...Ég hef áður sagt, að það að vera stöðugt að agnúast útí
framsóknarmenn í ríkisstjórn en vera síðan í borgarstjórn með sama
flokki, sé einsog að bölva mafíunni en vera í vígðri sambúð með Al
Capone. Og ég er viss um að þessi samlíking er sannari en svo að
henni megi gleyma...Mikill fjöldi manna hér í borg hefur hug á að
gera andlit hinna óháðu sýnilegt og menn vita það margir hverjir að
þegar kemur að því að efla R-listann þá eru óháðir það afl sem til
þarf...Ég mæli með því, að þeir sem skipa umræðuhópa Vg og
Samfylkingar, boði á sinn fund fulltrúa óháðra. Þannig held ég að
skapa megi trúverðuga einingu um ...
MORGUNBLAÐIÐ sagði í leiðara 28. apríl: "Það er ekki hægt að búa
til sérstakan forréttindahóp í landinu, sem nýtur allt annarra og
betri kjara en almennt gerist - ríflegra eftirlauna þrátt fyrir að
vera í fullu starfi á ágætum launum hjá sama vinnuveitanda. Það er
ekki hægt að misbjóða almenningi með þessum hætti." Víst er það
hægt. Formenn stjórnmálaflokkanna lögðu á ráðin með Davíð Oddssyni
um einmitt þetta, sjálfum sér til handa - og hafa komist upp með
það. Kattarþvottur á eftirlaunalögunum frá í desember 2003...Á
Alþingi Íslendinga er engin stjórnarandstaða. Því er ekki að undra
hömluleysið: Eigur almennings færðar útvöldum gegnum einkavæðingu;
hefndarlög um fjölmiðla; lög um að ríkislögregla geti án
dómsúrskurðar hlerað við hverja borgararnir tala; löglaus og
siðlaus stuðningur við árásarstríð...
...Í nýjasta framlagi Björns Inga sækir hann, að eigin sögn að
minnsta kosti, í smiðju Ólafs heitins Jóhannessonar, fyrrum
forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, til að
lýsa ... Allt um það, með palladóminum er vitanlega ætlunin að
koma enn höggi á formann BSRB. Er ekki að sökum að spyrja að í
meginlýsingunni, sem Björn Ingi hefur að eigin sögn fengið að láni
hjá Ólafi, hittir hann fyrst og fremst sjálfan sig fyrir. Gefum
aðstoðarmanni Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra orðið og
skoðum kjarnabútinn litla sem hann eignar Ólafi heitnum
Jóhannessyni...
Þessi bylgja hefur farið eins og eldur í sinu um heiminn eins og
menn kannast við og við hér heima höfum átt okkar ötulu fulltrúa.
Við könnumst sennilega mörg við að hugmyndir þeirra þóttu nokkuð
sérlundaðar ef ekki fráleitar fyrir tuttugu árum en í dag hafa þær
margar náð þeirri stöðu að teljast jafnvel til pólitísks
rétttrúnaðar og í miklu uppáhaldi hjá ýmsum stjórnmálamönnum. Eftir
áralangan velting á hugtökum og umræður í fjölmiðlum þá er svo
komið að það sem þótti fráleitt eða umdeilanlegt, þykir bara í lagi
í dag. Og við erum sjálf farin að spyrja af hverju ætti ríkið að
eiga og reka sementsverksmiðju eða Símann eða sveitarfélögin
Bæjarútgerð! Það er ekki hlutverk hins opinbera, eða hvað...?
Leiðtogahjörðin á liðinni stund lyftist á tá hver einasta Hrund þær sér útvöldu sitt ágæti töldu og heimsyfirráð vildu eftir fund. Höf. Pétur Hraunfjörð.
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur til nánari skoðunar landinn hvetur þeir vinahóp töldu og ættmenni völdu í eftir á meðferð sjáum hvað setur. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt. Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT. Jóhannes Gr. Jónsson
Með glórulausari gerningum forsætisráðuneytisins er mál nr. 2/2023. Það er tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn „hatursorðræðu.“ Áætlunin, í sautján liðum, var birt í „samráðsgátt“ þann 4. janúar síðastliðinn. Næsta mál gæti heitið „Varnir gegn illsku heimsins“, eða „Aðgerðaráætlun gegn ranglæti heimsins.“ Í tillögunni gegn „hatrinu“ er þó viðurkennt að ...
„Nú vinnum við ætlunarverk NATO“, segir varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksiy Reznikov. Í viðtali í úkraínsku sjónvarpi 5. janúar sl. talaði hann um hvernig hernaður Úkraínuhers fellur að verkefnum NATO. Nánar sagði Reznikov: „Þeir skilja þetta alveg núna. Við sögðum þeim það áður og þeir brostu. En núna segja kollegar mínir, varnarmálaráðherrarnir, skýrt í ræðum sínum ...
Kaup Elon Musk á Twitter voru frágengin í október. Þau fóru fram af hans hálfu undir merkjum tjáningarefrelsis og „afnáms ritskoðunar“. Í íslenskum fjölmiðlum var okkur sagt að eigendaskiptin boðuðu að öllum líkindum stóraukna „hatursorðræðu“. Í desember sl. gerðist það svo að af hálfu nýrra eigenda var gefin, í nokkrum skömmtum, innsýn í innri tölvuskrár Twitter, og þar birtist mikið „ritskoðunarveldi“. Um það heyrum hins vegar lítið í fjölmiðlum ...
Það er útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að fullveldi sé gamaldags. „Deilihagkerfið“ gengur út á samnýtingu hlutanna. Þar eru fá ef nokkur takmörk. Fólk telur að hægt sé að „deila fullveldi“ ríkja [sem er ekki hægt], það deilir bílum, tækjum, leigir fötin sem það stendur í, leigir hús og íbúðir (Airbnb) og fleira í þeim dúr. Fólk deilir jafnvel mökum og sambýlisfólki. Þessi þróun er ekki að öllu leyti neikvæð ...
Útbreidd trú er það að Evrópusambandið [ESB/Sambandið] sé sérstakt friðarbandalag og afar lýðræðislegt fyrirbæri. Hvorugt á við rök að styðjast. Enda þótt friður í Evrópu hafi upphaflega legið til grundvallar forvera Evrópusambandsins, þ.e. Kola-og stálbandalaginu, eftir síðari heimsstyrjöld, er fátt sem bendir til þess í dag að sambandið sé sérstakt friðarbandalag, í raun fjarri því ...
Því miður verður ekki sagt um frumvarp um vefverslun (netverslun) með áfengi sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í fyrra að því hafi ekki fylgt nein hætta á aukinni neyslu. Sama gildir að öllum líkindum um frumvarp dómsmálaráðherra um sama efni sem væntanlegt var ...