Frjálsir pennar 2006
Indriði H. Þorláksson, ríkisskattstjóri, er einn af þeim fáu
opinberu embættismönnum, (einkum í efstu lögunum) sem talar skýrt.
Ævinlega skal hann setja mál sitt fram á skýran og auðskilinn hátt:
Skattbyrði þegnanna ræðst af þeim útgjöldum sem
valdhafarnir ákveða. Efnislega þetta sagði hann í
Kastljósi sjónvarpsins 27. febrúar sl. Morgunljóst og auðskilið
hverjum manni. Hvernig þessu sköttum er skipt á milli þegnanna er
allt annað mál. Í því birtist einatt skýrasti munurinn á milli
hægri og vinstri manna. Núverandi ríkisstjórn, með
Framsóknarflokkinn hægra megin við miðju, hefur á afar skýran hátt
framfylgt hægri stefnu með þeim afleiðingum að...Frá
samræðustjórnmálamönnum af vinstri kantinum kemur svo nýtt útspil.
Þeir taka að sönnu undir með Stefáni Ólafssyni en hrópa eins hátt
og þeir mögulega geta: Fjármálaráðherrann innheimtir hæstu skatta
Íslandssögunnar! Svo finna sumir þeirra upp einföld upphrópunardæmi
eins og: Stimpilgjöldin eru svívirða! Og halda um það heitar ræður
á Alþingi Íslendinga en aðfluttur Skagamaður spyr sjálfan sig: er
ekki allt í lagi með þetta fólk? Ríkisskattstjórinn sagði það sem
skiptir máli um innheimtuna í heild sinni ...
Lesa meira
Einu sinni var sagt að pólitík væri undarleg tík, gott ef ekki ólíkindatól hið versta. Nú um stundir, eins og reyndar oft áður, verður maður að taka undir þessa einföldu skilgreiningu, en ekki endilega að sama skapi viturlega. Þannig hefur á undanförnum mánuðum komið í ljós að landsþekktur geðprýðismaður að nafni Jón Kristjánsson – heilbrigðisráðherra Framsóknarflokksins – sem þar að auki hefur orð á sér fyrir að vara vandaður maður af gamla skólanum – lendir hundfúll í röklausum skotgröfum þegar honum er bent á að eitthvað kunni nú að vera að tryggingakerfinu...Hér með kem ég þessu ráði á framfæri við Jón Kristjánsson...
Lesa meira
Í Kastljósþætti í vikunni kvað Ágúst Guðmundsson
stjórnarformaður Bakkavarar marga fjárfestingarkosti vera
hagkvæmari en stóriðju. Allt of mikið hafi verið einblínt á
stóriðjuna, ávöxtunarkrafa Kárahnjúkavirkjunar væri of lítil. Á
þetta hafa hagfræðingar bent mjög lengi en talsmenn áliðnaðar á
Íslandi hafa ekki lagt við hlustir, heldur hamast nótt sem nýtan
dag að selja meir af ódýru rafmagni sem ekki má fréttast á hvaða
kjörum er selt. Hví skyldi svo vera? Er einhver minnsti möguleiki
á, að þessir talsmenn stóriðjunnar njóti í einhverju góðs af þessum
gríðarlegu og óafturkræfu náttúruspjöllum sem er grundvöllur
gífurlegrar auðsöfnunar á vegum stóriðjunnar?
Ýmislegt bendir til, að spilling og mútur séu ekki mjög fjarri
íslensku þjóðlífi um þessar mundir...
Lesa meira
...Er ekki sennilegast að sumir foreldrar treysti sér
einfaldlega ekki til þess að kaupa mataráskrift vegna kostnaðarins?
Og hvernig ætlum við að bregðast við því? Finnst okkur ásættanlegt
að skipta börnunum okkar í stéttir eftir efnahag strax í
grunnskólanum? Þau sem hafa efni á því að borða í mötuneytinu og
hin sem hafa það ekki?" Í Morgunblaðinu í dag tekur skólastjóri
Fellaskóla undir þessi sjónarmið og telur líkur á að töluverður
hluti barna í borginni fari á mis við mat í skólanum vegna
fátæktar. Afstaða Vinstri grænna í Reykjavík er skýr í þessu máli.
Við viljum útrýma gjaldtökunni í grunnskólanum, þ.m.t.
matarkostnaðinum. Í lok fyrrnefndrar greinar...
Lesa meira
Kaumpánarinir Halldór og Davíð geta senn fagnað þriggja ára
stríðshelvíti í Írak-þeirrI atlögu gegn þróunarríki sem þeir
staðfastir studdu fyrir hönd okkar Íslendinga. Enn situr Halldór
Ásgrímsson í ráðherrasæti en hefur þó viðurkennt að hluta til
villur síns vegar varðandi Írak. Þrátt fyrir andmæli og viðvaranir
víða að, átti Halldór á sínum tíma ríkan þátt í að móta opinbera
íslenska stjórnarstefnu á grunni upploginna CIA gagna,
árásargjarnrar græðgisstefnu bandarísku haukanna. Hann axlaði þá
mikla ábyrgð, braut trúnað við þjóð sína og gerði Ísland að
bakhjarli stríðsglæfra. Halldór vill síst líta um öxl nú en hvetur
okkur landa sína til að horfa til birtunnar, sem við blasir í Írak
að því er hann telur. Allra síst er hann líklegur til að
viðurkenna siðferðishrun sitt og þeirra félaga sinna, sem hann enn
bindur trúss við, þá sem færðu Írökum eld og brennistein. Fátt
fæst enn upplýst um...
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum