Beint á leiđarkerfi vefsins

Frjálsir pennar

25. Mars 2006

Baldur Andrésson skrifar: GELDRÍKIĐ ÍSLAND

Sérkennilegar eru kenningar um ađ óttinn sé tilvistargrunnur hverrar sjálfráđa ţjóđar í veröldinni. Óttinn kallar á varnir og verjur og ţví er sagt ađ herlaust ríki hljóti ađ vera óttalaust, viđrini án tilgangs og tilveruréttar. Óttinn er samkvćmt ţessu ein helsta stođ sérhvers ríkisvalds, ţví án hans verđur allt vopnaskak á vegum ţess ríkis afkáralegt. Í raun er ţó óttinn ekki ađalmáliđ. Vopnin eru ţađ hinsvegar oft í höndum ţeirra,sem fyrir löndum ráđa. Vopn eru hiđ sýnilega valdstákn ríkis, sem ađ öđrum kosti er sagt laslegt og veiklulegt, gagnvart eigin ţegnum og í samfélagi ţjóđa. Vopnin eru ofbeldistáknin sem verja eiga ríkiđ  í senn gegn innri ógn og gegn ytri ógn. Vopnin eru kvíđabremsa er okkur sagt. Ţau eru auđvitađ valdatćki byggđ á óttanum, ógn sem oftast er tilbúin. Vopnavaldiđ skapar óvini og  ótta, heimskuhringurinn lokast...

23. Mars 2006

Helgi Guđmundsson skrifar: AF MEINLOKU

Hallgrímur Helgason rithöfundur skrifar um ritstjóra Morgunblađsins í Morgunblađinu 23. mars. Ekki nefnir hann ritstjórann á nafn, líklega til ţess ađ ítreka huldumannshlutverkiđ sem hann gefur honum. Svo ţađ fari ekki á milli mála: Ritstjóri Moggans heitir Styrmir Gunnarsson. Hallgrímur er hnyttinn, eins og stundum, áđur og kemst ađ ţeirri niđurstöđu ađ...Hallgrímur kallar óttablandna virđinguna fyrir Mogganum „seigustu meinloku íslensks samfélags”. Hér sýnist hann tala út frá ţeirri meinloku sem nú ríđur húsum í landinu ađ fjölmiđlar nútímans hljóti ađ vera alveg óháđir eigendum sínum. Fjölmiđlar verđa aldrei lausir viđ „ok” eigandans hversu góđir sem starfsmennirnir kunna ađ vera sem blađa- og fréttamenn.... Ţótt nú sé risiđ fjölmiđlaveldi, ţar sem Morgunblađiđ er bćđi gott og vont. Ţađ hefur í gegnum tíđina haft burđi til ađ gera ýmislegt ţađ best sem gert er á blöđum, á sama tíma sem ţađ hefur veriđ ósvífinn og miskunnarlaus andstćđingur ađ kljást viđ. Ţetta liggur...

21. Mars 2006

Jón Bjarnason skrifar: "DRAUMALANDIĐ –SJÁLFSHJÁLPARBÓK HANDA HRĆDDRI ŢJÓĐ"

Ein merkustu tíđindi ţessa dagana í umrćđunni um efnahags og atvinnumál  er tvímćlalaust bók rithöfundarins og hugsjónamannsins Andra Snćs Magnússonar, Draumalandiđ- sjálfshjálparbók handa hrćddri ţjóđ.
Fyrirlestrar hans og viđtöl hafa svo sannarlega hrist upp í ţjóđinni og  munu vonandi vekja hana til sjálfsvitundar. Meginţorri ţjóđarinnar vill stöđva frekari álversframkvćmdir, stórvirkjanir og umhverfisspjöll, samt stillir ríkisstjórnin ţví upp sem eina valkosti. Meginţorri ţjóđarinnar vildi ađ herinn fćri eđa vissi ađ hann var á förum svo ţegar hann fer er ţađ blásiđ upp sem náttúruhamfarir og gífurlega ógn. Fjölmiđlar sýna fundi međ forsćtisráđherra í beinni útsendingu eins og um  eldgos vćri ađ rćđa. Nú er ţađ ávallt alvarlegt mál ţegar fólk missir vinnuna. Ţađ fannst fólkinu, tugum og hundruđum saman, sem missti atvinnuna á síđustu misserum í sjávarbyggđum á Vestfjörđum...

16. Mars 2006

Rúnar Sveinbjörnsson skrifar: ALLAN HERINN BURT, ÍSLAND ÚR NATÓ

Á sama tíma og íslenska ríkisstjórnin fékk fyrirséđa tilkynningu um brottför hersins, berast okkur fréttir af stórfelldum loftárásum á hiđ sigrađa land Írak. Sjálfsagt hafa ţoturnar fjórar haft ţar hlutverki ađ gegna. Ţađ er táknrćnt ađ eftir 3 daga eru ţrjú ár síđan ríkistjórn Íslands gekk í hóp hina “viljugu” stríđsglćpamanna, Bandaríkjamanna og Breta. Ţingsflokksformađur Framsóknar orđađi ţađ svo smekklega ađ samningsstađa okkar myndi áreiđanlega batna međ stađfestu okkar. Hvađ um ţađ niđurlćging okkar er algjör. Nú á ađ róa á miđ til Dana, var 17 júní 1944 ef til vill misskilningur?...

13. Mars 2006

Hlynur Hallssson skrifar: MEIRIHLUTINN ER MEĐ OKKUR

Sem betur fer er fólk í landinu ađ vakna til vitundar um ađ brjálćđisleg stóriđjustefna ríkisstjórnarflokkanna gengur ekki lengur. 63 % landsmanna vill ekki fleiri álver en Framsóknarflokkurinn međ Sjálfstćđisflokkinn sér viđ hliđ heldur áfram á sömu braut og áđur og gefur nú álrisum lausan tauminn. Fariđ er í betliferđir til Ameríku til ađ hlusta á stóradóm Alcoa um hvar ţeir vilji ađ nćsta álver ţeirra rísi. Öfgafull álvćđingarstefna Framsóknar er ađ flytja okkur á endastöđ og af ţessari leiđ verđur ađ snúa...Viđ viljum byggja á fjölbreytni en ekki einhćfum atvinnurekstri. Er eitthvert vit í ţví ađ selja 80 % af allri framleiddri raforku til ţriggja álfyrirtćkja eins og stađan verđur áriđ 2008? Nei, auđvitađ ekki. En ţađ er greinilegt ađ ekkert getur stoppađ álflokkana annađ en atkvćđi greitt Vinstrihreyfingunni grćnu frambođi. Ţannig getum viđ...

11. Mars 2006

Helgi Guđmundsson skrifar: HOLKLAKI Í HAGFRĆĐINNI

Hagfrćđin er stundum skiljanlegri fyrir leikmenn en hagfrćđingarnir. Ţannig skrifa tveir af kunnustu hagfrćđingum ţjóđarinnar í marga áratugi, Jónas H. Harals og Tryggvi Ţór Herbertsson, grein í Morgunblađiđ laugardaginn 11. mars og hvetja landsmenn til ađ ganga hćgt um gleđinnar dyr. Ţeir telja Íslendinga lifa góséntíđ í upphafi 21. aldar  en á ţeim er ađ skilja ađ margir kunni sér ekki hóf, ţar á međal hiđ opinbera, ríki og sveitarfélög. Nú sé ţó svo komiđ ađ bankar skuldi of mikiđ erlendis, hinir erlendu lánveitendur hafi áhyggjur af sínum hag. Viđbrögđin viđ ţessum vanda er ađ ganga hćgt um gleđinnar dyr – kunna sér hóf – annars fari illa. Međal heilrćđa hagfrćđinganna er ţetta:  „Á nćstu árum verđa ríki og sveitarfélög og hverskonar opinberar stofnanir ađ halda ađ sér höndum um opinberar framkvćmdir, jafnframt ţví sem fylgt er fullri ráđdeild í rekstri.” Ţessi orđ eru eins og gatslitinn texti á 78 snúninga hlómplötu. Samhengiđ á milli ţess ađ útlendir bankar láni íslenskum einkabönkum og óttist um sinn hag og ţess ađ sveitarstjórnarmenn dragi úr framkvćmdum og haldi ţjónustu í lágmarki útskýra ţeir hins vegar ekki. Ef hinir útlendu bankamenn hafa...

8. Mars 2006

Drífa Snćdal skrifar: ALŢJÓĐLEGUR BARÁTTUDAGUR KVENNA

Ţađ er langt síđan ţvílíkur kraftur hefur veriđ í  kvennabaráttunni á Íslandi eins og nú um mundir. Ţegar haldiđ var upp á 30 ára afmćli kvennafrísins á síđasta ári sýndu konur samtakamáttinn og blésu til stćrstu mótmćla Íslandssögunnar ţann 24. október. Ţví miđur er enn ţörf á slíkum mótmćlum ţar sem jafnrétti er ekki náđ og frelsiđ er ekki einu sinni í augsýn. Kynjamisréttiđ er svo inngróiđ í okkar kerfi og svo nálćgt okkur öllum ađ margir eiga erfitt međ ađ koma auga á hiđ auljósa. Enginn segist vera hlynntur misrétti kynjanna en samt erum viđ öll sek um ađ viđhalda valdakerfi sem hyglir körlum á kostnađ kvenna. Baráttan nú um mundir snýst einmitt um ađ véfengja allt kynjakerfiđ sem viđ lifum og hrćrumst í. Ţađ er ekki nóg ađ breyta einstaka lagabálkum eđa koma á fót einstaka nefndum til ađ kryfja máliđ. Viđ verđum ađ hugsa upp á nýtt og setja nýjar leikreglur sem rúma bćđi kynin. Stjórnmálin, fjármálastofnanir, fjölmiđlarnir, atvinnulífiđ og heimilin ţurfa ađ endurskođa gildi sín međ...

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

19. Nóvember 2017

UPPREISN ĆRU

Vinstri/Grænir vilja nú
vinina sína kæru.
Á Íhaldinu hafa trölla trú
og fá því uppreisn æru.
Pétur Hraunfjörð

 

16. Nóvember 2017

KLÓKT?

Þá eru þeir mættir, Gylfi frá ASÍ og Halldór Benjamin frá SA, yfir sig hrifnir af stöðugleikanum sem nú er boðaður á forsendum SALEK. Það þýðir að enginn má hækka í launum nema þeir  félagar samþykki. Sigurður Ingi, framsóknarmaður, sagði að það hafi verið "klókt" að fá þá á fund flokksformannanna sem nú eru að ganga frá stjórnarsáttmála sínum. Allt þetta er nú ekki klókara en svo að þessi málatilbúnaður hefur hrakið framkvæmdastjóra Starfsgeinasambandisns, Drífu Snædal, frá borði. Hef ég þó grun um að hún hafi ekki sagt sitt síðasta orð. Er það vel.
Jóhannes Gr. Jónsson 

15. Nóvember 2017

HVERJIR HRÓSA HAPPI?

Ýmsir geta nú hrósað happi yfir að fátt er um illa-smalanlega ketti í VG. En hverjir skyldu það vera sem hrósa happi yfir því? Almenningur eða Sjálfstæðisflokkurinn?
Jóel A.

13. Nóvember 2017

VILJANDI TÝNA TÖLU

Vinstri Grænir velja brátt
viljandi týna tölu.
Við Íhaldið þeir semja sátt
og enda á útsölu.


Nú er allt farið sem farið getur
fjandans Íhaldið áfram situr
Og mikið grætur nú gamli Pétur
gott er að vera eftir á vitur.
Pétur Hraunfjörð

11. Nóvember 2017

ÚTFÖRIN

Vinstri-Grænum fer nú frá
Þeir fóru yfir strikið.
Með Íhaldinu margir sjá
útför fyrir vikið.
Pétur Hraunfjörð

11. Nóvember 2017

HĆGRI STEFNA Í BOĐI VG?

