Beint á leiđarkerfi vefsins

Frjálsir pennar

25. Mars 2006

Baldur Andrésson skrifar: GELDRÍKIĐ ÍSLAND

Sérkennilegar eru kenningar um ađ óttinn sé tilvistargrunnur hverrar sjálfráđa ţjóđar í veröldinni. Óttinn kallar á varnir og verjur og ţví er sagt ađ herlaust ríki hljóti ađ vera óttalaust, viđrini án tilgangs og tilveruréttar. Óttinn er samkvćmt ţessu ein helsta stođ sérhvers ríkisvalds, ţví án hans verđur allt vopnaskak á vegum ţess ríkis afkáralegt. Í raun er ţó óttinn ekki ađalmáliđ. Vopnin eru ţađ hinsvegar oft í höndum ţeirra,sem fyrir löndum ráđa. Vopn eru hiđ sýnilega valdstákn ríkis, sem ađ öđrum kosti er sagt laslegt og veiklulegt, gagnvart eigin ţegnum og í samfélagi ţjóđa. Vopnin eru ofbeldistáknin sem verja eiga ríkiđ  í senn gegn innri ógn og gegn ytri ógn. Vopnin eru kvíđabremsa er okkur sagt. Ţau eru auđvitađ valdatćki byggđ á óttanum, ógn sem oftast er tilbúin. Vopnavaldiđ skapar óvini og  ótta, heimskuhringurinn lokast...

23. Mars 2006

Helgi Guđmundsson skrifar: AF MEINLOKU

Hallgrímur Helgason rithöfundur skrifar um ritstjóra Morgunblađsins í Morgunblađinu 23. mars. Ekki nefnir hann ritstjórann á nafn, líklega til ţess ađ ítreka huldumannshlutverkiđ sem hann gefur honum. Svo ţađ fari ekki á milli mála: Ritstjóri Moggans heitir Styrmir Gunnarsson. Hallgrímur er hnyttinn, eins og stundum, áđur og kemst ađ ţeirri niđurstöđu ađ...Hallgrímur kallar óttablandna virđinguna fyrir Mogganum „seigustu meinloku íslensks samfélags”. Hér sýnist hann tala út frá ţeirri meinloku sem nú ríđur húsum í landinu ađ fjölmiđlar nútímans hljóti ađ vera alveg óháđir eigendum sínum. Fjölmiđlar verđa aldrei lausir viđ „ok” eigandans hversu góđir sem starfsmennirnir kunna ađ vera sem blađa- og fréttamenn.... Ţótt nú sé risiđ fjölmiđlaveldi, ţar sem Morgunblađiđ er bćđi gott og vont. Ţađ hefur í gegnum tíđina haft burđi til ađ gera ýmislegt ţađ best sem gert er á blöđum, á sama tíma sem ţađ hefur veriđ ósvífinn og miskunnarlaus andstćđingur ađ kljást viđ. Ţetta liggur...

21. Mars 2006

Jón Bjarnason skrifar: "DRAUMALANDIĐ –SJÁLFSHJÁLPARBÓK HANDA HRĆDDRI ŢJÓĐ"

Ein merkustu tíđindi ţessa dagana í umrćđunni um efnahags og atvinnumál  er tvímćlalaust bók rithöfundarins og hugsjónamannsins Andra Snćs Magnússonar, Draumalandiđ- sjálfshjálparbók handa hrćddri ţjóđ.
Fyrirlestrar hans og viđtöl hafa svo sannarlega hrist upp í ţjóđinni og  munu vonandi vekja hana til sjálfsvitundar. Meginţorri ţjóđarinnar vill stöđva frekari álversframkvćmdir, stórvirkjanir og umhverfisspjöll, samt stillir ríkisstjórnin ţví upp sem eina valkosti. Meginţorri ţjóđarinnar vildi ađ herinn fćri eđa vissi ađ hann var á förum svo ţegar hann fer er ţađ blásiđ upp sem náttúruhamfarir og gífurlega ógn. Fjölmiđlar sýna fundi međ forsćtisráđherra í beinni útsendingu eins og um  eldgos vćri ađ rćđa. Nú er ţađ ávallt alvarlegt mál ţegar fólk missir vinnuna. Ţađ fannst fólkinu, tugum og hundruđum saman, sem missti atvinnuna á síđustu misserum í sjávarbyggđum á Vestfjörđum...

16. Mars 2006

Rúnar Sveinbjörnsson skrifar: ALLAN HERINN BURT, ÍSLAND ÚR NATÓ

Á sama tíma og íslenska ríkisstjórnin fékk fyrirséđa tilkynningu um brottför hersins, berast okkur fréttir af stórfelldum loftárásum á hiđ sigrađa land Írak. Sjálfsagt hafa ţoturnar fjórar haft ţar hlutverki ađ gegna. Ţađ er táknrćnt ađ eftir 3 daga eru ţrjú ár síđan ríkistjórn Íslands gekk í hóp hina “viljugu” stríđsglćpamanna, Bandaríkjamanna og Breta. Ţingsflokksformađur Framsóknar orđađi ţađ svo smekklega ađ samningsstađa okkar myndi áreiđanlega batna međ stađfestu okkar. Hvađ um ţađ niđurlćging okkar er algjör. Nú á ađ róa á miđ til Dana, var 17 júní 1944 ef til vill misskilningur?...

13. Mars 2006

Hlynur Hallssson skrifar: MEIRIHLUTINN ER MEĐ OKKUR

Sem betur fer er fólk í landinu ađ vakna til vitundar um ađ brjálćđisleg stóriđjustefna ríkisstjórnarflokkanna gengur ekki lengur. 63 % landsmanna vill ekki fleiri álver en Framsóknarflokkurinn međ Sjálfstćđisflokkinn sér viđ hliđ heldur áfram á sömu braut og áđur og gefur nú álrisum lausan tauminn. Fariđ er í betliferđir til Ameríku til ađ hlusta á stóradóm Alcoa um hvar ţeir vilji ađ nćsta álver ţeirra rísi. Öfgafull álvćđingarstefna Framsóknar er ađ flytja okkur á endastöđ og af ţessari leiđ verđur ađ snúa...Viđ viljum byggja á fjölbreytni en ekki einhćfum atvinnurekstri. Er eitthvert vit í ţví ađ selja 80 % af allri framleiddri raforku til ţriggja álfyrirtćkja eins og stađan verđur áriđ 2008? Nei, auđvitađ ekki. En ţađ er greinilegt ađ ekkert getur stoppađ álflokkana annađ en atkvćđi greitt Vinstrihreyfingunni grćnu frambođi. Ţannig getum viđ...

11. Mars 2006

Helgi Guđmundsson skrifar: HOLKLAKI Í HAGFRĆĐINNI

Hagfrćđin er stundum skiljanlegri fyrir leikmenn en hagfrćđingarnir. Ţannig skrifa tveir af kunnustu hagfrćđingum ţjóđarinnar í marga áratugi, Jónas H. Harals og Tryggvi Ţór Herbertsson, grein í Morgunblađiđ laugardaginn 11. mars og hvetja landsmenn til ađ ganga hćgt um gleđinnar dyr. Ţeir telja Íslendinga lifa góséntíđ í upphafi 21. aldar  en á ţeim er ađ skilja ađ margir kunni sér ekki hóf, ţar á međal hiđ opinbera, ríki og sveitarfélög. Nú sé ţó svo komiđ ađ bankar skuldi of mikiđ erlendis, hinir erlendu lánveitendur hafi áhyggjur af sínum hag. Viđbrögđin viđ ţessum vanda er ađ ganga hćgt um gleđinnar dyr – kunna sér hóf – annars fari illa. Međal heilrćđa hagfrćđinganna er ţetta:  „Á nćstu árum verđa ríki og sveitarfélög og hverskonar opinberar stofnanir ađ halda ađ sér höndum um opinberar framkvćmdir, jafnframt ţví sem fylgt er fullri ráđdeild í rekstri.” Ţessi orđ eru eins og gatslitinn texti á 78 snúninga hlómplötu. Samhengiđ á milli ţess ađ útlendir bankar láni íslenskum einkabönkum og óttist um sinn hag og ţess ađ sveitarstjórnarmenn dragi úr framkvćmdum og haldi ţjónustu í lágmarki útskýra ţeir hins vegar ekki. Ef hinir útlendu bankamenn hafa...

8. Mars 2006

Drífa Snćdal skrifar: ALŢJÓĐLEGUR BARÁTTUDAGUR KVENNA

Ţađ er langt síđan ţvílíkur kraftur hefur veriđ í  kvennabaráttunni á Íslandi eins og nú um mundir. Ţegar haldiđ var upp á 30 ára afmćli kvennafrísins á síđasta ári sýndu konur samtakamáttinn og blésu til stćrstu mótmćla Íslandssögunnar ţann 24. október. Ţví miđur er enn ţörf á slíkum mótmćlum ţar sem jafnrétti er ekki náđ og frelsiđ er ekki einu sinni í augsýn. Kynjamisréttiđ er svo inngróiđ í okkar kerfi og svo nálćgt okkur öllum ađ margir eiga erfitt međ ađ koma auga á hiđ auljósa. Enginn segist vera hlynntur misrétti kynjanna en samt erum viđ öll sek um ađ viđhalda valdakerfi sem hyglir körlum á kostnađ kvenna. Baráttan nú um mundir snýst einmitt um ađ véfengja allt kynjakerfiđ sem viđ lifum og hrćrumst í. Ţađ er ekki nóg ađ breyta einstaka lagabálkum eđa koma á fót einstaka nefndum til ađ kryfja máliđ. Viđ verđum ađ hugsa upp á nýtt og setja nýjar leikreglur sem rúma bćđi kynin. Stjórnmálin, fjármálastofnanir, fjölmiđlarnir, atvinnulífiđ og heimilin ţurfa ađ endurskođa gildi sín međ...

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

17. Október 2018

HVER ER SKOĐUN PÍRATA?

Ég var að lesa pistil þinn um mál/fréttaflutning um Evrópuráðið. Ég er sammála þér um að frétta/málflutningurinn fer fram úti á þekju eins og þú orðar það. Hvers vegna var Þórhildur Sunna, Pírati ekki spurð í RÚV hvað henni finnist um brottrekstur Rússa af Evrópuráðsþinginu? En við hvern er að sakast, þegar svona ...
Jóhannes Gr. Jónsson

17. Október 2018

AĐ HRUNI KOMINN

Nú er Hannes Hólmsteinn loksins að Hruni kominn - og það á tíu ára afmælinu. Eftir allan komma áróðurinn hefur hann með glöggum hætti leitt okkur í allan sannleikann um að það voru ekki nýfrjálshyggjan, ekki íslensk stjórnvöld og því síður nýríkir íslenskir kapítalistar sem leiddu hörmungarnar yfir okkur haustið 2008. Nei, það voru útlendingar með George Best forsætisráðherra Bretlands...
Fannar Freyr

14. Október 2018

LANG - LANG BEST

Allsherjar samstaða ákveðin sést
upp sultarkjörin skal hífa
Og auðvitað væri það lang-lang ...
Pétur Hraunfjörð

7. Október 2018

GUĐ BLESSI HEIMINN

Geir bað Guð að blessa landið,

gjaldþrotið og þjóðarstrandið.

Við höfum þanka

...

Pétur Hraunfjörð

 

3. Október 2018

UPPGJÖRIĐ VIĐ UPPGJÖRIĐ: ÍSLENSKIR BANKSTERAR Í AĐAL-HLUTVERKI

Uppgjör við útrás landans
ugglaust ræða má
þegar allt fór til fjandans
og fjöldinn hrunið sá.
...
Pétur Hraunfjörð

2. Október 2018

BRENNIVÍN Í BÚĐIR

Áfengið þau elska mest,
ölið kæra, sanna.
Þörfu ráðin þekkja flest, þ
etta má ei banna.
Kári

20. September 2018

HERĆFINGAR NATÓ MEĐ MEIRU

Herskipin nú hópast að
í heræfingum gellur.
Og flugvélar hér fylltu hlað
að sækja Kanamellur.
Pétur Hraunfjörð

16. September 2018

ŢARF AĐ TALA SKÝRAR UM PENINGAÖFLIN

Sæll Takk fyrir fundinn fyrr í dag (í gær). Verður hægt að nálgast glærurnar og upptöku af fundinum? ... Eitt sem mér fannst nokkuð einkennilegt var að mikið var talað um peningaöfl en samt ekki hver þau í raun væru í núverandi samfélagi. Orðin ferðaþjónustua og hótel voru lítið sem ekkert notuð. Það gæti enginn sagt að VG hefði gert neitt nema að beygja sig niður fyrir þeim öflum á kostnað íbúa borgar og lands. Líf dásamar airbnb og heldur áfram núverandi meirihluta. Katrín talar á móti skattalagabreytingum því hún vinni gegn minni félögum. SJS gerir lítið út umhverfisáhrifum ferðaþjónustunnar ...
Daníel Þór

12. September 2018

ŢEGAR JÓAKIM VON AND FĆR VÖLDIN

Þakka þér fyrir að standa fyrir fundi um braskavæðingu borgarinnar. Ég hvet sem flesta að leggja leið sína í Efstaleitið og verða vitni að því sem þar er að gerast. Í stað opins fallegs svæðis þar sem Útvarpshúsið naut sín vel er nú komin mini-Manhattan nema að á Manhattan hefði þetta aldrei verið leyft! Vísa ég þar í Central Park sem ...
Jóel A.  

12. September 2018

HAG-FRĆĐINGAR TIL LIĐS VIĐ SA

Kjararáðið kepptist við,
k
aupið hækka toppa.
Fjögur prósent fáið þið,
flóðið viljum stoppa.
KáriBSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

8. Október 2018

Gunnar Örn Gunnarsson skrifar: MANNAUĐS-STJÓRNUN EĐA „ŢRĆLAHALD".

Það er sorglegt að átta sig á því að alþjóðlegir auðhringar, eigendur allrar stóriðju á Íslandi, sem hugsa fyrst og fremst um hagnað og gróðavon, fari miklu betur með sinn mannauð en opinberar stofnanir sem reknar eru að meirihluta til af almannafé. Mikil umræða hefur verið um styttingu vinnuvikunnar og sitt sýnist hverjum og veltur það aðallega á „hagsmunum" þeirra sem um fjalla eða á misskilinni hagsmunagæslu ákveðinna aðila. Það skal tekið fram að eftirfarandi samanburður er ekki gerður til að öfundast út í þá sem vinna í stóriðju eða til að grafa undan þeim réttindum og kjörum sem þar hafa náðst ...

27. September 2018

Ţórarinn Hjartarson skrifar: HĆGRI-POPÚLISMINN - HELSTA ÓGN VIĐ LÝĐRĆĐIĐ?

RÚV, popúlisminn og hnattvæðingin; Hvaðan kemur hægri-pópulisminn, hvert er samband hans við hnattvæðinguna og ríkjandi stjórnmálastefnur á vesturlöndum, hvað vantar í greiningu/umfjöllun fjölmiðla og meginstraums-stjórnmálaflokka á honum? Ef hlustað er á RÚV fæst sú mynd að mesta vandamál í stjórnmálum Vesturlanda og jafnvel heimsins alls sé hægripopúlismi/ þjóðernispopúlismi. Sem er ekki rétt, en stafar af því að RÚV er málgagn markaðsfrjálslyndrar, hnattvæddrar, kapítalískrar heimsvaldastefnu (vestrænnar). Sem stafar aftur af því að ...

3. Júlí 2018

Kári skrifar: ŢJÓĐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að búast úr þeirri áttinni. Umræða um „hag­ræðingu" kemur fyrir lítið, eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum; eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að engu. Þjóðareign varð að „þjófaeign". Það er kjarni málsins. Hið svokallaða „framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu meintrar hag­ræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...

Slóđin mín:

Frjálsir pennar

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta