Frjálsir pennar Mars 2007
Miklar umræður eru hér um þrælahaldið enda 200 ár frá því að
þrælahald var afnumið með lögum í Bretlandi. Andstæðingar
þrælahalds voru margir og þrælarnir sjálfir sögðu gjarnan:
"Er ég ekki manneskja og erum við ekki bræður?" ("Am I not a
man and a brother?) "Ein af röksemdum þeirra sem stóðu gegn banni
var að því myndi fylgja efnahagslegt hrun, atvinnuleysi og kreppa á
Bretlandi. Margir héldu því fram að þrælahald væri mannúðlegt, þar
sem svartir ættu erfitt með að sjá fyrir sér. Engin kom
kreppan en samþykkt var að greiða skaðabætur uppá einn
milljarð punda (á núverandi gengi). Margir hefðu giskað á að þær
skaðabætur sem breska ríkið tók að sér að greiða, hefðu verið
ætlaðar þrælum og afkomendum þeirra. En skaðabæturnar voru reyndar
handa þrælasölunum. Þrælarnir fengu ekkert...
Lesa meira
Nú er Páll Magnússon kominn með alla stjórnartauma hjá RÚV. Hann
er svo samofinn þeirri straumlínulaga stefnu sem virðist hafa það
eitt að markmiði að hækka laun fárra á kostnað fjöldans að það
liggur við að maður geri þá kröfu að RÚV hætti umfjöllun um
stjórnmál. Nú er staðan nefnilega sú að Útvarpið er mitt í hringiðu
pólitískra deilna og útvarpsstjóri er í þeirri ákjósanlegu aðstöðu
að geta ákveðið hvernig fréttir fara í loftið, hann getur skrifað
fréttirnar sjálfur og hann les þær fyrir okkur landsmann. Allt
væri þetta nú sjálfsagt ef við tilheyrðum viðurkenndu
bananalýðveldi og ef við ætluðum...
Lesa meira
...Alcan ætlar að eiga 20% í 350 000 væntanlegri álbræðslu í
Sohar, Oman og líka að færa út kvíarnar í Cameroon og Orissa í
Indlandi. Í Kína eru þeir svo lítillátir að eiga 77 kt eða helming
í Qingtongxia álverinu, en stefna hærra. Lokun álvera í Evrópu og
N-Ameríku er vegna raforkuverðs, sem nemur þar 25 -30% af kostnaði.
Ísal fellur ekki þar undir. Hagur Hafnarfjaðar er ekki í hættu með
jafn góða og hagkvæma framleiðslu af áli og álblöndum...
Lesa meira
...Samkvæmt tölum byggðum á matsskýrslu Alcans kemur í ljós að
heimilt verður að auka losun á brennisteinsdíoxíði um rúm 280%.
Heimildin í dag er 6,57 tonn á dag en verður 18,9 tonn á dag eftir
stækkun. Heimiluð losun á flúor eykst um 244% og aukin losun á
gróðurhúsalofttegundum nemur 240%. Þetta eru allt tölur sem rúmast
innan þeirra marka og skilyrða sem umhverfismatið setur. Sættum við
okkur við þessi mörk? Sú atburðarás sem nú er í gangi í
Hafnarfirði, og reyndar víða um land, er til þess fallin að stilla
bæjarbúum upp við vegg. Ímyndabaráttan er hafin. Álbræðslan kynnir
sig sem lítilmagna. Það breytir hins vegar ekki því að hagsmunir
þeirra sem eiga fyritækið er að græða á framleiðslunni...
Lesa meira
...Sjálfur er ég öryrki, missti fót fyrir ári síðan vegna
sjúkdóms, en það er ekki málið hér, þetta er orðið svo
yfirgengilegt, tvær þjóðir (eða fleiri) í þessu landi. Enginn segir
neitt þ.e.a.s. enginn rís upp gegn svona óréttlæti. Hvers vegna er
það? Fjölmiðlar minnast aðeins á svona viðskipti sem menn eiga við
sjálfan sig og svo er ekkert meira talað um þetta. Ég man að fyrir
nokkrum árum síðan þegar forstjóri Glitnis var gerður að forstjóra
Íslandsbanka og hafði með einhverjum hætti lagt 100 milljónir í
púkkið. Fréttamaður RÚV spurði hann hvernig hann hafi fjármagnað
svona mál. "Ég lagði nú allt mitt sparifé í þetta" var svarið.
Sjáðu Framsóknarflokkinn, sem...
Lesa meira
...Hvaða skoðanir sem menn hafa á því hvernig haga skuli
samskiptum ríkis og kirkju þá held ég það geti ekki talist brýnasta
kosningamálið vorið 2007 þegar misréttið í þjóðfélaginu fer
vaxandi, fátækt fólk, sjúkt og örkumla er fótum troðið, framsókn
peningaaflanna er nánast hömlulaus og óbætanleg spellvirki unnin á
náttúru landsins. Ég er ekki að halda því fram að afstaðan til
þjóðkirkjunnar sé lítilsvert mál, heldur að mörg önnur mál séu
miklu, miklu brýnni. Ekki má gleyma því að þingmenn VG hafa flutt
tillögur á alþingi um aðskilnað ríkis og kirkju, þau Árni Steinar
Jóhannsson og Þuríður Backmann, síðast árið 2003. Það fór heldur
aldrei svo að kirkjumálin væru ekki tekin til afgreiðslu á
landsfundinum. Mjög góðar tillögur, ættaðar frá ungum vinstri
grænum, um jafnrétti í trúfræðslu í skólum og um hjónavígslur
í þá veru að fólki yrði ekki mismunað eftir kynhneigð, voru
samþykktar með öllum greiddum atkvæðum og yrðu til mikilla bóta ef
ákvæði þar að lútandi yrðu lögbundin. Tillögu ungra grænna um
"aðskilnað ríkis og kirkju" var hins vegar vísað til fulltrúaráðs
til frekari umræðu. Í mínum huga var það fyrst og fremst til
að...
Lesa meira
Það er oft erfitt að átta sig á framsókn. Ég man svo vel eftir
því þegar Jón Sigurðsson, þá tiltölulega nýbúinn að setja fram
afturvirka stefnubreytingu í stóriðjustefnunni, sagði að ákvörðun
um stuðninginn í Írak, hefði verið byggð á röngum upplýsingum, og
ákvörðunin þvi röng eða mistök. Síðan á alþingi Íslendinga heldur
hann því fram að listi hinna staðföstu þjóða hafi ekki verið til,
hann sé í raun fréttatilkynning. Á setningu framsóknarþings, kveður
hann síðan upp með það að...
Lesa meira
Jón Torfason skrifar yfirlætisfulla grein hér á heimasíðu þinni
Ögmundur um aðskilnað ríkis og kirkju. Þar skiptir hann
fylgismönnum aðskilnaðar ríkis og kirkju innan VG í tvo flokka,
annars vegar "Þingeyinga" sem berjast gegn afturhaldssemi
kirkjunnar og hins vegar reitt ungt fólk. Nú á ég ættir að rekja
til Norður Þingeyjarsýslu en mig grunar samt að Jón sé tilbúinn til
að afgreiða mig einfaldlega sem reiðan ungan mann. Vissulega er ég
reiður en ég virðist verða reiðari eftir því sem ég eldist. Jón
reynir að búa til skrípamynd af okkur unga fólkinu (sjálfur er ég
28 ára). Við erum víst of vön allsnægtum að við bara vitum ekki
hvað skiptir raunverulega máli. Þetta sýnir kannski best hve lítið
Jón þekkir til ungliðanna. Hann ætti að gera tilraun til að ræða
við þá áður en hann dæmir þá. Mín upplifun af ...
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Allt Frá lesendum