Fara í efni

Frá lesendum

DRÖG AÐ BYLTINGU

Eftirfarandi ljóð er að finna á samnefndri geislaplötu sem Kristján Hreinsson, skáld, er að senda frá sér um þessar mundir:Af þjófunum birtast svo magnaðar myndir,við meinum þeir finna ráðmeð brosandi andlit við olíulindirþeir árangri hafa náð.Menn verðlauna íslenska umhverfissóðasem arðræna þjóðarsálog nota hér allan sinn olíugróðaí íhaldsins leyndarmál. Er furða þótt siðleysið valdhafinn verndiog veiti hér daglega fórnþeim herrum sem tryggja að hagnaður lendihjá helmingaskiptastjórn?Að varðveita hræsni þeim herrum mun sæmasem hafa hér völdin ennþví ríkisstjórn auðvaldsins aldrei mun dæmaþá ótíndu glæpamenn.Er olíuveldið með allan sinn hroðafær íhaldsins skjól og hlífþá ykkur ég átök og byltingu boðasem bæta mun okkar líf.Er furða þótt siðleysið valdhafinn verndiog veiti hér daglega fórnþeim herrum sem tryggja að hagnaður lendihjá helmingaskiptastjórn? 

Er samkeppni til hækkunar jákvæð?

Í leiðara Fréttablaðsins í dag er svo að skilja að blaðið fagni samkeppni í raforkumálum! Þetta hljómar undarlega því nú kemur á daginn að fyrstu kynni neytenda af samkeppninni verður hærra raforkuverð um áramótin þegar samkeppnisfyrirkomulag Valgerðar Sverrisdóttur og félaga verður að veruleika.

Varðstaða verkalýðsfélaga í alþjóðamálum mikilvæg

Sannast sagna þykir mér virðingarvert hve vel BSRB er vakandi í alþjóðamálum. Ég sé á heimasíðu þinni, að formaður Póstmannafélagsins, Þuríður Einarsdóttir, er nú kominn til Japans á vegum BSRB ásamt Einari Ólafssyni, einnig frá BSRB og Gylfa Arnbjörnssyni frá ASÍ.

Um kvóta, strandsiglingar og maurasýru

Komdu sæll. Eins og Norðlendingum er háttur þá kynni ég mig. Finnur Sigurðsson, dóttursonur Siglaugar Brynleifssonar rithöfundar, málara, menntaskólakennara svo eitthvað sé nefnt.

Forsætisráðherra sagði ósatt í Kastljósi

Forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, laug í Kastljósi í gærkvöldi. Hann sagði þar orðrétt, "við vorum beðin um...að styðja það að Saddam Hussein væri komið frá á grundvelli ályktunar Sameinuðu þjóðanna nr.

Hver skyldi vera tímaskekkjan Bjarni Ármannsson?

Í morgunútvarpi var viðtal við Bjarna Ármannsson bankastjóra Íslandsbanka. Hann sagði lán úr opinberum Íbúðalánasjóði "leifar frá gömlum tíma".

Sátt við VG

Ég er mjög sátt við stefnu VG í skattamálum sem öðru. Stundum verð ég agndofa að fylgjast með Samfylkingunni í skattaumræðunni.

Guantanomó - "víti á jörðu" - hverjir mótmæltu?

Eftir viðtal við breskan blaðamann í Ríkissjónvarpinu er ég að reyna að rifja það upp hverir studdu innrásina í Afganistan, sem gat af sér “Guantanamó-helvítið á jörð”.

BJÖRN DREYMIR BUSH

Staðan víst er orðin aum. og ekki lengur fyndin;. Björn á nú þann besta draum. að Bush sé fyrirmyndin.. Kristján Hreinsson, skáld

Húrra fyrir ÖBÍ !

Öryrkjabandalag Íslands birtir heilsíðuauglýsingu í blöðum í dag með mynd af ríkisstjórninni og áminningu um svikin loforð hennar gagnvart öryrkjum.