Beint á leiđarkerfi vefsins

Frá lesendum

29. Desember 2011

EKKI NEMA EITT HRUN

Nú ætlar VG að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Það þurfti ekki nema eitt hrun til að fá VG til að skilja yfirburði kapítalismans.
Hreinn K

27. Desember 2011

TREYSTU ŢJÓĐINNI!

...Hluti styrksins er ætlaður í tækjakaup við nýja námsbraut fyrir ráðstefnutúlka við Háskóla Íslands. Hagstofan fær um 132 milljónir króna til að bæta gerð þjóðhagsreikninga." Jæja Ögmundur minn, þykist þú enn enga ábyrgð bera á þessari aðlögun, sem fleiri og fleiri hugmyndafræðilegar stofnanir ríkis-valdsins eru hægt og bítandi að njörva líf okkar aumra niður, án þess að þjóðin hafi nokkru sinni beðið um það? Þjóðin hefur aldrei beðið um eða kosið um inngöngu og aðlögun að ESB! Þú Ögmundur, sem hluti valda-kerfisins, hefur vald til að stoppa þetta rugl af. Þú ert mas. í odda-stöðu, veistu það ekki? Það eina sem þú þarft að gera er að ...
Gapandiundrandi

27. Desember 2011

KJÓSA UM ESB

Ég er svo fegin að vg-manneskja sér og viðurkennir að þessi þjóð verður að koma ESB-kosningamálinu frá sér! Þótt fyrr hefði verið. það er löngu kominn tími til pólitískt séð, að Íslendingar segi sinn hug (einu sinni eða tvisvar eins og Norðmenn). Ég er ein af þeim sem vil samninginn og mun ekki segja "já" við hverju sem er, en geri mér fyllilega grein fyrir umhverfi Íslands síðastliðin 40 ár (kannski ólíkt fyrrverandi stjórnvöldum?). Við landsmenn hefðum átt að ...
Anna B. Mikalesdóttir

27. Desember 2011

NÝ STEFNA?

Bæjarstjórnarmeirihluti VG og SF í Hafnarfirði samdi nýverið við erlendan banka um endurfjármögnun á eldri lánum sem bærinn hafði ekki staðið í skilum við í nokkurn tíma. Bærinn og erlendi bankinn (eða skilanefnd hans) hafa nú náð samkomulagi um lánin gegn því að Hafnarfjarðarbær veðsetji 15% hlut sinn í hinu opinbera fyrirtæki HS-Veitur. Fyrirtækið sem er í almannaeigu og hefur þann tilgang að ...
Hermundur

27. Desember 2011

UM FERĐAKOSTNAĐ OG ANNAĐ

Já dagpeninga og ferðakostnaðarmál eru umtöluð í fjölmiðlum og kanski ekki furða þegar hann er yfir 1.1 milljarður. Þarna greinir menn á hvers vegna eru þessir dagpeningar greiddir ráðherrum þótt ríkið greiði í raun allan ferðakostnaðinn. Það hefði mátt spyrja hver greiðir launakostnað ráðherra sem vinna um kvöld og helgar ásamt ferðum erlendis án þess að gera sérstakan reikning fyrir yfirvinnu hvað þá að bæta við sig heilu ráðuneyti. Þetta hefði verið kölluð þrælavinna eða af ættjarðarást en ekki vildi ég skipta. Fargjöld eru dýr og þess vegna ...
Þór Gunnlaugsson

23. Desember 2011

SPURT OG SVARAĐ

...Tillaga um aðildarumsókn að Evrópusambandinu er lögð fram til þess að íslenska þjóðin fái tækifæri til að hafna eða samþykkja samning um aðild að sambandinu þegar hann liggur fyrir. Er þetta ekki það sem þú Ögmundur kallar í dag endemis rugl. En hvernig greiddi Ögmundur Jónasson atkvæði þessu endemis rugli þann 16.07.2009??
Jón Heiðar

23. Desember 2011

TRÚNAĐARMÁL?

...Athyglisvert að þinn flokkur sem er í oddastöðu í Hafnarfirði skuli nú hafa veðsett land bæjarins til þrotabú erlends banka. Þú hafnar Nubo sem ætlaði í uppbyggingu en þinn flokkur samþykkir afsal lands til vaxtamunaviðskipta! Svipað og í Icesave málinu framan af, er leyndarhyggjan um vaxtakjör og önnur atriði sláandi fyrir sjtórnmálaflokk sem boðar gagnsæi og allt upp á borðinu. Á einhver að trúa því að lánasamningur sveitarfélags við þrotabú gjaldþrota banka sé trúnaðarmál?
Arnar Sigurðsson

22. Desember 2011

VAR ŢETTA SVONA?

Er það ekki rétt munað hjá mér að VG hafi viljað þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um aðild að ESB en Samfylking ekki viljað það? Virtist eitthvað bangin við lýðræðið. Á endanum hafi VG gengist inn á að fara fram með umsóknina. Í Kastljósi var að skilja á Össuri Skarphéðinssyni að VG hefði verið sérlega áhugasamt um umsókn og að meirihluti kjósenda flokksins vilji ólmir inn í ESB. Er hægt að segja hvað sem er án þess að ...
Jóhannes Gr. Jónsson

21. Desember 2011

VIĐ GETUM VARIST

...Það sem mér liggur á hjarta nú er Schengen samningurinn. Ég horfði á Cameron gera Breska þinginu grein fyrir synjun sinni á nýjum sáttmála ESB og hvað liggi þar á bak við og ekki sparaði hann stóru orðin um ágæti samninganna við ESB. Hann staðfesti að Bretar væru og yrðu 100% aðilar að ESB en tækju aldrei upp Evruna og ekki yrði Schengen tekið upp þar í landi þar sem stjórnvöld vildu halda þjófagengjum og ræningjum frá landinu en ekki bjóða þeim í veiðitúra þar. Þetta eru stór orð og ...
Þór Gunnlaugsson

20. Desember 2011

ODDSSKARĐ Í VEGI FYRIR FLUTNING

Ég hef stundað skólagöngu núna í haust til Neskaupstaðar og lent í því að þurfa að sneiða frá grjóti sem hrunið hefur úr lofti ganganna, og þá hafa ekki verið framkvæmdir af neinu tagi, hvað sem þessum umræddu myndum líður þá er hætta inní göngunum og það á ekki að gera lítið úr henni. Ég hefði kosið að flytja til Norðfjarðar til að auðvelda skólagönguna sem ég þarf að taka með vinnu en ég fæ ekki maka minn til að flytja þangað bara út af Oddskarðinu og göngunum. Mér finnst líka að það megi koma fram að...
Skarpi

20. Desember 2011

FRÁLEITT AĐ STÖĐVA LANDSDÓM!

Landsdómur er ekki hefðbundinn glæpamannadómstóll eins margir virðast álíta. Landsdómi má rétt eins líkja við sjópróf. Þegar alvarlegur atburður gerist úti á sjó er það rannsakað fyrir dómi þar sem skipstjórinn og aðrir sem að málinu koma eru kallaðir til upplýsinga og ábyrgðar. Komist er að því hvort skipstjórinn eða aðrir hafi gert mistök eða sýnt af sér vanrækslu. Þjóðarskútan strandaði og það er afar mikilvægt að öllum hliðum þess máls sé velt upp fyrir Landsdómi. Þjóðin á heimtingu á því og ...
Pétur Kristjánsson

19. Desember 2011

SAMBĆRILEGT?

Þakka svarið við spurningu minni í gær um Landsdómsmálið. Kemur ekki til skoðunar að embætti Sérstaks saksóknara verði lagt niður með sömu rökum?
Kristján Sig. Kristjánsson

18. Desember 2011

ER HĆFA...?

Er hæfa í því að þú styðjir tillögu Sjálfstæðisflokksins að draga til baka kæru Alþingis á hendur Geir Haarde?....
Kristján Sig. Kristjánssson

18. Desember 2011

HVATNING

Ég bið þig að vera níðsterkur ráðherra og að láta stöðva öll nauðungaruppboð strax enda eru þau ólögleg. Ég bið þig að vera níðsterkur ráðherra og að láta stöðva Vörslusviptingu ehf starfsseminni sinni og að láta loka þeim. Ég bið þig að vera níðsterkur ráðherra og að beita þér fyrir því að Ríkisstjórn Íslands slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. Ég bið þig að vera níðsterkur ráðherra og að beita þér fyrir því að Viðskiptabankastarfssemi og Fjárfestingargammbl verði aðskilið. Ég bið þig að vera níðsterkur ráðherra og að ....
Jón Þ

17. Desember 2011

TILGANGURINN HELGAR EKKI MEĐALIĐ!

Sá viðtal í BBC við Christopher Hitchens sem dó í gær. Þar sagði hann: "having an honourable motive is no excuse for betraying your principles". (Góð markmið réttlæta ekki svikin grunngildi, eða kannski: Tilgangurinn helgar ekki meðalið).
B.Ö.

17. Desember 2011

DEILUR BITNA Á SAKLAUSUM

...Þetta má koma í veg fyrir einfaldlega með því að gefa sýslumanni og dómurum heimild til þess að úrskurða um sameiginlega forsjá og umgegni og ekki sýst LÖGHEIMILI! Því í dag hefur faðirinn engan rétt til aðstoðar við uppeldi barnanna vegna einmitt lögheimili þeirra! En lögheimili barns er ekki hægt að breyta nema með samþykki BEGGJA foreldra! Og í þessu tilfelli mun móðirin aldrei samþykkja breytingu, þar sem hún hefur fínar tekjur af því að halda lögheimili barnanna hjá sér. Hér þarf einhver að hafa heimild til þess að ganga á milli og sjá til þess að jafnt SÉ jafnt. Að réttlætinu sé fullnægt, barnanna vegna! Með von um að Lögheimilisreglur barna verði ýtarlega skoðaðar.
Kv. Borghildur

15. Desember 2011

ERLEND UMFJÖLLIN

Umfjöllun í fjölmiðlinum ntdtv.com um Grímsstaðamálið http://www.youtube.com/watch?v=xnPA62ggvww Wiki um fjölmiðilinn http://en.wikipedia.org/wiki/New_Tang_Dynasty_Television
abc

15. Desember 2011

AĐ STANDA Í LAPPIRNAR

Takk fyrir Ögmundur, haltu áfram að standa í lappirnar. Við þurfum fólk eins og þig.
Magnús Þór Indriðason

15. Desember 2011

EKKI MEĐ DÓMSÚRSKURĐ

Starfsemi vörslusviptingafyrirtækja er ólögleg það liggur fyrir. Ég krefst þess að þú látir loka vörslusviptingafyrirtækjunum og leggir starfsemi þeirra niður. P.s. Þessir aðilar eru aldrei með dómsúrskurð uppá vasann þegar þeir fara á stjá.
K.v. Jón Þ.

14. Desember 2011

SAMMÁLA UM GRÍMSSTAĐI, EKKI FANGELSI

...Ég vildi færa þér bestu þakkir fyrir að standa fastur á úrskurði þínum og ráðuneytismanna sem réttri og einnig því að lögin yrðu haldslaus til framtíðar litið. Þetta er erfiður biti en samt réttur og ég gleðst yfir því að Björn Bjarnason fyrrum ráðherra skuli veita þér fullan stuðning við ákvörðunina. Ég er hinsvegar afar ósáttur við þá ætlan að byggja nýtt fangelsi á Hólmsheiði fyrir milljarða ...
Þór Gunnlaugsson

14. Desember 2011

SEGJUM OKKUR ÚR EES!

Nú er kominn tími til að segja sig úr EES, enda hefur sá samningur ekkert haft í för með sér annað en óhamingju...
Björn Jónasson

13. Desember 2011

ŢÖKK!!!

...Það verður að nema burt svokallaða meginreglu sem ráðamen telja sig geta farið eftir, að aðeins þegnar EES megi kaupa land og náttúruauðæfi á Íslandi, sem er algjör fyrra!!! Ég veit Ögmundur, að ég tek djúpt í árina þegar ég segi sannfærður og heilshugar, að eina von íslensku þjóðarinnar sé að við göngum strax úr EES, annars er aðeins um tímaspursmál að ræða hvenær íslenska þjóðin tapar landi sínu og náttúruauðæfum og þar með sjálfstæði sínu, þjóðlegum ákvörðunarrétti og þar með tilveru sinni! Ögmundur, þessi ferill blasir við okkur! Ögmundur, það má segja að við höfum unnið síðustu orrustu, en stríðið sé óunnið!
Ég get vel ímyndað mér að...
 Helgi Geirsson

13. Desember 2011

RÉTT AĐ NEITA!

Við þökkum þér fyrir að neita kínverjum um að kaupa lönd á Íslandi.
Ásdís Gísladóttir og Sigurður Kristinsson

13. Desember 2011

EKKI SELJA LANDIĐ

Vil þakka þér fyrir að selja ekki landið okkar.
Jón Kjartansson

12. Desember 2011

EKKI HĆGT AĐ KAUPA Í KÍNA!

Það hefur enn ekki komið fram svar við spurningu sem brennur á mér í neinum fjölmiðli. Ef ég sem Íslendingur hefði nægt fjármagn gæti ég þá farið til Kína og keypt upp stór landssvæði eða myndu Kínversk lög stöðva mig ?
Sigurður H. Stefnisson

12. Desember 2011

RÉTT ÁKVÖRĐUN

Ég lýsi yfir ánægju minni með ákvörðun þína varðandi Grímsstaði á Fjöllum. Ég tel þig hafa tekið rétta ákvörðun.
Kristbjörg Þórisdóttir

12. Desember 2011

EKKI AĐ EILÍFU!

...Mig langar að þakka þér fyrir að forða okkur frá því að selja Kínverjum sem svarar einu þjóðríki (Möltu) af okkar hálendi. Ég spyr hvað er þetta fólk að hugsa? Þessi maður kann að vera vandaður ljóðelskandi nátturuverndarsinni en hann lifir ekki að eilífu! ...
Ágúst B Herbertdóttir, Hjúkrunarfræðingur

12. Desember 2011

UM TVO FINNBOGA

Sæll, flottur pistill og takk fyrir komuna á opnun sýningarinnar. Smá leiðrétting, Finnbogi Hermannsson, faðir minn er ekki ein af fyrirsætum sýningarinnar eins og segir í myndatexta, en aftur á móti er Finnbogi Örn barnabarn Finnboga Hermannssonar ein af fyrirsætum sýningarinnar. Finnbogi Hermannsson er er enn ekki talinn fatlaður, en ...
kv. Auður, dóttir Finnboga H og móðir Finnboga Arnar

11. Desember 2011

VIĐ HÖFUM REYNSLUNA!

...Styð þig 100% í að hafna kaupum kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum. Það á alls ekki að leifa útlendingum að kaupa jarðir á Íslandi. Ef þú hefðir samþykkt þessi kaup þá væri búið að missa tökin á þessum málum endanlega. Við höfum reynslu af kaupum Íslendinga sem stofnuðu einhver skúffu fyrirtæki og lugu hér út peninga sem skipta hundruðum miljóna til að kaupa upp jarðir út um allt land sem endaði síðan í fanginu á bönkunum og almenningur verður trúlega að ...
 Ólafur Hallgrímsson

11. Desember 2011

ŢÖKK

Ögmundur : Haf þökk fyrir góða frammistöðu í Grímsstaðamálinu.
Magnús Marísson

10. Desember 2011

LAND ER MEIRA EN EIGN

Þakka þér fyrir Ögmundur! Engin ein kynslóð hefur rétt til að selja landið fyrir stundargróða. Okkur ber að gæta þessa lands og skila því áfram til komandi kynslóða. Eins og ríki óðalseigandinn segir í breskum framhaldsþáttum sem nú eru sýndir á RUV "I alone am not the owner of Downton - only the custodian for generations to come". Enn og aftur ....
Margrét

10. Desember 2011

STUNGIN TÓLG

...Veit um mann í Venesúela sem vill kaupa Breiðafjörð. Þá eru samtök í Kólumbíu sem vilja fala Þjórsárver fyrir ríflega upphæð. Heyrst hefur um áhuga á Vestfjarðarmiðum og hótelkeðja í Pétursborg sýnir Herðubreið vaxandi áhuga.
Jóhannes Kristjánsson

10. Desember 2011

HVERGI HVIKA

Hafðu hugheilar þakkir fyrir ákvörðun þína, Ögmundur. Önnur niðurstaða kom ekki til greina en þurfti bæði kjark og heilindi við sannfæringu sína til að hvika hvergi.
Jón Örn Marínósson

10. Desember 2011

AĐ SELJA Í BÚTUM

Takk fyrir að selja ekki landið í bútum.
Sigurður Ólafsson

10. Desember 2011

ALLIR HUGSANDI MENN

Viturleg ákvörðun. Eins og vænta mátti af þér, Ögmundur, tókstu viturlega ákvörðun eftir ítarlega athugun á málinu, að hvorki væri leyfilegt né skynsamlegt að selja útlendingi 300 ferkílómetra lands. Vonandi styðja þig allir hugsandi landsmenn.
Tómas Helgason

10. Desember 2011

FYRIR OPNUM TJÖLDUM

Það er gott að sjá framkvæmdavaldið vinna vel og faglega, fyrir opnum tjöldum þar sem fulltrúar löggjafarvaldsins vilja hafa skýr lagaákvæði að engu. Haf þökk fyrir Ögmundur.
Ólafur S. Andrésson

10. Desember 2011

Í HEIĐURSFLOKK!

Nú verð ég að segja það sama og áður hefur verið sagt: Loksins, loksins. Já, loksins hefur íslenskur ráðherra staðið í báða fætur gegn erlendri ásókn í landið okkar, með gylliboðum um gull og græna skóga. Auðvitað er það dálítið skrýtið að þakka fyrir að farið sé að lögum. En svo oft fram að þessu hafa jafnvel landslög verið brotin til að þóknast erlendu valdi. Já, erlendu auðvaldi. Hvað ef þessum Kínverja hefði verið seldir þessir 300 ferkílómetrar af landinu okkar? Hefði þá verið hægt að ...
Jóhann B. Sveinbjörnsson

10. Desember 2011

GOTT!

Vel af sér vikið, Ögmundur. Það er víst ekki allt undir sólinni falt fyrir fé.
Jónas Knútsson

10. Desember 2011

HEFUR SAMFYLKINGIN EKKI FYLGST MEĐ?

Ég vildi aðeins lýsa einlægum stuðningi mínum við þig varðandi ákvörðun þína og ráðuneytis þíns að selja ekki þessu kínverska hlutfélagi og aðaleiganda þess, en þar að baki er auðvitað kínverska ríkið, landið að Grímsstöðum. Ég var sjokkeruð að heyra viðbrögð þingmanna Samfylkingarinnar og einnig forsætisráðherra og ráðherra ferðamála Katrínar Júliusdóttur, auk fyrrum samgönguráðherra. Ég get ekki skilið hvað Íslendingar eru annaðhvort heimskir eða illa upplýstir um Kínverja og hvernig ...
Linda Ragnarsdóttir

9. Desember 2011

HVERNIG LOSNA MÁ VIĐ SIĐBLINDA STJÓRNMÁLAMENN

...Samfylkingin sem lengi hefur verið flokkurinn minn talar mikið um erlendar fjárfestingar þessa dagana. En það fer lítið fyrir greiningu. Er það virkilega svo að það skipti litlu máli hvað býr að baki og í hverju er fjárfest. Er virkilega ætlast til þess að við landsmenn bjóðum velkominn hvaða Trójuhest sem fellur undir hugtakið erlendur fjárfestir? Sölumenn erlendrar íhlutunar tala um ljóðskáld, náttúrufegurð og hjálpsemi. Tillaga mín er þessi...
Sigurjón Mýrdal

9. Desember 2011

ENGIN SKAMMTÍMA-SJÓNARMIĐ!

...Við verðum að sýna fyrirhyggju og passa upp á allt sem að við eigum. Sérstaklega núna. Við Íslendingar erum svo fá, að það tæki ekki langan tíma fyrir okkur að verða leiguliðar í eigin landi. Vona svo innilega að eignarhald okkar á Íslandi verði áfram í okkar eigu en ekki selt til útlanda, eins og margir vilja. Jú þetta er landið okkar.
Guðmundur Davíð Gunnlaugsson

8. Desember 2011

1% AF ÍSLANDI UNDIR HÓTEL?

Þakka þér fyrir Ögmundur, að stöðva vitleysuna varðandi Grímsstaði á Fjöllum. Það er fráleitt að menn þurfi að eignast 1% Íslands til að hefja hér hótelrekstur.
Sigurður Böðvarsson, læknir

8. Desember 2011

FORDĆMI SEM EKKI VĆRI KOMIST FRAMHJÁ

Þú átt heiður skilinn, Ögmundur, fyrir að hafna erindi Nubos um að fá að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Mér finnst lögin skýr og ef þú hefðir orðið við erindinu væri ekki hægt að neita neinum, sem vildi kaupa jarðnæði hérlendis, um eitt eða neitt nema með því að brjóta reglu jafnræðis...
Guðvarður

8. Desember 2011

ARFLEIFĐ BARNA OKKAR

Ég vil þakka þér innilega fyrir þessa ákvörðun að fara eftir lögum í Grímsstaðarmálinu. Þú ert betri stjórnmálamaður og sannari fyrir vikið. Landið okkar er lítið en auðugt af því sem verður eftirsóknavert í nánustu framtíð, stöndum því vörð um þann auð. Skyndigróði og skyndiákvarðanir er skammgóður vermir þegar hugsað er til langs tíma, og ættu stjórnmálamenn hafa í huga hverskonar ...
Jenný Þorsteinsdóttir

8. Desember 2011

OG LEYNILEGA...

Vaxtagjöld ríkisins eru tæpir áttatíu milljarðar. Það eru 20% allra gjalda ríkisins. Alveg einsog í fyrra. Hver ákveður vaxtagjöldin? Þau eru ákveðin á fimm manna fundum. Leynilega. Til hamingju ...
Hreinn K.

8. Desember 2011

SELJUM EKKI UNDAN OKKUR JÖRĐINA!

...Það er mjög óviðkunnanlegt að hlýða á samfylkingarþingmenn blása í fjölmiðlum um það að ekki þurfi að fara að lögum í þessu máli, ætli þeim finnist þá að það sé óþarfi að fara að lögum svona yfirleitt ef það er meira á öðru að græða? Það er vægast sagt slæmt viðhorf og það er örugglega engin sérstök upphefð ef slíkt spyrst til fjárfesta úti í heimi eftir það sem hér gerðist árið 2008. Þeir verða ...
Ásdís Kristinsdóttir

8. Desember 2011

ŢAKKIR

Kæri Ögmundur, Takk fyrir hugrekkið.
Helgi Hrafn Jónsson

8. Desember 2011

VERĐMĆTASTA EIGNIN

Orusta er unnin, en ekki stríðið. Landið okkar er verðmætasta sameign þjóðarinnar og það er EKKI til sölu. Takk fyrir að standa vaktina og taka rétta ákvörðun.
Einar Bragi Indriðason

7. Desember 2011

SÖNNUNINA AĐ FINNA Í HEIĐARDAL

...Ég er ekki stuðningsmaður VG,en styð þig heilshugar í Grímstaðarmálinu. Það á aldrei að selja land,Heiðardals salan sannar það.
A.S. Einarsson

7. Desember 2011

200% SÖNNUNARBYRĐI!

...Þegar hrunklíkan telur vera höggvið nálægt sér er Hæstarétti beitt til að gæta þess að þeir séu látnir óáréttir. Þeir munu óspart klaga til æðri réttar sé minnsti vafi um eitthvað. Hæstiréttur hefur á undanförnum árum gert auknar kröfur til sönnunarbyrðar og sönnun þarf helst að vera 200%! Það er von að ákærur gangi hægt enda á réttlætið allt undir því að Hæstiréttur ...
Guðjón Jensson, Mosfellsbæ

5. Desember 2011

SÍĐASTA GRÁĐUGA BARNIĐ ENN ÓFĆTT!

...Sú ákvörðun að synja þessu erlenda fyrirtæki að kaupa upp nokkuð stóran part af landinu er sönn í ljósi sjálfbærni, hugtak sem er sérstaklega ætlað til að verja hagsmuni komandi kynslóða.
Næst á dagskrá hlýtur að vera að Alþingi sjái til þess að lög um eignarhald þjóðarinnar á landi og öðrum náttúrauðæfum verði styrkt enn frekar og séð til þess að landið verði örugglega áfram í eign þjóðarinnar eftir okkar daga. Þau þurfa að vera afdráttarlaus og þannig úr garði gerð að hvergi verði hægt að efast um þau. Það verður alltaf að finna gróðrapunga sem horfa á...
Sigurður Atlason

5. Desember 2011

NÓG KOMIĐ

...Ég get ekki sagt annað en það að mikið er ég stoltur af því að menn eins og þú standir upp á móti straumnum og segir hingað og ekki lengra. Seljum ekki landið okkar auðmönnum, það er nóg komið af því.
Páll K.

4. Desember 2011

SYSTUR TVĆR

Siðleysi og græðgi, systur tvær.
Svört er tungan, beittar klær.
Úr glyrnum illum grimmdar él.
Glúpnar örn við Þursasker.
Hreinn K

4. Desember 2011

HEILBRIGĐ SKYNSEMI BREGST EKKI!

Með þakklæti fyrir skynsamlega ákvörðun varðandi Grímsstaði á Fjöllum. Það á ekki að selja landið til útlendinga, heldur eiga þeir að eiga það sem búa í landinu. Skynsamleg nýtin og búseta haldast í hendur. Heilbrigð skynsemi bregst ekki. Takk kærlega Ögmundur, Guð blessi þig.
Ester Sveinbjarnardóttir

4. Desember 2011

EKKI LÁTA HRĆĐA ŢIG!

Heiður og sómi. Kærar þakkir Ögmundur fyrir rétta ákvörðun. Gott að þú virðir lögin. Láttu ekki Samfylkinguna hræða þig, það eina sem þeir vilja er að gefa Ísland burtu...
Gústaf Adollf Skúlason

4. Desember 2011

ŢAKKIR

Ég er Íslendingur búsett erlendis og er mjög þakklát að salan á landinu til Kínverja gekk ekki i gegn. Ég vona að lögum verði ekki breytt þvi landið er líitð og fólk áttar sig seint a þvi hve krumlan er stór og hve mkill skaði gæti verið hérna fyrir þjóðina. þakkir til þin Ögmundur.
Þórunn M Águstsdottir

3. Desember 2011

EKKI AFTUR TEKIĐ!

...Ég er ánægð með að þú ferð eftir settum lögum en segir ekki að þau séu "börn síns tíma" eins og "sumir" nota óspart ef lög eru þeim eða vinum þeirra í óhag, og komast upp með það! Enn og aftur undrast maður að græðgin heltaki fólk svo, að það sjái ekki augljósar afleiðingar af óðakaupum erlendra fjárfesta á landinu okkar! Við skulum ekki halda að það sé fyrir okkur gert! Það er kominn tími til, þó fyrr hefði verið, að hugsa áður en það er framkvæmt. Við lifum það örugglega af þó við seljum ekki okkar dýrmæta land! Það verður ekki aftur tekið!
Hólmfríður Valdimarsdóttir

1. Desember 2011

HÁRRÉTT!

Hárrétt ákvörðun hjá þér Ögmundur. Þú ert stjórnmálamaður sem hugsar, þorir og getur. Við Íslendingar seljum ekki handritin okkar gömlu, hvað sem kynni að vera í boði eða hefur einhverjum dottið það í hug ? Við getum selt aðgang að landinu rétt eins og að handritunum og leigt það en við seljum það ekki með þessum hætti.
Skarphéðinn P. Óskarsson

1. Desember 2011

LIGGUR Í AUGUM UPPI

Kærar þakkir, Ögmundur, fyrir að hafna því að erlendur auðmaður fái að kaupa Grímsstaði. Það liggur í augum uppi, að hefðir þú samþykkt þetta erindi, hefðirðu tekið lögin úr sambandi og þau í raun og veru orðið gagnslaus og merkingarlaus. Láttu svo ekki þitt eftir liggja í stuðningi þínum við Jón Bjarnason.
Guðvarður

1. Desember 2011

TAKK

Takk fyrir Jón. Ást kæra Ísafold,við viljum ekki selja þig. Takk fyrir Ögmundur og Jón fyrir að vera Íslendingar.
Viðar Sigurðsson

1. Desember 2011

EKKI SJÁLFSTĆĐ ÁN LANDS!

Takk fyrir þína góðu framgöngu í Nubo málinu, ég heyri ekkert annað en hrósyrði um þína afgreiðslu. Mér finnst ógnvekjandi hvað samstarfsflokkur þinn í ríkisstjórn er einarður í að selja frá okkur landið. Þitt hlutverk í ríkisstjórninni er því enn mikilvægara. Án lands erum við ekki sjálfstæð þjóð.
Kristján Pálsson

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

14. Október 2018

LANG - LANG BEST

Allsherjar samstaða ákveðin sést
upp sultarkjörin skal hífa
Og auðvitað væri það lang-lang ...
Pétur Hraunfjörð

7. Október 2018

GUĐ BLESSI HEIMINN

Geir bað Guð að blessa landið,

gjaldþrotið og þjóðarstrandið.

Við höfum þanka

...

Pétur Hraunfjörð

 

3. Október 2018

UPPGJÖRIĐ VIĐ UPPGJÖRIĐ: ÍSLENSKIR BANKSTERAR Í AĐAL-HLUTVERKI

Uppgjör við útrás landans
ugglaust ræða má
þegar allt fór til fjandans
og fjöldinn hrunið sá.
...
Pétur Hraunfjörð

2. Október 2018

BRENNIVÍN Í BÚĐIR

Áfengið þau elska mest,
ölið kæra, sanna.
Þörfu ráðin þekkja flest, þ
etta má ei banna.
Kári

20. September 2018

HERĆFINGAR NATÓ MEĐ MEIRU

Herskipin nú hópast að
í heræfingum gellur.
Og flugvélar hér fylltu hlað
að sækja Kanamellur.
Pétur Hraunfjörð

16. September 2018

ŢARF AĐ TALA SKÝRAR UM PENINGAÖFLIN

Sæll Takk fyrir fundinn fyrr í dag (í gær). Verður hægt að nálgast glærurnar og upptöku af fundinum? ... Eitt sem mér fannst nokkuð einkennilegt var að mikið var talað um peningaöfl en samt ekki hver þau í raun væru í núverandi samfélagi. Orðin ferðaþjónustua og hótel voru lítið sem ekkert notuð. Það gæti enginn sagt að VG hefði gert neitt nema að beygja sig niður fyrir þeim öflum á kostnað íbúa borgar og lands. Líf dásamar airbnb og heldur áfram núverandi meirihluta. Katrín talar á móti skattalagabreytingum því hún vinni gegn minni félögum. SJS gerir lítið út umhverfisáhrifum ferðaþjónustunnar ...
Daníel Þór

12. September 2018

ŢEGAR JÓAKIM VON AND FĆR VÖLDIN

Þakka þér fyrir að standa fyrir fundi um braskavæðingu borgarinnar. Ég hvet sem flesta að leggja leið sína í Efstaleitið og verða vitni að því sem þar er að gerast. Í stað opins fallegs svæðis þar sem Útvarpshúsið naut sín vel er nú komin mini-Manhattan nema að á Manhattan hefði þetta aldrei verið leyft! Vísa ég þar í Central Park sem ...
Jóel A.  

12. September 2018

HAG-FRĆĐINGAR TIL LIĐS VIĐ SA

Kjararáðið kepptist við,
k
aupið hækka toppa.
Fjögur prósent fáið þið,
flóðið viljum stoppa.
Kári

23. Ágúst 2018

MEIRIPOKA-MENN HANNESAR

Meiri pokann margur vó,
Mammons trú þeir játa.
Í minni pokann mega þó,
menn við dauða láta.
Kári

21. Júlí 2018

TIL HAMINGJU!

Nú sjötugur ´ann segist vera
og sennilega er rétt
En ellina mega ýmsir bera
Ögmundur gerir það létt.
...
Pétur HraunfjörðBSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

8. Október 2018

Gunnar Örn Gunnarsson skrifar: MANNAUĐS-STJÓRNUN EĐA „ŢRĆLAHALD".

Það er sorglegt að átta sig á því að alþjóðlegir auðhringar, eigendur allrar stóriðju á Íslandi, sem hugsa fyrst og fremst um hagnað og gróðavon, fari miklu betur með sinn mannauð en opinberar stofnanir sem reknar eru að meirihluta til af almannafé. Mikil umræða hefur verið um styttingu vinnuvikunnar og sitt sýnist hverjum og veltur það aðallega á „hagsmunum" þeirra sem um fjalla eða á misskilinni hagsmunagæslu ákveðinna aðila. Það skal tekið fram að eftirfarandi samanburður er ekki gerður til að öfundast út í þá sem vinna í stóriðju eða til að grafa undan þeim réttindum og kjörum sem þar hafa náðst ...

27. September 2018

Ţórarinn Hjartarson skrifar: HĆGRI-POPÚLISMINN - HELSTA ÓGN VIĐ LÝĐRĆĐIĐ?

RÚV, popúlisminn og hnattvæðingin; Hvaðan kemur hægri-pópulisminn, hvert er samband hans við hnattvæðinguna og ríkjandi stjórnmálastefnur á vesturlöndum, hvað vantar í greiningu/umfjöllun fjölmiðla og meginstraums-stjórnmálaflokka á honum? Ef hlustað er á RÚV fæst sú mynd að mesta vandamál í stjórnmálum Vesturlanda og jafnvel heimsins alls sé hægripopúlismi/ þjóðernispopúlismi. Sem er ekki rétt, en stafar af því að RÚV er málgagn markaðsfrjálslyndrar, hnattvæddrar, kapítalískrar heimsvaldastefnu (vestrænnar). Sem stafar aftur af því að ...

3. Júlí 2018

Kári skrifar: ŢJÓĐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að búast úr þeirri áttinni. Umræða um „hag­ræðingu" kemur fyrir lítið, eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum; eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að engu. Þjóðareign varð að „þjófaeign". Það er kjarni málsins. Hið svokallaða „framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu meintrar hag­ræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...

Slóđin mín:

Frá lesendum

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta