Fara í efni

Frá lesendum

Að skjóta og sprengja

Halldór Ásgrímsson verðandi forsætisráðherra segir að menn hljóti að styðja vini sína. Væntanlega á ráðherran við að annars sé vináttan bara plat og geta allir tekið undir það.

Um unglingadrykkju

Blessaður.Þetta er fínt innleg hjá Guðrúnu (sjá les.bréf 10/3). Hins vegar er unglingadrykkja þ.e.a.s hve oft unglingar "detta í það " að aukast hvernig sem á  það er litið og því ekki um tegundabreytingu að ræða.

Unglingar drekka ekki meira - þeir drekka annað

Ég var að renna yfir grein á heimasíðunni þinni um bjórdrykkju unglinga (reyndar var greinin um auglýsingar á áfengi).

Það margborgar sig að skera niður í menntakerfinu!

Um leið og ég þakka félaga Þjóðólfi athyglisverðan pistil um hægðakenningu Guðna Ágústssonar, en hún gengur út á það að góðar hægðir séu betri en miklar gáfur, vil ég benda mínum kæra vini á mikilvægt atriði sem mér sýnist að honum hafi algerlega sést yfir.

Hvers vegna kærir enginn?

Sæll, Ögmundur. Ég er alveg sammála þeim sem vilja allar bjórauglýsingar burtu úr sjónvarpi og blöðum. Hitt gegnir furðu að enginn stjórnmálamaður sem nú er á þingi skuli hafa beitt sér gegn því að eimingartæki og efni tíl vín- og ölgerðar skuli vera til sölu í ýmsum verzlunum.

Hægða- og gáfnafarsrannsóknir Guðna Ágústssonar

Enn og aftur hefur það sannast að góðir hlutir gerast hægt eins og segir í kjörorði Samtaka áhugafólks um hvers kyns hægðatregðu.

Kostnaðarvitund

 Það er mikið talað um kostnaðarvitund um þessar mundir.  Einkum eru það boðberar hins algera peningafrelsis sem um það tala og þá einkum skort á þessari vitund hjá sjúkum, öryrkjum og öldruðum, en það eru hópar sem sumum þykir greinilega vera fyrir.

Um Stofnsáttmála SÞ

Sæll Ögmundur. Alltaf áhugavert að lesa síðuna þína. Annars vantar mig upplýsingar sem mér dettur í hug að þú getir hjálpað mér með.

Sniðugt hjá Íslendingum

Bankarnir birta uppgjör sín fyrir síðasta ár um þessar mundir og kemur í ljós að það er alls ekki svo slæmur bisniss að reka banka nú á dögum.

Um ómeðvitaða pólitíkusa og vímuefnavarnir

Sæll meistari ÖgmundurÁ ágætum vef þínum skrifar þú um málefnalegt innlegg Þorleifs Gunnlaugssonar í umræðu um vímuefnameðferð."En að lokum þetta að sinni: Þeir aðilar sem eru faglegir og vinna markvisst og hafa auk þess sannað sig, þurfa ekki að óttast rækilega úttekt og umræðu um þennan geira heilbrigðisþjónustunnar eins og lagt er til í umræddri þingsályktunartillögu."Þetta er ekki rétt Ögmundur.