Fara í efni

Frá lesendum

“KALDHÆÐNI ÖRLAGANNA” Í ÞJÓÐARBÓKHLÖÐUNNI

Ekki vísast hér til titils hinnar frábæru bókar eftir verðlaunahöfundinn Cassie Miles, sem út kom árið 1994, tilheyrandi þeirri ágætu rauðu seríu; Ástir og afbrot, og má sem flestar aðrar perlur bókmenntanna nálgast á þjóðbókasafni Íslendinga.

TELUR ÞÚ AÐ BUSH MUNI SKERÐA ALMANNATRYGGINGAR?

Ef bandaríska þjóðin væri spurð þessarar spurningar myndi hún án efa svara játandi. Þar með væri ekki sagt að hún væri fylgjandi niðurskurði í tryggingakerfinu.

ÖL OG AUGLÝSINGAR

Eru vinstri menn uppteknir af umbúðum á léttöli? mkvÞráinn  Sæll Þráinn.Hér vísar þú greinilega í þingmál VG um að bjórframleiðendum verði gert skylt að aðgreina umbúðir áfengs öls frá léttöli með greinilegum hætti.
DAUÐINN Á GAZA KL. 23.00

DAUÐINN Á GAZA KL. 23.00

Allt of sjaldan sinnir Ríkissjónvarpið því mikilvæga hlutverki að sýna athyglisverða og vekjandi þætti um alþjóðamál.

STÓRT OG LÍTIÐ

Sæll Ögmundur.Sé þú ert að fjalla um mistökin sem gerð voru á Stöð 2 þegar fréttamaður taldi sig vera með upplýsingar í höndunum sem sönnuðu að forsætisráðherra væri ósannindamaður.

NEYÐARFUNDUR Í FRAMSÓKN

Í fréttum í dag kemur fram að Framsóknarmaddömurnar hafi verið á súpufundi á Hótel Borg. Rætt var um þann alvarlega atburð að 43 nýir félagar gengu í flokkinn.

Vinstri grænn af öfund?

Mikil drift og hugmyndaauðgi hefur einkennt ráðherratíð framsóknarkonunnar Valgerðar Sverrisdóttur. Ég vil einungis tína til fáein dæmi þessu til sönnunar.Af miklum rausnarskap gaf hún dugmiklum einstaklingum Landsbankann með húð og hári við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu.

FRÁ ÖRBIRGÐ TIL ATHAFNA

Langt og farsælt samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ríkisstjórn hefur borið ríkulega ávexti. Af mörgu er að taka en ég vil að þessu sinni vekja athygli á róttækri tilraunastarfsemi stjórnarinnar í málefnum þeirra sem þurft hafa á virkilegu stuðningsátaki að halda í lífsins þrengingum.

VANDAÐRI VINNUBRÖGÐ Í SAMFYLKINGUNNI?

Mikið er ég sammála Þórunni Sveinbjarnardóttur alþingiskonu í útvarpsfréttum í gær að þörf sé á vandaðri vinnubrögðum í Samfylkingunni.

40 ÍRASKIR STRÍÐSKLUKKUTÍMAR

Sæll.Ég var að lesa pistil þinn um hjálparaðstoðina. Ríkisstjórnin sem virtist virtist miða sig við Pokasjóð hefði sennilega aldrei hækkað framlag sitt ef VG hefði ekki látið í sér heyra og þannig komið áleiðis reiði fjölda fólks yfir þessari smánarlegu upphæð.Davíð hélt því fram að þetta hefði bara verið nokkurs konar "fyrsta hjálp" en svo hefði komið í ljós að umfangið hefði verið miklu meira - miklu fleiri látnir en áður var haldið.