem fjallað hafa um málið. Finnst reyndar tónninn hafa breyst núna og sumir, jafnvel breskir fjölmiðlar, sýna þjóðinni skilning og jafnvel samúð. Hvað sem skeður, á ríkisstjórnin auðvitað að sitja áfram. Það eina sem ríkisstjórnin hefur gert, var að taka við hruni nýfrjálshyggjunnar...
Friðjón Steinarsson

4. Janúar 2010

UM STAURBLINDAN VANANN

...Margar viðteknar stofnanir ríkisins og valdakerfisins hafa sofið á verðinum. Það er hverjum hugsandi manni augljóst. Þær verða að vakna og spyrja sig gagnrýninna spurninga um hvað þeim var ætlað að sinna, hver hlutverk og markmið þeirra áttu og eiga að vera. Þessar stofnanir eru td. Alþingi, stjórnmálaflokkar, dómstólar, stofnanir atvinnulífsins (þmt. SA og ASÍ), fjármálastofnanir og síðast en ekki síst fjölmiðlar. Þangað til þessar stofnanir, hinar hugmyndafræðilegu valdastofnanir, vakna af sofandahætti sínum, getum við ekki annað en sett spurningamerki við tilverurétt þeirra. Við erum hvorki meira né minna en að spyrja um sjálfa hornsteina lýðræðisins. Við þurfum að losna undan ...
Pétur Örn Björnsson

4. Janúar 2010

VILL TRÚVERÐUGT SVAR

Mér þætti vænt um ef þú gætir skýrt þessa dæmalausu fléttu með/móti Icesave og þjóðaratkvæði. ps. ég hef ekki skrifað þér áður og geri ráð fyrir trúverðugu svari (t.d. að láta ríkisstjórn halda en samt halda haus) sem ég tel vera fullgilt og heiðarlegt svar...
GÖG

4. Janúar 2010

FLÝTUR MEÐ STRAUMNUM

...Ég verð að segja að ég varð fyrir vonbrigðum með þig í gær ég hélt að þú værir ekki maður sem létir þig fljóta með straumnum en ég sá það á atkvæði þínu að það gerðir þú í þetta skiptið að minnsta kosti samt ætla ég að vona að þú eigir góð áramót og að á næsta ári muntu sjá að þú gerðir ekki rétt.
Viðar Magnússon

4. Janúar 2010

UMFJÖLLUN UM SIGURÐ NORDAL

Að mörgu leyti athyglisverð umfjöllun um Sigurð Nordal. Vandamálið er að vel menntaður og upplýstur maður þessa tíma gat vart lagt fram annað en það sem teljast verða tilviljunarkenndar fullyrðingar um nútímasamfélag. Þ.e.a.s. rökrétt fullyrðing samtímans er tilviljunarkenndur rökstuðingur okkar samtíma.
GÖG

4. Janúar 2010

HVER ER AFSTAÐAN?

Veist þú afhverju Guðfríður Lilja sem ég kaus í seinustu kosningum, sem var svo á móti Icesave, ætlar að kjósa með því á næstu dögum eftir að hafa sagt annað? Hún sem hefur verið mikill andstæðingur þess að við göngum inní kúgunarsamfélag ESB og AGS (eins og Ásmundur formaður Heimsýnar)...
Ásdís Helga Jóhannesdóttir

3. Janúar 2010

VILL VG EKKI ÞJÓÐARATKVÆÐA-GREIÐSLU?

... Þá er það rangt hjá Birni Val að forsetinn hafi kallað á Indefence. Sá hópur óskaði eftir fundi með forsetanum. Ef þeir Viljhálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson vilja viðra sínar persónulegu skoðanir á Icesave við forsetann hljóta þeir að óska eftir viðtali við hann. Hvers vegna ætti hann að hlusta meira á þá tvo en sextíuþúsund Íslendinga? En hvernig er það Ögmundur, er Björn Valur Gíslason að tala fyrir hönd VG? Eruð þið ekki fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu?
J.A. félagi í ASÍ

3. Janúar 2010

ÁTÖK FRAMUNDAN

...Ljóst er undirrituðum að allmargir þingmenn stjórnarflokkanna höfðu þegið sakramentið áður en knallið hófst, og virtist tunguvefjan marga þeirra nánast ofurliði bera. Marshall virtist á tímabili birtast í fyrstu sem aðstoð, en góð nálgun fjaraði út enda búið að leggja þær línur sem þykja þurfti. Ég legg þunga áherzlu á, að framundan eru átök svo um munar og þá er gott að vera í liði því sem ...
Óskar K Guðmundsson, fisksali

1. Janúar 2010

Á HEIMLEIÐ

...Var að hlusta á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands. Hvet þig og alla lesendur til að hlusta á hann, lesa ávarp hans af blaði og hugsa um orð hans.  Honum hefur ekki mælst jafn vel að mínum dómi síðan 2001 - 2002. Því ber að fagna. Ólafur Ragnar er á leiðinni heim.
Ólína

Bréf til síðunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

18. September 2017

UM KOSNINGAR OG RÍKISSTJÓRN

 Ef valdið heim nú viljið þið,
verður nýtt að prófa.
Kosningu ef klúðrum við,
kætist flokkur bófa.
...
Kári

15. September 2017

LANDINN FRJÁLS

Loksins verður landinn frjáls,
losnar við Íhaldið.
Ber þá enga hespu um háls
og alþýðan fær valdið.
Pétur Hraunfjörð

6. September 2017

HEIMSVIÐSKIPTIN ÞRÓUÐ Í FINNAFIRÐI

Efla hefur þróað Finnafjarðarverkefnið. Það er kallað viðskiptaþróun. Hugmyndin er að olíuhreinsunarstöðin risastóra verði í Finnafirði. Þá er hægt að nýta höfnina bæði fyrir olíuskip og fyrir siglingar yfir Norðurpólinn þegar ísinn verður bráðnaður.
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir

6. September 2017

ERUM Á LEÐINNI

Stærsta höfn á norðurhveli í Finnafirði og stærsti flugvöllur á norðurslóðum í Keflavik. Ætlum við að láta Björgólf hjá Icelandair, Skúla í Wow og bæjarstjórann í Langanesbyggð færa okkur inn í 21. öldina á sínum forsendum? Ég held við þurfum ekki fleiri stýrimenn til að komast fram af brúninni. Við virðumst vera á réttri leið til að komast þangað.
Haffi

6. September 2017

ENN UM MINNISVARÐA

Fróðelgt væri að fá fréttir af því hver urðu afdrif beiðni stríðsminjanefndar Bandaríkjanna um minnisvarða í Höfða um framlag BNA til freslsisbaráttu mannkyns á seinni hluta tuttugustu aldar, þar með talið Víetnam og Hiroshima. Sagt var að Reykjavíkurborg væri að skoða þessa málaleitan. Hver skyldi hafa orðið niðurstaðan?
Jóel A. 

30. Ágúst 2017

VERÐUR ÞETTA SVONA?

Pistill þin hér á heimasíðunni um fyrirhugaðan minnisvarða í Höfða er umhugsunarverður! Ég hafði svo sannarlega ekki hugsað þetta á þennan veg en er sammála því að það þurfi að gera. Það undarlega er hve lítil umfjöllun er um þetta! Verður þetta svona, hvernig væri að einhver fréttamiðill beindi þeirri spurningu til borgaryfirvalda?
Jóhannnes Gr. Jónsson

25. Ágúst 2017

GÓÐ KVEÐJA!

... I represent a collective (@NirAadCollectiv) opposing Indias draconian biometric ID program, called Aadhaar. I read with great interest the article http://www.katoikos.eu/interview/icelandic-minister-who-refused-cooperation-with-the-fbi-ogmundur-jonasson-in-an-interview.html ... and I was quite taken in with your viewpoints expressed with such clarity and preciseness. There are so many sentences that can be quoted in this interview. Since I was extremely impressed with this interview and since your ideas and thoughts resonated with our, I wanted to drop you a message of gratitude. In solidarity towards a more socially just world. PS: I hope this small letter reaches you :)
Nir Aadhaar Collective

17. Ágúst 2017

ÆRULAUSIR MENN

Hafa löngum kerfið kreist,
kraflað út á jaðar.
Upp ei verður æra reist,
sem engin er til staðar.
Kári

30. Júlí 2017

DÝR VERÐUR SOPINN

Það er rétt hjá þér að þegar við höfum tapað frá okkur neysluvatninu og það komið á einkahendur verður dýr vatnssopinn, jafnvel þótt við böðum okkur ekki úr einkavæddu flöskuvatni! En það verður líka dýrt að ferðast um Ísland og dýrara með hverri vikunni sem líður því sífellt fleiri stökkva upp á rukkunarvagninn. Ríkisstjórnin er hin ánægðasta með einkavæðingu náttúrunnar og almenningur andvaralaus ef þá ekki ...
Jóel A.

30. Júlí 2017

ÚTI AÐ VINNA!

Nú fangarnir frá Kvíabryggju
frjálsir um sveitina vinna
Vanti þig aðstoð þá hafðu í hyggju
að óþrifa verkum sinna.
...
Pétur HraunfjörðBSRBVGAlþingi

Póstlisti

Hér að neðan geturðu skráð þig á póstlista Ögmundar. Skráðir aðilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

27. Júní 2017

Sveinn Elías Hansson skrifar: RÍKIÐ SKERÐIR RÉTTINDI ALDRAÐRA OG ÖRYRKJA, MEÐ EIGNUM RÍKISSJÓÐS

Þegar launamenn greiða hlut af launum sínum inn í lífeyrissjóði, sem þeir eru skyldugir að gera, þá er EKKI greiddur tekjuskattur af þessum greiðslum, þannig að ríkið á hluta af þessum greiðslum þegar þær eru greiddar út og þær eignir SKERÐA réttindi lífeyrisþega. Ríkið skerðir semsagt greiðslur til lífeyrisþega, með eignum sínum. Við getum tekið einfalt dæmi til að sýna fram á þetta ...

14. Júní 2017

Sveinn Aðalsteinsson skrifar: ÞEGAR DANIR KOMU ÍSLENDINGUM TIL HJÁLPAR OG REFSKÁKIN Í STJÓRNMÁLUM

Undirritaður skrifaði neðanskráðar hugleiðingar, eftir lestur smápistils Jónasar Kristjánssonar á vef- miðli hans. Þjóð sem er illa að sér í eigin sögu er illa á vegi stödd. Við sem komin eru yfir miðjan aldur voru alin upp við að lesa mjög þjóðernislega, einsleita og að hluta til ranga Íslandssögu Jónasar frá Hriflu. Mjög fáir Íslendingar hafa heyrt um það sem ég tæpi á hér að neðan, þ.e. að einasta „byltingin" sem gerð hefur verið íslensku þjóðinni til hagsbótar, stóðu danskir borgarar Kaupmannahafnar að í mars- mánuði 1786 ...

16. Maí 2017

Sigríður Stefánsdóttir skrifar: ÉG FER Í STURTU A.M.K. EINU SINNI Á DAG OG NOTA HÁHRAÐA-TENGINGU ALLAN SÓLARHRINGINN

Þannig hef ég hugsað mér að hafa það svo lengi sem hægt er - með eða án aðstoðar.  Hve lengi er hægt er að halda þessari stöðu fer að sjálfsögðu eftir því hve miklu fjármagni er veitt til velferðarmála svo sem félagslegrar heimaþjónustu.  Það eru einkum tvær hugmyndir sem ég hef lengi staldrað við í sambandi við aðstoð við einstaklinga sem hafa þörf fyrir hana, þ.e. markmiðið að fólk skuli geta búið sem lengst á eigin heimili og að þjónustan skuli m.a. vera félagsleg.  Hvort tveggja er afar teygjanlegt, háð persónulegu mati, mannafla, launum og auðvitað fjármunum. Þurfi ég aðstoð við að komast í sturtu og geti fengið hana heima einu sinni í viku lít ég svo á að ég geti ekki búið heima - eða ættu ...

Slóðin mín:

Frá lesendum

Stjórnborð

Forsíða vefsins Stækka letur Minnka letur Senda þessa síðu Prenta þessa síðu Veftré Hamur fyrir sjónskerta