Hvað er eiginlega að gerast í íslenskum stjórnmálum? Þarf fleiri Borgunarmál, áframhaldandi aðgang einkavæðingarsinna að stjórnsýslunni, meiri misskiptingu, meiri stóriðju, með öðrum orðum, meira af Sjálfstæðisflokknum - og allt þetta, HÆGRI STEFNA í boði VG? 
Jóhannes Gr. Jónsson

8. Nóvember 2017

SLEGINN

Vinstri-Grænir vilja nú
vera hægramegin.
Á þeim hafði trölla trú
töluvert er nú sleginn.
Pétur Hraunfjörð

28. Október 2017

LJÓĐMĆLI

Að kosningum komið er
kannski velurðu rétt.
En sitt sýnist hverjum hér
svo það verður ekki létt.
...
Pétur Hraunfjörð

28. Október 2017

MUNIĐ AĐ KJÓSA RÉTT

Í Panama hafa pokann geymt,
peningar og valdastétt.
Mörgu logið, margt er gleymt,
munið þó að kjósa rétt.
Kári

28. Október 2017

KOSNINGAŢANKAR

Nú bíður oss bláahöndin
betri sultarkjör
krjúpum og kysum vöndinn
ei verðum á lofið spör.
...
Pétur Hraunfjörð


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

12. Október 2017

Kári skrifar: FÁEIN ORĐ UM VEGTYLLUR, SKYNFĆRI OG MANNGREINAR-ÁLIT

Mannvirðingar meta best,
máta flokka, stöður þrá.
Til Himnaríkis heldur lest,
henni vilja margir ná.

Hugtakið "vegtylla" er skilgreint í íslenskri nútímamálsorðabók svona: "sýnileg upphefð, viðurkenning eða góð staða". Mikilvægt er að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, enda sækjast margir eftir vegtyllum sem svo eru kallaðar. Eins og skilgreiningin ber með sér, má ljóst vera að "sýnileg upphefð" er einhvers konar "upphefð" sem maður, eða menn, sýnir öðrum manni eða mönnum. Þetta er með öðrum orðum ...

27. Júní 2017

Sveinn Elías Hansson skrifar: RÍKIĐ SKERĐIR RÉTTINDI ALDRAĐRA OG ÖRYRKJA, MEĐ EIGNUM RÍKISSJÓĐS

Þegar launamenn greiða hlut af launum sínum inn í lífeyrissjóði, sem þeir eru skyldugir að gera, þá er EKKI greiddur tekjuskattur af þessum greiðslum, þannig að ríkið á hluta af þessum greiðslum þegar þær eru greiddar út og þær eignir SKERÐA réttindi lífeyrisþega. Ríkið skerðir semsagt greiðslur til lífeyrisþega, með eignum sínum. Við getum tekið einfalt dæmi til að sýna fram á þetta ...

14. Júní 2017

Sveinn Ađalsteinsson skrifar: ŢEGAR DANIR KOMU ÍSLENDINGUM TIL HJÁLPAR OG REFSKÁKIN Í STJÓRNMÁLUM

Undirritaður skrifaði neðanskráðar hugleiðingar, eftir lestur smápistils Jónasar Kristjánssonar á vef- miðli hans. Þjóð sem er illa að sér í eigin sögu er illa á vegi stödd. Við sem komin eru yfir miðjan aldur voru alin upp við að lesa mjög þjóðernislega, einsleita og að hluta til ranga Íslandssögu Jónasar frá Hriflu. Mjög fáir Íslendingar hafa heyrt um það sem ég tæpi á hér að neðan, þ.e. að einasta „byltingin" sem gerð hefur verið íslensku þjóðinni til hagsbótar, stóðu danskir borgarar Kaupmannahafnar að í mars- mánuði 1786 ...

Slóđin mín:

Frjálsir pennar

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta