Beint á leiđarkerfi vefsins

Frjálsir pennar

29. Júní 2004

Helgi Guđmundsson skrifar: Er stjórnarandstađan stressuđ?

Stjórnarandstađan ćtti ađ slaka meira á yfir ţessum hugmyndum og kanna hvađa kostir kunni ađ felast í ţeim. Segjum ađ sett verđi almenn regla um ađ í svona tilvikum ţurfi fleiri kosningabćrir menn en ráđandi ţingmeirihluti hefur á bak viđ sig ađ greiđa atkvćđi gegn lögunum til ađ fella ţau. Í ţeirri reglu felast gríđarleg tćkifćri fyrir stjórnarandstöđuna og reglan ćtti ađ öllu jöfnu ađ hleypa geysilegu lífi í undirbúninginn og skapa kraftmikla kosningabaráttu. Ţar ađ auki er ...

28. Júní 2004

Guđmundur R. Jóhannsson skrifar: Ađ tapa međ glćsibrag

Ţá eru forsetakosningar ađ baki og hirđ forsćtisráđherra komin á handahlaup viđ ađ sanna ađ forsetinn hafi gjörtapađ kosningunum. Ađ stuđningur 85% gildra atkvćđa eđa ef viđ viljum heldur 67% stuđningur ţeirra sem komu á kjörstađ sé stórtap, reiđarslag eins og forsćtisráđherra sagđi í vímu NATO fundar í lýđrćđisríkinu Tyrklandi, er fyrir ofan minn skilning, en ég hef nú heldur ekki mikinn skilning. Svo er allt í einu fariđ ađ tala um hlutfall af ţeim sem voru á kjörskrá. Ég man ađ vísu ekki eftir ađ ţađ hafi veriđ gert áđur, en ...

24. Júní 2004

Steingrímur Ólafsson skrifar:Tvígengisvélin hikstar

Ţćr raddir verđa hávćrari sem krefjast raunverulegra breytinga og segja einfaldlega: Frjálslyndi flokkurinn, Samfylkingin og VG eiga ađ ganga til nćstu Alţingiskosninga sem kosningabandalag, ţar sem tekist verđur á um hvort fólk vill óbreytt ástand eđa nýjar áherslur. Stolt kosningabandalag, sem gengi til kosninga bundiđ af stjórnarsáttmála, ţar sem fram kćmu ţćr áherslur og málefni sem flokkarnir myndu vinna eftir er ţeir kćmust til valda. Glćsilegt kosningabandalag sem hefđi skýra stefnu og ţyrđi ađ bjóđa fram raunverulegan valkost gegn ţví afturhaldi sem nú er viđ völd. Ađ sjálfsögđu gerir fólk sér grein fyrir ađ...

15. Júní 2004

Dr. Gunnar Kristjánsson skrifar: Hryđjuverk og pólitískt vald

Hryđjuverk setja svip á hina pólitísku umrćđu samtímans. Tíđindum af skelfilegum hermdarverkum linnir ekki, myndir blasa hvarvetna viđ af eyđileggingu, ţjáningum og blóđsúthellingum. Í slíkum ađgerđum eiga margir hlut ađ máli: skćruliđahópar, einrćđisherrar og lýđrćđislega kjörin stjórnvöld leggja ţar öll hönd á plóginn. Á ţessari heimasíđu hafa menn velt ţví fyrir sér hvort unnt sé ađ setja hryđjuverk undir einn hatt: eru hryđjuverk Palestínuaraba réttlćtanlegri eđa jafnvel “göfugri” en hryđjuverk Ísraelsmanna? Eđa eru ţau sama eđlis, unnin af svipuđum hvötum í sama tilgangi? Hvađa hugmyndafrćđi er ađ baki hryđjuverkum í nútímanum? Geta hryđjuverk yfirleitt átt rétt á sér? Spurningum af ţessu tagi er ekki auđsvarađ en ţćr eru svo sannarlega ţess virđi ađ um ţćr sé fjallađ...

4. Júní 2004

Ţorleifur Gunnlaugsson skrifar: Nú er nóg komiđ

Viđ ţurfum ađ tala hárri og skýrri röddu gegn ofbeldinu og nota hvert einasta tćkifćri sem gefst til ađ sýna Palestínumönnum samstöđu. Slíkt tćkifćri gefst nú um helgina. Félagiđ Ísland-Palestína efnir til útifundar á Ingólfstorgi laugardaginn 5. júní kl 14 og er fundurinn haldinn til ađ mótmćla stríđsglćpum Ísraelshers í Rafah á Gazaströnd. Ţann 5. júní eru 37 ár liđin frá ţví ađ hernám Gaza og Vesturbakkans, ađ međtalinni A-Jerúsalem, hófst međ Sex daga stríđinu 1967, en ţá...

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

19. Nóvember 2017

UPPREISN ĆRU

Vinstri/Grænir vilja nú
vinina sína kæru.
Á Íhaldinu hafa trölla trú
og fá því uppreisn æru.
Pétur Hraunfjörð

 

16. Nóvember 2017

KLÓKT?

Þá eru þeir mættir, Gylfi frá ASÍ og Halldór Benjamin frá SA, yfir sig hrifnir af stöðugleikanum sem nú er boðaður á forsendum SALEK. Það þýðir að enginn má hækka í launum nema þeir  félagar samþykki. Sigurður Ingi, framsóknarmaður, sagði að það hafi verið "klókt" að fá þá á fund flokksformannanna sem nú eru að ganga frá stjórnarsáttmála sínum. Allt þetta er nú ekki klókara en svo að þessi málatilbúnaður hefur hrakið framkvæmdastjóra Starfsgeinasambandisns, Drífu Snædal, frá borði. Hef ég þó grun um að hún hafi ekki sagt sitt síðasta orð. Er það vel.
Jóhannes Gr. Jónsson 

15. Nóvember 2017

HVERJIR HRÓSA HAPPI?

Ýmsir geta nú hrósað happi yfir að fátt er um illa-smalanlega ketti í VG. En hverjir skyldu það vera sem hrósa happi yfir því? Almenningur eða Sjálfstæðisflokkurinn?
Jóel A.

13. Nóvember 2017

VILJANDI TÝNA TÖLU

Vinstri Grænir velja brátt
viljandi týna tölu.
Við Íhaldið þeir semja sátt
og enda á útsölu.


Nú er allt farið sem farið getur
fjandans Íhaldið áfram situr
Og mikið grætur nú gamli Pétur
gott er að vera eftir á vitur.
Pétur Hraunfjörð

11. Nóvember 2017

ÚTFÖRIN

Vinstri-Grænum fer nú frá
Þeir fóru yfir strikið.
Með Íhaldinu margir sjá
útför fyrir vikið.
Pétur Hraunfjörð

11. Nóvember 2017

HĆGRI STEFNA Í BOĐI VG?

Hvað er eiginlega að gerast í íslenskum stjórnmálum? Þarf fleiri Borgunarmál, áframhaldandi aðgang einkavæðingarsinna að stjórnsýslunni, meiri misskiptingu, meiri stóriðju, með öðrum orðum, meira af Sjálfstæðisflokknum - og allt þetta, HÆGRI STEFNA í boði VG? 
Jóhannes Gr. Jónsson

8. Nóvember 2017

SLEGINN

Vinstri-Grænir vilja nú
vera hægramegin.
Á þeim hafði trölla trú
töluvert er nú sleginn.
Pétur Hraunfjörð

28. Október 2017

LJÓĐMĆLI

Að kosningum komið er
kannski velurðu rétt.
En sitt sýnist hverjum hér
svo það verður ekki létt.
...
Pétur Hraunfjörð

28. Október 2017

MUNIĐ AĐ KJÓSA RÉTT

Í Panama hafa pokann geymt,
peningar og valdastétt.
Mörgu logið, margt er gleymt,
munið þó að kjósa rétt.
Kári

28. Október 2017

KOSNINGAŢANKAR

Nú bíður oss bláahöndin
betri sultarkjör
krjúpum og kysum vöndinn
ei verðum á lofið spör.
...
Pétur Hraunfjörð


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

12. Október 2017

Kári skrifar: FÁEIN ORĐ UM VEGTYLLUR, SKYNFĆRI OG MANNGREINAR-ÁLIT

Mannvirðingar meta best,
máta flokka, stöður þrá.
Til Himnaríkis heldur lest,
henni vilja margir ná.

Hugtakið "vegtylla" er skilgreint í íslenskri nútímamálsorðabók svona: "sýnileg upphefð, viðurkenning eða góð staða". Mikilvægt er að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, enda sækjast margir eftir vegtyllum sem svo eru kallaðar. Eins og skilgreiningin ber með sér, má ljóst vera að "sýnileg upphefð" er einhvers konar "upphefð" sem maður, eða menn, sýnir öðrum manni eða mönnum. Þetta er með öðrum orðum ...

27. Júní 2017

Sveinn Elías Hansson skrifar: RÍKIĐ SKERĐIR RÉTTINDI ALDRAĐRA OG ÖRYRKJA, MEĐ EIGNUM RÍKISSJÓĐS

Þegar launamenn greiða hlut af launum sínum inn í lífeyrissjóði, sem þeir eru skyldugir að gera, þá er EKKI greiddur tekjuskattur af þessum greiðslum, þannig að ríkið á hluta af þessum greiðslum þegar þær eru greiddar út og þær eignir SKERÐA réttindi lífeyrisþega. Ríkið skerðir semsagt greiðslur til lífeyrisþega, með eignum sínum. Við getum tekið einfalt dæmi til að sýna fram á þetta ...

14. Júní 2017

Sveinn Ađalsteinsson skrifar: ŢEGAR DANIR KOMU ÍSLENDINGUM TIL HJÁLPAR OG REFSKÁKIN Í STJÓRNMÁLUM

Undirritaður skrifaði neðanskráðar hugleiðingar, eftir lestur smápistils Jónasar Kristjánssonar á vef- miðli hans. Þjóð sem er illa að sér í eigin sögu er illa á vegi stödd. Við sem komin eru yfir miðjan aldur voru alin upp við að lesa mjög þjóðernislega, einsleita og að hluta til ranga Íslandssögu Jónasar frá Hriflu. Mjög fáir Íslendingar hafa heyrt um það sem ég tæpi á hér að neðan, þ.e. að einasta „byltingin" sem gerð hefur verið íslensku þjóðinni til hagsbótar, stóðu danskir borgarar Kaupmannahafnar að í mars- mánuði 1786 ...

Slóđin mín:

Frjálsir pennar

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta